Sökktu rússneskum hraðbát með sjálfsprengidróna Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 09:54 Drónanum var siglt á hraðbátinn og sprakk hann þá í loft upp. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband sem sýna á vel heppnaða drónaárás á hraðbát rússneska hersins undan ströndum Krímskaga í nótt. Sveit sem kallast „Group 13“ notaði Magura V5 dróna til að sökkva bátnum á Úskaflóa. Báturinn sem um ræðir var tiltölulega lítill og var notaður til að reyna að stöðva drónann, samkvæmt yfirlýsingu frá GUR. Þessir drónar hafa verið notaðir til að sökkva fjölda rússneskra herskipa á Svartahafi frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Það eru fjarstýrðir drónar sem geta marrað í hálfu kafi og geta borið mikið magn sprengiefna. Þeim hefur ítrekað verið siglt í miklum fjölda að rússneskum herskipum og drónarnir sprengdir upp við skipin. Sjá einnig: Sökktu enn einu herskipinu Tveimur skipum sem hönnuð eru til að flytja hermenn til orrustu var grandað á sama flóa í fyrra. Annað þeirra hét Sesar Kúnikov og var sú árás einnig gerð af GUR. Í tilkynningu frá GUR segir að Rússar þori ekki lengur að nota stór herskip á Svartahafi, vegna árása Úkraínumanna og vegna þess hve mörgum skipum þeir hafi sökkt. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að fimm drónum hafi verið grandað. Myndband sem ráðuneytið birti sýnir að þyrla var notuð til að verjast drónunum. Rússneskir herbloggarar hafa haldið því fram í morgun að Úkraínumenn hafi komið loftvarnarflugskeytum fyrir á einhverjum drónum eins og Magura V5. Þyrlur hafa reynst Rússum vel í að granda drónum þessum úr lofti. Hér á neðan má sjá myndband sem mun hafa verið tekið um borð í rússneskri þyrlu í morgun. Þyrlan grandar drónanum á endanum en sjá má flugskeyti á drónanum. Footage from a Russian Ka-29 helicopter, firing at the Ukrainian naval drone carrying a R-73 air-to-air missile. Eventually it is destroyed. https://t.co/r1LwNiRLmN pic.twitter.com/6qBPHwrqTX— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) May 6, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00 Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57 Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Formlegar viðræður hafnar Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Báturinn sem um ræðir var tiltölulega lítill og var notaður til að reyna að stöðva drónann, samkvæmt yfirlýsingu frá GUR. Þessir drónar hafa verið notaðir til að sökkva fjölda rússneskra herskipa á Svartahafi frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Það eru fjarstýrðir drónar sem geta marrað í hálfu kafi og geta borið mikið magn sprengiefna. Þeim hefur ítrekað verið siglt í miklum fjölda að rússneskum herskipum og drónarnir sprengdir upp við skipin. Sjá einnig: Sökktu enn einu herskipinu Tveimur skipum sem hönnuð eru til að flytja hermenn til orrustu var grandað á sama flóa í fyrra. Annað þeirra hét Sesar Kúnikov og var sú árás einnig gerð af GUR. Í tilkynningu frá GUR segir að Rússar þori ekki lengur að nota stór herskip á Svartahafi, vegna árása Úkraínumanna og vegna þess hve mörgum skipum þeir hafi sökkt. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að fimm drónum hafi verið grandað. Myndband sem ráðuneytið birti sýnir að þyrla var notuð til að verjast drónunum. Rússneskir herbloggarar hafa haldið því fram í morgun að Úkraínumenn hafi komið loftvarnarflugskeytum fyrir á einhverjum drónum eins og Magura V5. Þyrlur hafa reynst Rússum vel í að granda drónum þessum úr lofti. Hér á neðan má sjá myndband sem mun hafa verið tekið um borð í rússneskri þyrlu í morgun. Þyrlan grandar drónanum á endanum en sjá má flugskeyti á drónanum. Footage from a Russian Ka-29 helicopter, firing at the Ukrainian naval drone carrying a R-73 air-to-air missile. Eventually it is destroyed. https://t.co/r1LwNiRLmN pic.twitter.com/6qBPHwrqTX— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) May 6, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00 Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57 Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Formlegar viðræður hafnar Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00
Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57
Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24