Að hafa áhrif á nærumhverfi sitt Guðbrandur Einarsson skrifar 27. apríl 2024 07:00 Ég vil óska Mýrdalshreppi til hamingju með að hafa hlotið samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár fyrir að hafa sett á laggirnar enskumælandi ráð árið 2022. Ráðið er skipað sjö fulltrúum af sex þjóðernum. Tilgangur með þessu ráði er að skapa íbúum af erlendu bergi tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, þó að viðkomandi hafi ekki náð valdi á íslenskri tungu, sem að flestra mati er erfitt tungumál að læra. Af þessu tilefni var eftirfarandi haft eftir bæjarstjóra Mýrdalshrepps Einari Frey Elínarsyni: „Við erum með fjölmennan hóp erlendra íbúa sem greiða fulla skatta til samfélagsins og hafa rétt til að kjósa til sveitarstjórna. Sökum aðstæðna hafa ekki allir sömu tækifæri til þess að læra íslensku í ljósi þess að enska er ráðandi tungumál í ferðaþjónustu sem er okkar stærsta atvinnugrein. Okkur þótti mikilvægt jafnréttismál að allir íbúar hefðu raunveruleg tækifæri til þess að eiga aðkomu að stefnumótun og ákvarðanatöku og enskumælandi ráðið er liður í því. Það er skipað pólitískt í þetta ráð og greitt fyrir setu á fundum á sama hátt og í öðrum ráðum.“ Eftirfarandi var jafnframt haft eftir Tomasz Chochołowicz formanni ráðsins sem sagðist í fyrstu ekki hafa trúað því hversu mikla áherslu ætti að leggja á stofnun enskumælandi ráðs: „Ég var smá tíma að átta mig á því að Einari og öðrum í sveitarstjórn væri fúlasta alvara með stofnun ráðsins. Ég var búinn að búa í Vík í átta ár en fannst ég aldrei tilheyra að fullu eða geta haft einhver áhrif á samfélagið. Það er frábært að þarna sé kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar og geta komið sínum hugmyndum á framfæri.“ Að mínu mati hefur það ekkert með íslenskuna að gera að skapa leiðir fyrir erlenda íbúa samfélagsins til að taka þátt í lýðræðislegum ákvörðunum. Það segir hins vegar mikið um það hversu viljug við erum að aðstoða fólk við þátttöku í samfélaginu sem hingað hefur flutt til þess að halda íslensku atvinnulífi gangandi. Þetta eru ótengdir hlutir. Við eigum að leggja miklu meiri áherslu á að fólk sem hingað kemur fái þá aðstoð sem það þarf til þess að ná tökum á íslensku – og við eigum að gæta þess að allir íbúar eigi kost á að taka þátt í lýðræðislegum ákvörðunum. Við íslenskukennslu ættu ríkið, sveitarfélögin en ekki síst atvinnulífið sjálft að axla meiri ábyrgð. Ekki allir hafa möguleika á því að sækja nám eftir oft á tíðum langan vinnudag þegar sinna þarf börnum. Stéttarfélögin hafa í gegnum árin veitt félagsmönnum styrki fyrir íslenskunámi en það dugar hvergi nærri til. Fyrir fólk sem vinnur langa vinnudaga, og er jafnvel í tveimur eða fleiri vinnum, þyrfti slík kennsla að fara fram á vinnutíma. Það hefur þó strandað á atvinnulífinu sjálfu. Þessi staða ætti hins vegar ekki koma í veg fyrir möguleika íbúa af erlendu bergi til þátttöku í mótun samfélagsins. Þess vegna er það virðingarvert af Mýrdalshreppi að stíga skrefið og flýta fyrir því að erlendu íbúar hreppsins upplifi sig sem þátttakendur í samfélaginu. Það eru ekki bara þeir sem sitja í ráðinu sjálfu sem njóta góðs af þessu heldur allir sem í kringum þá eru. Þess vegna er ástæða til að óska Mýrdalshreppi til hamingju með þessa viðurkenningu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Íslensk tunga Viðreisn Alþingi Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ég vil óska Mýrdalshreppi til hamingju með að hafa hlotið samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár fyrir að hafa sett á laggirnar enskumælandi ráð árið 2022. Ráðið er skipað sjö fulltrúum af sex þjóðernum. Tilgangur með þessu ráði er að skapa íbúum af erlendu bergi tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, þó að viðkomandi hafi ekki náð valdi á íslenskri tungu, sem að flestra mati er erfitt tungumál að læra. Af þessu tilefni var eftirfarandi haft eftir bæjarstjóra Mýrdalshrepps Einari Frey Elínarsyni: „Við erum með fjölmennan hóp erlendra íbúa sem greiða fulla skatta til samfélagsins og hafa rétt til að kjósa til sveitarstjórna. Sökum aðstæðna hafa ekki allir sömu tækifæri til þess að læra íslensku í ljósi þess að enska er ráðandi tungumál í ferðaþjónustu sem er okkar stærsta atvinnugrein. Okkur þótti mikilvægt jafnréttismál að allir íbúar hefðu raunveruleg tækifæri til þess að eiga aðkomu að stefnumótun og ákvarðanatöku og enskumælandi ráðið er liður í því. Það er skipað pólitískt í þetta ráð og greitt fyrir setu á fundum á sama hátt og í öðrum ráðum.“ Eftirfarandi var jafnframt haft eftir Tomasz Chochołowicz formanni ráðsins sem sagðist í fyrstu ekki hafa trúað því hversu mikla áherslu ætti að leggja á stofnun enskumælandi ráðs: „Ég var smá tíma að átta mig á því að Einari og öðrum í sveitarstjórn væri fúlasta alvara með stofnun ráðsins. Ég var búinn að búa í Vík í átta ár en fannst ég aldrei tilheyra að fullu eða geta haft einhver áhrif á samfélagið. Það er frábært að þarna sé kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar og geta komið sínum hugmyndum á framfæri.“ Að mínu mati hefur það ekkert með íslenskuna að gera að skapa leiðir fyrir erlenda íbúa samfélagsins til að taka þátt í lýðræðislegum ákvörðunum. Það segir hins vegar mikið um það hversu viljug við erum að aðstoða fólk við þátttöku í samfélaginu sem hingað hefur flutt til þess að halda íslensku atvinnulífi gangandi. Þetta eru ótengdir hlutir. Við eigum að leggja miklu meiri áherslu á að fólk sem hingað kemur fái þá aðstoð sem það þarf til þess að ná tökum á íslensku – og við eigum að gæta þess að allir íbúar eigi kost á að taka þátt í lýðræðislegum ákvörðunum. Við íslenskukennslu ættu ríkið, sveitarfélögin en ekki síst atvinnulífið sjálft að axla meiri ábyrgð. Ekki allir hafa möguleika á því að sækja nám eftir oft á tíðum langan vinnudag þegar sinna þarf börnum. Stéttarfélögin hafa í gegnum árin veitt félagsmönnum styrki fyrir íslenskunámi en það dugar hvergi nærri til. Fyrir fólk sem vinnur langa vinnudaga, og er jafnvel í tveimur eða fleiri vinnum, þyrfti slík kennsla að fara fram á vinnutíma. Það hefur þó strandað á atvinnulífinu sjálfu. Þessi staða ætti hins vegar ekki koma í veg fyrir möguleika íbúa af erlendu bergi til þátttöku í mótun samfélagsins. Þess vegna er það virðingarvert af Mýrdalshreppi að stíga skrefið og flýta fyrir því að erlendu íbúar hreppsins upplifi sig sem þátttakendur í samfélaginu. Það eru ekki bara þeir sem sitja í ráðinu sjálfu sem njóta góðs af þessu heldur allir sem í kringum þá eru. Þess vegna er ástæða til að óska Mýrdalshreppi til hamingju með þessa viðurkenningu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun