Heilbrigðiskerfi Íslands – horfum til framtíðar Egill Steinar Ágústsson skrifar 18. apríl 2024 10:00 Í störfum mínum sem læknir víðs vegar um landið hefur mér oft verið hugsað til þessarar setningar: Að anna þörf en ekki eftirspurn. Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er ljóst að þörfin fyrir læknisþjónustu er mikil en eftirspurnin er töluvert meiri. Þetta þýðir að vandamál sem koma inn á borð til lækna eru mis áríðandi, þ.e. sumir þurfa læknisþjónustu strax á meðan aðrir geta beðið lengur. Þetta hentar illa í heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingafjöldi á hvern lækni hefur aukist mikið miðað við nágrannalöndin og biðtími lengst. Aðgangur að læknum hér á landi hefur aukist mikið síðustu ár en framboð af læknum minnkað og skilvirkni í kerfinu ekki þróast í takt við það. Það kannast örugglega allir læknar við að vera á vaktinni úti í héraði og fá símtal í vaktsíma þar sem skjólstæðingur þarf nauðsynlega að fá endurnýjun á lyfi að kvöldi til. Eða að fá „rauðvínspósta“ í gegnum Heilsuveru þar sem skjólstæðingar geta spurt hvaða spurninga sem er og okkur læknum ber skylda að svara. Sem sérnámslæknir í heimilislækningum á mínu lokaári hef ég starfað á bráðamóttökum, heilsugæslu og í héruðum víðs vegar um landið, sem og í Noregi. Ég hef því kynnst mörgum öngum heilbrigðiskerfisins og hef mikla ástríðu fyrir starfinu og þróun heilbrigðiskerfisins. Nýjar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið Heilbrigðiskerfið er stöðugt að leita nýrra lausna til að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Því miður hefur umræðan síðustu ár átt það til að vera heldur neikvæð þegar kemur að því að ræða nýjar lausnir og leiðir í heilbrigðisþjónustu. Má þar helst nefna Heilsuveru sem hefur fengið sinn skerf af gagnrýni. Í fréttum hefur mikið verið fjallað um það mikla álag sem er á heilbrigðiskerfinu og þá staðreynd að biðlistar eru langir. Bráðamóttaka, læknavaktir og síðdegismóttökur eru oftast troðfullar og hefur þetta allt bæði neikvæð áhrif á störf lækna og gæði læknisþjónustunnar sem er í boði. Þetta hefur að sjálfsögðu líka áhrif á skjólstæðinga sem sækja sér læknisþjónustu, en það kannast eflaust allir læknar við að þurfa að afsaka langa bið. Sem starfsmaður á plani síðustu ár í miðri hringiðu heilbrigðiskerfisins hef ég fengið þetta beint í æð. Skjólstæðingar steyptir í sama mót Skjólstæðingar koma inn í heilbrigðiskerfið með misalvarleg vandamál sem kalla á mislanga viðtalstíma hjá lækni. Það gefur auga leið að það er óskilvirkt að setja alla, óháð vandamáli, í 20 – 40 mínútna viðtal hjá lækni. Stór hluti sjúklinga leita oft að lausnum við einföldum vandamálum, sem þeir oft þekkja sjálfir vel, og leita til læknis eingöngu til að fá ákveðna og oft reglubundna lausn. Mörg slík vandamál þurfa enga líkamlega skoðun sem vekur upp spurningar um hvort hér sé hópur sem hægt sé að aðstoða á annan hátt en með hefðbundnu læknisviðtali á stofu. Áhrif COVID19 faraldursins COVID19 faraldurinn neyddi lækna á Íslandi til þess að takast á við nýjar áskoranir. Allt í einu vorum við læknar staddir heima hjá okkur að hringja í sjúklinga og reyna að leysa úr þeirra vandamálum án skoðunar. Þetta er leið sem ég efaðist sjálfur um í upphafi en neyðin kennir nöktum lækni að spinna og það kom mér verulega á óvart hversu mörg vandamál sjúklinga var hægt að leysa í gegnum síma. Ef ekki var hægt að leysa málið símleiðis var bókaður tími í skoðun. Flestir fengu þó úrlausn sinna mála án skoðunar. Horft til Norðurlandanna Þegar horft er til Norðurlandanna hafa Norðmenn öðlast góða reynslu í því að nýta sér nútímatækni til að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þar má helst nefna notkun þeirra á fjarheilbrigðisþjónustu, en þeir hafa notað myndsímtalsþjónustu og smáforrit með góðum árangri til að afgreiða stóran hluta sjúklinga sem annars myndu gera sér ferð á stofu. Með því að nýta tæknina er til að mynda hægt að gera læknisþjónustu skilvirkari, stytta biðlista á heilsugæslu, auka aðgengi um land allt, minnka kostnað, fjölga opnum tímum á síðdegismóttökum og minnka álag á vaktlækna í héraði. Maður spyr sig því hvort það sé ekki kominn tími til að nýta nútímatækni betur hér á landi til að anna eftirspurninni og búa þannig til fleiri viðtalstíma fyrir þá skjólstæðinga sem virkilega hafa þörfina fyrir skoðun hjá lækni. Fjarheilbrigðisþjónusta er að mínu mati framtíðin að bættu heilbrigðiskerfi og það er kominn tími til þess að slík þjónusta spili stærra hlutverk í okkar heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi. Horfum til framtíðar. Höfundur er sérnámslæknir á fimmta ári í heimilislækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Í störfum mínum sem læknir víðs vegar um landið hefur mér oft verið hugsað til þessarar setningar: Að anna þörf en ekki eftirspurn. Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er ljóst að þörfin fyrir læknisþjónustu er mikil en eftirspurnin er töluvert meiri. Þetta þýðir að vandamál sem koma inn á borð til lækna eru mis áríðandi, þ.e. sumir þurfa læknisþjónustu strax á meðan aðrir geta beðið lengur. Þetta hentar illa í heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingafjöldi á hvern lækni hefur aukist mikið miðað við nágrannalöndin og biðtími lengst. Aðgangur að læknum hér á landi hefur aukist mikið síðustu ár en framboð af læknum minnkað og skilvirkni í kerfinu ekki þróast í takt við það. Það kannast örugglega allir læknar við að vera á vaktinni úti í héraði og fá símtal í vaktsíma þar sem skjólstæðingur þarf nauðsynlega að fá endurnýjun á lyfi að kvöldi til. Eða að fá „rauðvínspósta“ í gegnum Heilsuveru þar sem skjólstæðingar geta spurt hvaða spurninga sem er og okkur læknum ber skylda að svara. Sem sérnámslæknir í heimilislækningum á mínu lokaári hef ég starfað á bráðamóttökum, heilsugæslu og í héruðum víðs vegar um landið, sem og í Noregi. Ég hef því kynnst mörgum öngum heilbrigðiskerfisins og hef mikla ástríðu fyrir starfinu og þróun heilbrigðiskerfisins. Nýjar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið Heilbrigðiskerfið er stöðugt að leita nýrra lausna til að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Því miður hefur umræðan síðustu ár átt það til að vera heldur neikvæð þegar kemur að því að ræða nýjar lausnir og leiðir í heilbrigðisþjónustu. Má þar helst nefna Heilsuveru sem hefur fengið sinn skerf af gagnrýni. Í fréttum hefur mikið verið fjallað um það mikla álag sem er á heilbrigðiskerfinu og þá staðreynd að biðlistar eru langir. Bráðamóttaka, læknavaktir og síðdegismóttökur eru oftast troðfullar og hefur þetta allt bæði neikvæð áhrif á störf lækna og gæði læknisþjónustunnar sem er í boði. Þetta hefur að sjálfsögðu líka áhrif á skjólstæðinga sem sækja sér læknisþjónustu, en það kannast eflaust allir læknar við að þurfa að afsaka langa bið. Sem starfsmaður á plani síðustu ár í miðri hringiðu heilbrigðiskerfisins hef ég fengið þetta beint í æð. Skjólstæðingar steyptir í sama mót Skjólstæðingar koma inn í heilbrigðiskerfið með misalvarleg vandamál sem kalla á mislanga viðtalstíma hjá lækni. Það gefur auga leið að það er óskilvirkt að setja alla, óháð vandamáli, í 20 – 40 mínútna viðtal hjá lækni. Stór hluti sjúklinga leita oft að lausnum við einföldum vandamálum, sem þeir oft þekkja sjálfir vel, og leita til læknis eingöngu til að fá ákveðna og oft reglubundna lausn. Mörg slík vandamál þurfa enga líkamlega skoðun sem vekur upp spurningar um hvort hér sé hópur sem hægt sé að aðstoða á annan hátt en með hefðbundnu læknisviðtali á stofu. Áhrif COVID19 faraldursins COVID19 faraldurinn neyddi lækna á Íslandi til þess að takast á við nýjar áskoranir. Allt í einu vorum við læknar staddir heima hjá okkur að hringja í sjúklinga og reyna að leysa úr þeirra vandamálum án skoðunar. Þetta er leið sem ég efaðist sjálfur um í upphafi en neyðin kennir nöktum lækni að spinna og það kom mér verulega á óvart hversu mörg vandamál sjúklinga var hægt að leysa í gegnum síma. Ef ekki var hægt að leysa málið símleiðis var bókaður tími í skoðun. Flestir fengu þó úrlausn sinna mála án skoðunar. Horft til Norðurlandanna Þegar horft er til Norðurlandanna hafa Norðmenn öðlast góða reynslu í því að nýta sér nútímatækni til að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þar má helst nefna notkun þeirra á fjarheilbrigðisþjónustu, en þeir hafa notað myndsímtalsþjónustu og smáforrit með góðum árangri til að afgreiða stóran hluta sjúklinga sem annars myndu gera sér ferð á stofu. Með því að nýta tæknina er til að mynda hægt að gera læknisþjónustu skilvirkari, stytta biðlista á heilsugæslu, auka aðgengi um land allt, minnka kostnað, fjölga opnum tímum á síðdegismóttökum og minnka álag á vaktlækna í héraði. Maður spyr sig því hvort það sé ekki kominn tími til að nýta nútímatækni betur hér á landi til að anna eftirspurninni og búa þannig til fleiri viðtalstíma fyrir þá skjólstæðinga sem virkilega hafa þörfina fyrir skoðun hjá lækni. Fjarheilbrigðisþjónusta er að mínu mati framtíðin að bættu heilbrigðiskerfi og það er kominn tími til þess að slík þjónusta spili stærra hlutverk í okkar heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi. Horfum til framtíðar. Höfundur er sérnámslæknir á fimmta ári í heimilislækningum.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun