Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. maí 2024 07:00 Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby segir eðlilegt að hjálpa fólki að minnka og hætta á ópíóðum. Parkódín er algengasta lyfið en Kjartan segir það oftast gerast mjög ómeðvitað að fólk ánetjist ópíóðum. Með kerfi Prescriby er heilbrigðisfólki og sjúklingum hjálpað að trappa niður lyfjainntökuna. Vísir/Vilhelm „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. Sprotafyrirtækið Prescriby hefur þróað kerfi sem gerir heilbrigðisfólki og sjúklingum kleift að tryggjaörugga og persónusniðna eftirfylgd frá fyrstu uppáskrift auk þess að veita niðurtröppunarþjónustu til þeirra sem notast hafa við ópíóíða, róandi- og svefnlyf. Og forðast þannig að svona margir verði háðir þessum lyfjum. Sem Kjartan segir geta gerst hjá öllum. „Já það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað. Þessi lyf eru einfaldlega svo ávanabindandi að það er eðlilegt að fólk þurfi hjálp við að trappa sig niður, minnka skammtana og hætta síðan á þeim. Enn sem komið er, eru þetta þó bestu lyfin og því er ávinningurinn meiri en hitt þegar að rétt ábending er til staðar.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er parkódín algengasta lyfið sem afgreitt er og tilheyrir þessum flokki lyfja. Í fréttabréfi Landlæknisembættisins frá júní í fyrra kemur fram að ríflega 21% kvenna hafi leyst út þessi verkjalyf árið 2022, en konur eru í meirihluta notenda ópíóða. Að verða háður þessum lyfjum er eitthvað sem læðist mjög aftan að fólki. Því fyrst og fremst er fólk að fá ópíóíða vegna verkja. Til dæmis í kjölfar aðgerða, vegna krónískra verkja sem stafa til dæmis af gigt, endómetríósu eða öðru. Margir eru á róandi lyfjum sem það myndar síðan þol fyrir og svo framvegis. Ég sé fyrir mér að í framtíðinni verði skylda að nota kerfi eins og okkar, þegar ópíóíðalyf eru ávísuð eða önnur lyf sem fylgir svipuð áhætta.“ Dagana 13.-17.maí stendur yfir hin íslenska Innovation week, en alla þá viku verða ýmsir fyrirlestrar og viðburðir haldnir þar sem nýsköpun er rædd frá öllum hliðum. Dagskrá vikunnar má sjá hér. Í tilefni íslensku Innovation week fjallar Atvinnulífið um nýsköpun í dag og á morgun, en þessi hátíð er haldin dagana 13.-17.maí. Dagskrá vikunnar má sjá HÉR, en hún samanstendur af ýmsum fyrirlestrum og viðburðum víðs vegar um borgina. Parkódín er algengasta ópíóðið en Kjartan segir það læðast mjög að fólki að ánetjast ópíóðum. Oft í kjölfar aðgerða, vegna krónískra verkja sem stafa af t.d. gigt, endómetríósu eða öðru. Hér má sjá skjámyndir af appi Prescriby sem hjálpar heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum að trappa niður skammta og sporna við því að fólk ánetjist þessum lyfjum. Hvers vegna þessi faraldur? Sífellt fleiri fréttir birtast um ópíóðfíknina, sem oftar en ekki er sögð vera eins og faraldur sem geisar hratt um heiminn. Ekki síst í Bandaríkjunum. En líka á Íslandi, þar sem notkun ópíóíðalyfja er hlutfallslega sögð mest í samanburði við hin Norðurlöndin. Kjartan segir hluta af vandamálinu vera að fólk áttar sig kannski ekki á því hvaða lyf þetta eru. „Að sama skapi hefur það verið óvinnandi vegur fyrir lækna að fylgja eftir útgefnum leiðbeiningum um ávísun þessara lyfja. Það reyndi ég á eigin skinni, starfandi sem læknir á bæklunarskurðdeild.“ Til útskýringar segir Kjartan: „Í læknisfræðinni er farið yfir það mjög vel, hversu ávanabindandi þessi lyf eru og í útgefnum leiðbeiningum um örugga meðferð slíkra lyfja kemur skýrt fram að heilbrigðisstarfsfólk þurfa að búa til meðferðaráætlun með hverjum sjúkling þannig að áætlun liggi fyrir um hvernig fólk getur trappað sig niður í notkun lyfjanna og veita ítarlega eftirfylgd. Til viðbótar við að fræða fólk og upplýsa það sem best, hvað þessari lyfjagjöf getur fylgt. Vandinn er sá að það er með öllu óraunhæft fyrir lækna að fylgja þessu eftir.“ Að þetta sé ógerlegt, segir Kjartan alls ekkert aðeins eiga við um stöðuna á Íslandi. Heldur í hinum vestræna heimi almennt. „Ég og félagi minn reyndum um tíma að skrá niður einhvers konar meðferðaráætlun í þau kerfi sem við vorum með á spítalanum. Sem var nánast óvinnandi vegur og tók marga klukkutíma samanlagt. Á spítölum víðast hvar er álagið líka mikið, tíminn af skornum skammti, sjúklingar margir og lítið færi á því fyrir lækna að fylgja eftir hverjum og einum sjúklingi með leiðbeiningum, fræðslu og fleira,“ segir Kjartan og bætir við: „Fólki er því oftast sagt að næst skuli það því tala við heimilislækninn sinn.“ Sem síðan tekur á móti sjúklingnum, sem enn segist verkjaður og fær meiri lyf. „Einn af hverjum tíu sjúklingum sem fá ávísuð svona lyf, þróa með sér eitthvert stig fíknar og í flestum tilfellum gerist þetta hægt og rólega. Því fyrst myndar líkaminn ákveðið þol fyrir lyfjunum. Þá fer fólk að taka meira af þeim til þess að sporna við verkjunum. Næsta stig er að líkaminn ánetjast lyfjunum og þá eru þau orðin ávanabindandi. Fíknistigið kemur þar á eftir.“ Á Íslandi og í Kanada eru heilbrigðisyfirvöld nú að vinna með innleiðingu á Prescriby kerfinu, en með því að skrá niður og fylgja eftir meðferðaráætlun um hvernig hægt er að trappa sig niður af lyfjunum, er auðveldara að sjá ef rauð flögg fara að birtast hjá fólki sem er að nota þessi lyf. „Fólk vill taka stjórn á lyfjanotkun sinni og verður einfaldlega að fá stuðning til að trappa sig niður. Og heilbrigðisfólk verður að geta veitt þessa hjálp svo vel sé. Það er í rauninni það sem við erum að gera.“ Kjartan segir það óvinnandi veg fyrir lækna að fylgja eftir þeim leiðbeiningum sem gefin eru út vegna ávísana á ópíóðum. Þess vegna er svo mikilvægt að hjálpa fólki líka að hætta á lyfjunum en hér er Kjartan með Jóhanni Inga Torfasyni meðstofnanda sínum, tölvunarfræðingur og lögfræðingur.Vísir/Vilhelm Kanadamenn byrjuðu með íslenska kerfið En byrjum aðeins á byrjuninni. Hvernig kom það til að læknir ákvað að gerast frumkvöðull? Og hvers vegna svona kerfi? Jú, í raun má vísa til upplýsinga í áðurnefndu fréttabréfi Landlæknisembættisins þar sem segir meðal annars: Um 5.600 af þeim 69 þúsund einstaklingum sem leystu út ópíóða á árinu 2022 leystu út tíu stykkja pakkningu af Parkódín. Sem fyrr er umtalsverður munur á notkun ópíóíða eftir kyni og eru konur meirihluti notenda. Árið 2022 leysti 21,2% allra kvenna (212/1.000 konur) út ávísun á ópíóíða samanborið við 14,7% karla (147/1.000 karla). Notkun ópíóíða vex með hækkandi aldri en árið 2022 leystu ríflega 36% einstaklinga (362/1.000 íbúa) yfir áttræðu út ávísun á ópíóíða. Aukning varð á notkun ópíóíða árið 2022 í öllum aldursflokkum, að undanskildum elsta aldurshópnum þar sem notkunin stóð í stað. Af ofangreindu er ljóst að fjöldi fólks sem er að nota ópíóíða telur tugi þúsunda á Íslandi og fer fjölgandi. Á sama tíma eykst fíknivandinn, þar sem ólíklegasta fólk ánetjast lyfjunum. Jafnvel fólk sem aldrei hefur komist nálægt því að fara út af neinu spori um ævina. „Því þessi lyf gera engan greinamun á stöðu eða titli,“ segir Kjartan meðal annars. Fyrir lækna er þetta erfið staða að vinna við. Því eins og áður sagði, eru ópíóíðar þó enn bestu lyfin sem hægt er að gefa við vissar aðstæður. Til dæmis morfín, sem flestir vita að eru sjúklingum einfaldlega nauðsynleg á stundum. „Ég og vinur minn sem starfaði með mér á bæklunarskurðdeildinni á Landspítalanum fórum því að velta fyrir okkur hvort það væri ekki hægt að sjálfvirknivæða þessa vinnu, þannig að heilbrigðisfólki væri betur gert kleift að fylgja eftir þeim leiðbeiningum sem okkur væri ætlað að fylgja.“ Úr varð að félagarnir skráðu sig í hakkaþon sem haldið var í Reykjavík. „Við bjuggumst alls ekki við að vinna, vorum þeir einu á hakkaþoninu sem voru ekki forritarar. En viti menn: Við unnum og úr varð vefsíðan nidurtroppun.is!“ Vefsíðan niðurtroppun.is sló í gegn á meðal heilbrigðisstarfsfólks, en hún auðveldar gerð meðferðaráætlana um niðurtröppun lyfjanna eins og nafnið gefur til kynna. En hugmyndin vatt upp á sig. Sérstaklega segist Kjartan hafa horft til Bandaríkjanna. „Hugmyndin að Prescriby varð til og mjög fljótt eftir stofnun fyrirtækisins fengum við styrki frá Rannís Tækniþróunarsjóði sem gerði okkur kleift að ráða inn forritara og fleira til að fara í hugbúnaðarsmíðina. Kerfið gengur þannig fyrir sig að þar getur heilbrigðisstarfsfólk búið til meðferðaráætlun og haft yfirsýn um það hvernig sjúklingnum gengur. Í appi getur fólk síðan fylgst með því sjálft, hvernig því er að reiða af og hvort áætlunin er að ganga eftir,“ segir Kjartan og bætir við: „Í rauninni erum við að hjálpa sjúklingum að vera í liði með sjálfu sér.“ Í fyrstu var hugmyndin einnig sú að byrja notkun kerfisins á Íslandi. Enda Ísland alltaf sagt hinn besti prófunarmarkaður fyrir svo margt í nýsköpun. Það á þó ekki endilega við um heilbrigðisgeirann. „Það eru alltaf einhverjir sem telja líklegra að það sé betra að fá lausnir erlendis frá, frekar en að horfa til einhverra nýrra íslenskra sprotafyrirtækja. Því leiddu mál þannig að við enduðum með að byrja fyrsta samstarfsverkefnið okkar í Kanada,“ segir Kjartan. Hvers vegna Kanada? „Það var verkefni sem íslenska sendiráðið í Kanada var að vinna með Nýfundnalandi, en verkefnið gekk út á nýsköpun í heilbrigðisgeiranum. Við ákváðum að slá til og taka þátt en líka að sýna í verki að Prescriby væri alvöru. Að við værum í þessari vinnu af heilum hug.“ Úr varð að Kjartan fór til Nýfundnalands og dvaldi þar í um mánuð. Sem meðal annars skýrir út hvers vegna annar af tveimur með stofnendum hans er þaðan, því að Prescriby standa auk Kjartans Jóhann Ingi Torfason tölvunarfræðingur og lögfræðingur og Kevin Oram, kanadískur fyrrverandi stjórnandi rannsókna- og nýsköpunar heilbrigðiskerfisins á Nýfundnalandi. Kjartan viðurkennir að vissulega hafi það falið í sér meira starfsöryggi að vera læknir á Landspítalanum frekar en framkvæmdastjóri í sprotafyrirtæki. En Prescriby teymið ætlar sér stóra hluti. Kanadamenn voru þeir fyrstu til að innleiða kerfið og síðan Ísland, en sérstaklega er horft til Bandaríkjanna þar sem ópíuóðfaraldurinn geisar af miklum alvarleika.Prescriby Sjúklingurinn í forgrunni, ekki kerfið Til að setja atburðarrásina í tímalínu má nefna að hakkaþonið sem fæddi af sér vefsíðuna nidurtroppun.is var haldið í mars 2019, en Kjartan segir þá vefsíðu í raun upphafið af því sem síðar varð. Prescriby var stofnað árið 2020 og fyrstu styrkirnir hlutust þá. Í lok árs voru fyrstu hugbúnaðarlausnirnar tilbúnar en Kjartan segir notendaprófanir hafa verið unnar í samstarfi við bæði heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga. „Vefsíðan nidurtroppun.is hefur verið notuð yfir tíu þúsund sinnum til að búa til meðferðaráætlun. Það eitt og sér sýnir hversu stórt tækifæri er til staðar því staðan eins og hún er núna, er í raun besta ábendingin til okkar um að eitthvað þarf að gera,“ segir Kjartan og bætir við: „En það er mikilvægt að svona kerfið sé notendavænt fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Því meðferðaráætlunin sem unnin er eftir verður að vera raunhæf. Því miður er staðan sú að flest kerfi í heilbrigðisgeiranum eru ekki hönnuð með sjúklinginn og heilbrigðisstarfsmanninn sjálfan í forgrunni.“ Kjartan segir stöðuna í Bandaríkjunum það alvarlega þegar kemur að ópíóðafíkn að eðlilegt sé að horfa þangað til lengri tíma litið. „Það þarf hins vegar helst að búa í Bandaríkjunum til að koma svona fyrirtæki almennilega á laggirnar og satt best að segja var ég ekki tilbúinn í það.“ Þegar kerfið var komið í gagnið með samstarfsaðilum í Kanada, opnuðust þó dyr á Íslandi og hófst því samstarf til innleiðingar og notkun á kerfinu í samstarfi við heilsugæslur og apótek á Íslandi í fyrra og fór kerfið í notkun nú fyrr á þessu ári. Í framtíðinni sé ég samt fyrir mér að það verði hluti af okkar öryggismenningu að heilbrigðiskerfið þurfi að nota kerfi eins og okkar þegar ópíóðum og áhættusömum lyfjum er ávísað. Að sjúklingar fái ekki svona lyfjagjöf nema þeim sé tryggður stuðningur við að trappa sig niður í notkun þeirra og fái örugga eftirfylgd.“ Aðspurður um framtíðina segir Kjartan að kannski endi hann bara eins og Kári Stef; verði samofin fyrirtækinu og velgengni þess. Sjálfur er hann sannfærður um að í framtíðinni verði heilsbrigðisfólki skylt að nota kerfi eins og Prescriby þegar ópíóðum er ávísað. Því eðlilegt sé að hjálpa fólki að hætta á þeim, það sé hluti af þeirri öryggismenningu sem fólk þarf að geta treyst á.Vísir/Vilhelm Endar eins og Kári Stef… En lífið er ekki bara vinna og forvitnilegt að heyra hvernig Kjartan sér fyrir sér læknahlutverkið eða framtíðina. Sjálfur segist hann upplifa sig sem lækni frekar en framkvæmdastjóra. „En ég myndi samt segja læknir og frumkvöðull.“ Eins og gefur að skilja er sprotaumhverfið mjög ólíkt því að vera læknir á Landspítalanum. „Í raun er hefðbundið læknastarf eitt besta starfsöryggi sem þú getur búið við. Það liggur alveg fyrir að það verður alltaf vöntun á læknum.“ En Prescriby á hug Kjartans allan þessa dagana og sem dæmi má nefna, er hann nýkomin heim úr fjögurra vikna ferð í Bandaríkjunum þar sem hann ferðaðist um með öðru heilbrigðisfólki til þess að kortleggja stöðuna og ræða lausnir gegn ópíóíðafaraldrinum. „Ég hef samt síðustu ár reynt að starfa tvo til þrjá daga í mánuði sem héraðslæknir á Austfjörðum,“ segir Kjartan en vert er að taka það fram að hann segist þó ekki eiga rætur þangað. „Ég bara heillaðist af svæðinu þegar ég starfaði þar um tíma.“ Kjartan segist hiklaust mæla með því að fólk sem er með frábæra hugmynd reyni að fylgja henni eftir í nýsköpun, hafi það færi á því. Þótt það geti reynt á, Nei-in séu jafnvel mörg og þrautseigjan þurfi svo sannarlega að vera til staðar. „Ég hélt lengi vel að það væri ekki til meira álag í starfi en í heilbrigðisgeiranum. Í dag er ég hins vegar kominn á það að það sé sambærilegt í sprota- og nýsköpunarumhverfinu. Þótt það sé svo sem ólíkt álag í eðli sínu.“ En horfum tíu ár fram í tímann eða jafnvel lengra og ímyndum okkur að sú veröld sé orðin að veruleika að heilbrigðisyfirvöld séu sem víðast farin að tryggja sjúklingum öryggisvernd með kerfum eins og Prescriby. Hvernig sæir þú fyrir þér að lífið þitt væri þá? „Ætli ég endi ekki bara eins og Kári Stefánsson, verð samofinn fyrirtækinu og velgengni þess,“ svarar Kjartan og hlær. En bætir við: „Eða að ef sú staða kæmi upp að Prescriby yrði selt og annar aðili tæki við brúnni, að ég myndi snúa mér aftur að læknastörfunum, flytja austur og læra smíðar. Þannig að í frístundum væri ég í bátasmíði.“ Myndir þú mæla með því að fólk með frábæra hugmynd í nýsköpun, myndi reyna að láta á hugmyndina reyna, þótt það færi úr 100% öruggu starfsumhverfi? „Já hiklaust, ef hugsjónin er til staðar. Því oft er það bara hræðslan sem heftir okkur. Oft ímynda ég mér: Hvernig mun ég hugsa þegar ég er orðin 85 ára og kominn á Hrafnistu? Mun ég sjá eftir einhverju, til dæmis það að hafa ekki gert eitthvað?“ nefnir Kjartan sem dæmi um hversu mikilvægt það er að nýta öll þau tækifæri sem lífið mögulega gefur okkur. Mín reynsla er sú að við erum heppnasta fólk í heimi að búa á Íslandi. Því Ísland er öruggasta landið, hér er frábært velferðarkerfi og þetta er lítið samfélag. Það eru því fáir staðir betri en Ísland til að reyna að láta á hugmyndina reyna ef þú hefur sterka sannfæringu fyrir því að hún sé góð. Stóra málið er að horfast í augu við hræðsluna og þá er gott að velta því fyrir sér hvort við séum ekki örugglega að gera allt sem okkur langar til, þannig að við séum ánægð með lífshlaupið síðar meir þegar við horfum til baka.“ Heilsa Fíkn Lyf Heilbrigðismál Starfsframi Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 Selja í milljónavís: „Leit vel út en var eins og leðja, dísæt og beisk“ „Ég hafði oft tínt bláber með krökkunum og sultað, en fundist sykurmagnið rosalega mikið í sultugerðinni. Þannig að einn daginn hugsaði ég með mér: Við með allt þetta sætuefni hljótum að geta gert betur,“ segir Garðar Stefánsson forstjóri Good Good þegar hann rifjar upp fyrstu sultugerð fyrirtækisins. 26. febrúar 2024 07:00 Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla“ „Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu. 8. febrúar 2024 07:01 Öll familían alltaf að tala um vinnuna, líka mamma og pabbi „Nei alls ekki,“ svarar Hrafnhildur Hermannsdóttir aðspurð um það hvort eiginmaðurinn Kristófer Júlíus Leifsson, annar stofnandi Eldum rétt, hafi þá strax verið svona góður í að elda. 27. nóvember 2023 07:01 „Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum“ „Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum,“ segir Margrét Vilborg Bjarnadóttir einn stofnenda PayAnalytics sem á dögunum hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2023. 1. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sprotafyrirtækið Prescriby hefur þróað kerfi sem gerir heilbrigðisfólki og sjúklingum kleift að tryggjaörugga og persónusniðna eftirfylgd frá fyrstu uppáskrift auk þess að veita niðurtröppunarþjónustu til þeirra sem notast hafa við ópíóíða, róandi- og svefnlyf. Og forðast þannig að svona margir verði háðir þessum lyfjum. Sem Kjartan segir geta gerst hjá öllum. „Já það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað. Þessi lyf eru einfaldlega svo ávanabindandi að það er eðlilegt að fólk þurfi hjálp við að trappa sig niður, minnka skammtana og hætta síðan á þeim. Enn sem komið er, eru þetta þó bestu lyfin og því er ávinningurinn meiri en hitt þegar að rétt ábending er til staðar.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er parkódín algengasta lyfið sem afgreitt er og tilheyrir þessum flokki lyfja. Í fréttabréfi Landlæknisembættisins frá júní í fyrra kemur fram að ríflega 21% kvenna hafi leyst út þessi verkjalyf árið 2022, en konur eru í meirihluta notenda ópíóða. Að verða háður þessum lyfjum er eitthvað sem læðist mjög aftan að fólki. Því fyrst og fremst er fólk að fá ópíóíða vegna verkja. Til dæmis í kjölfar aðgerða, vegna krónískra verkja sem stafa til dæmis af gigt, endómetríósu eða öðru. Margir eru á róandi lyfjum sem það myndar síðan þol fyrir og svo framvegis. Ég sé fyrir mér að í framtíðinni verði skylda að nota kerfi eins og okkar, þegar ópíóíðalyf eru ávísuð eða önnur lyf sem fylgir svipuð áhætta.“ Dagana 13.-17.maí stendur yfir hin íslenska Innovation week, en alla þá viku verða ýmsir fyrirlestrar og viðburðir haldnir þar sem nýsköpun er rædd frá öllum hliðum. Dagskrá vikunnar má sjá hér. Í tilefni íslensku Innovation week fjallar Atvinnulífið um nýsköpun í dag og á morgun, en þessi hátíð er haldin dagana 13.-17.maí. Dagskrá vikunnar má sjá HÉR, en hún samanstendur af ýmsum fyrirlestrum og viðburðum víðs vegar um borgina. Parkódín er algengasta ópíóðið en Kjartan segir það læðast mjög að fólki að ánetjast ópíóðum. Oft í kjölfar aðgerða, vegna krónískra verkja sem stafa af t.d. gigt, endómetríósu eða öðru. Hér má sjá skjámyndir af appi Prescriby sem hjálpar heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum að trappa niður skammta og sporna við því að fólk ánetjist þessum lyfjum. Hvers vegna þessi faraldur? Sífellt fleiri fréttir birtast um ópíóðfíknina, sem oftar en ekki er sögð vera eins og faraldur sem geisar hratt um heiminn. Ekki síst í Bandaríkjunum. En líka á Íslandi, þar sem notkun ópíóíðalyfja er hlutfallslega sögð mest í samanburði við hin Norðurlöndin. Kjartan segir hluta af vandamálinu vera að fólk áttar sig kannski ekki á því hvaða lyf þetta eru. „Að sama skapi hefur það verið óvinnandi vegur fyrir lækna að fylgja eftir útgefnum leiðbeiningum um ávísun þessara lyfja. Það reyndi ég á eigin skinni, starfandi sem læknir á bæklunarskurðdeild.“ Til útskýringar segir Kjartan: „Í læknisfræðinni er farið yfir það mjög vel, hversu ávanabindandi þessi lyf eru og í útgefnum leiðbeiningum um örugga meðferð slíkra lyfja kemur skýrt fram að heilbrigðisstarfsfólk þurfa að búa til meðferðaráætlun með hverjum sjúkling þannig að áætlun liggi fyrir um hvernig fólk getur trappað sig niður í notkun lyfjanna og veita ítarlega eftirfylgd. Til viðbótar við að fræða fólk og upplýsa það sem best, hvað þessari lyfjagjöf getur fylgt. Vandinn er sá að það er með öllu óraunhæft fyrir lækna að fylgja þessu eftir.“ Að þetta sé ógerlegt, segir Kjartan alls ekkert aðeins eiga við um stöðuna á Íslandi. Heldur í hinum vestræna heimi almennt. „Ég og félagi minn reyndum um tíma að skrá niður einhvers konar meðferðaráætlun í þau kerfi sem við vorum með á spítalanum. Sem var nánast óvinnandi vegur og tók marga klukkutíma samanlagt. Á spítölum víðast hvar er álagið líka mikið, tíminn af skornum skammti, sjúklingar margir og lítið færi á því fyrir lækna að fylgja eftir hverjum og einum sjúklingi með leiðbeiningum, fræðslu og fleira,“ segir Kjartan og bætir við: „Fólki er því oftast sagt að næst skuli það því tala við heimilislækninn sinn.“ Sem síðan tekur á móti sjúklingnum, sem enn segist verkjaður og fær meiri lyf. „Einn af hverjum tíu sjúklingum sem fá ávísuð svona lyf, þróa með sér eitthvert stig fíknar og í flestum tilfellum gerist þetta hægt og rólega. Því fyrst myndar líkaminn ákveðið þol fyrir lyfjunum. Þá fer fólk að taka meira af þeim til þess að sporna við verkjunum. Næsta stig er að líkaminn ánetjast lyfjunum og þá eru þau orðin ávanabindandi. Fíknistigið kemur þar á eftir.“ Á Íslandi og í Kanada eru heilbrigðisyfirvöld nú að vinna með innleiðingu á Prescriby kerfinu, en með því að skrá niður og fylgja eftir meðferðaráætlun um hvernig hægt er að trappa sig niður af lyfjunum, er auðveldara að sjá ef rauð flögg fara að birtast hjá fólki sem er að nota þessi lyf. „Fólk vill taka stjórn á lyfjanotkun sinni og verður einfaldlega að fá stuðning til að trappa sig niður. Og heilbrigðisfólk verður að geta veitt þessa hjálp svo vel sé. Það er í rauninni það sem við erum að gera.“ Kjartan segir það óvinnandi veg fyrir lækna að fylgja eftir þeim leiðbeiningum sem gefin eru út vegna ávísana á ópíóðum. Þess vegna er svo mikilvægt að hjálpa fólki líka að hætta á lyfjunum en hér er Kjartan með Jóhanni Inga Torfasyni meðstofnanda sínum, tölvunarfræðingur og lögfræðingur.Vísir/Vilhelm Kanadamenn byrjuðu með íslenska kerfið En byrjum aðeins á byrjuninni. Hvernig kom það til að læknir ákvað að gerast frumkvöðull? Og hvers vegna svona kerfi? Jú, í raun má vísa til upplýsinga í áðurnefndu fréttabréfi Landlæknisembættisins þar sem segir meðal annars: Um 5.600 af þeim 69 þúsund einstaklingum sem leystu út ópíóða á árinu 2022 leystu út tíu stykkja pakkningu af Parkódín. Sem fyrr er umtalsverður munur á notkun ópíóíða eftir kyni og eru konur meirihluti notenda. Árið 2022 leysti 21,2% allra kvenna (212/1.000 konur) út ávísun á ópíóíða samanborið við 14,7% karla (147/1.000 karla). Notkun ópíóíða vex með hækkandi aldri en árið 2022 leystu ríflega 36% einstaklinga (362/1.000 íbúa) yfir áttræðu út ávísun á ópíóíða. Aukning varð á notkun ópíóíða árið 2022 í öllum aldursflokkum, að undanskildum elsta aldurshópnum þar sem notkunin stóð í stað. Af ofangreindu er ljóst að fjöldi fólks sem er að nota ópíóíða telur tugi þúsunda á Íslandi og fer fjölgandi. Á sama tíma eykst fíknivandinn, þar sem ólíklegasta fólk ánetjast lyfjunum. Jafnvel fólk sem aldrei hefur komist nálægt því að fara út af neinu spori um ævina. „Því þessi lyf gera engan greinamun á stöðu eða titli,“ segir Kjartan meðal annars. Fyrir lækna er þetta erfið staða að vinna við. Því eins og áður sagði, eru ópíóíðar þó enn bestu lyfin sem hægt er að gefa við vissar aðstæður. Til dæmis morfín, sem flestir vita að eru sjúklingum einfaldlega nauðsynleg á stundum. „Ég og vinur minn sem starfaði með mér á bæklunarskurðdeildinni á Landspítalanum fórum því að velta fyrir okkur hvort það væri ekki hægt að sjálfvirknivæða þessa vinnu, þannig að heilbrigðisfólki væri betur gert kleift að fylgja eftir þeim leiðbeiningum sem okkur væri ætlað að fylgja.“ Úr varð að félagarnir skráðu sig í hakkaþon sem haldið var í Reykjavík. „Við bjuggumst alls ekki við að vinna, vorum þeir einu á hakkaþoninu sem voru ekki forritarar. En viti menn: Við unnum og úr varð vefsíðan nidurtroppun.is!“ Vefsíðan niðurtroppun.is sló í gegn á meðal heilbrigðisstarfsfólks, en hún auðveldar gerð meðferðaráætlana um niðurtröppun lyfjanna eins og nafnið gefur til kynna. En hugmyndin vatt upp á sig. Sérstaklega segist Kjartan hafa horft til Bandaríkjanna. „Hugmyndin að Prescriby varð til og mjög fljótt eftir stofnun fyrirtækisins fengum við styrki frá Rannís Tækniþróunarsjóði sem gerði okkur kleift að ráða inn forritara og fleira til að fara í hugbúnaðarsmíðina. Kerfið gengur þannig fyrir sig að þar getur heilbrigðisstarfsfólk búið til meðferðaráætlun og haft yfirsýn um það hvernig sjúklingnum gengur. Í appi getur fólk síðan fylgst með því sjálft, hvernig því er að reiða af og hvort áætlunin er að ganga eftir,“ segir Kjartan og bætir við: „Í rauninni erum við að hjálpa sjúklingum að vera í liði með sjálfu sér.“ Í fyrstu var hugmyndin einnig sú að byrja notkun kerfisins á Íslandi. Enda Ísland alltaf sagt hinn besti prófunarmarkaður fyrir svo margt í nýsköpun. Það á þó ekki endilega við um heilbrigðisgeirann. „Það eru alltaf einhverjir sem telja líklegra að það sé betra að fá lausnir erlendis frá, frekar en að horfa til einhverra nýrra íslenskra sprotafyrirtækja. Því leiddu mál þannig að við enduðum með að byrja fyrsta samstarfsverkefnið okkar í Kanada,“ segir Kjartan. Hvers vegna Kanada? „Það var verkefni sem íslenska sendiráðið í Kanada var að vinna með Nýfundnalandi, en verkefnið gekk út á nýsköpun í heilbrigðisgeiranum. Við ákváðum að slá til og taka þátt en líka að sýna í verki að Prescriby væri alvöru. Að við værum í þessari vinnu af heilum hug.“ Úr varð að Kjartan fór til Nýfundnalands og dvaldi þar í um mánuð. Sem meðal annars skýrir út hvers vegna annar af tveimur með stofnendum hans er þaðan, því að Prescriby standa auk Kjartans Jóhann Ingi Torfason tölvunarfræðingur og lögfræðingur og Kevin Oram, kanadískur fyrrverandi stjórnandi rannsókna- og nýsköpunar heilbrigðiskerfisins á Nýfundnalandi. Kjartan viðurkennir að vissulega hafi það falið í sér meira starfsöryggi að vera læknir á Landspítalanum frekar en framkvæmdastjóri í sprotafyrirtæki. En Prescriby teymið ætlar sér stóra hluti. Kanadamenn voru þeir fyrstu til að innleiða kerfið og síðan Ísland, en sérstaklega er horft til Bandaríkjanna þar sem ópíuóðfaraldurinn geisar af miklum alvarleika.Prescriby Sjúklingurinn í forgrunni, ekki kerfið Til að setja atburðarrásina í tímalínu má nefna að hakkaþonið sem fæddi af sér vefsíðuna nidurtroppun.is var haldið í mars 2019, en Kjartan segir þá vefsíðu í raun upphafið af því sem síðar varð. Prescriby var stofnað árið 2020 og fyrstu styrkirnir hlutust þá. Í lok árs voru fyrstu hugbúnaðarlausnirnar tilbúnar en Kjartan segir notendaprófanir hafa verið unnar í samstarfi við bæði heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga. „Vefsíðan nidurtroppun.is hefur verið notuð yfir tíu þúsund sinnum til að búa til meðferðaráætlun. Það eitt og sér sýnir hversu stórt tækifæri er til staðar því staðan eins og hún er núna, er í raun besta ábendingin til okkar um að eitthvað þarf að gera,“ segir Kjartan og bætir við: „En það er mikilvægt að svona kerfið sé notendavænt fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Því meðferðaráætlunin sem unnin er eftir verður að vera raunhæf. Því miður er staðan sú að flest kerfi í heilbrigðisgeiranum eru ekki hönnuð með sjúklinginn og heilbrigðisstarfsmanninn sjálfan í forgrunni.“ Kjartan segir stöðuna í Bandaríkjunum það alvarlega þegar kemur að ópíóðafíkn að eðlilegt sé að horfa þangað til lengri tíma litið. „Það þarf hins vegar helst að búa í Bandaríkjunum til að koma svona fyrirtæki almennilega á laggirnar og satt best að segja var ég ekki tilbúinn í það.“ Þegar kerfið var komið í gagnið með samstarfsaðilum í Kanada, opnuðust þó dyr á Íslandi og hófst því samstarf til innleiðingar og notkun á kerfinu í samstarfi við heilsugæslur og apótek á Íslandi í fyrra og fór kerfið í notkun nú fyrr á þessu ári. Í framtíðinni sé ég samt fyrir mér að það verði hluti af okkar öryggismenningu að heilbrigðiskerfið þurfi að nota kerfi eins og okkar þegar ópíóðum og áhættusömum lyfjum er ávísað. Að sjúklingar fái ekki svona lyfjagjöf nema þeim sé tryggður stuðningur við að trappa sig niður í notkun þeirra og fái örugga eftirfylgd.“ Aðspurður um framtíðina segir Kjartan að kannski endi hann bara eins og Kári Stef; verði samofin fyrirtækinu og velgengni þess. Sjálfur er hann sannfærður um að í framtíðinni verði heilsbrigðisfólki skylt að nota kerfi eins og Prescriby þegar ópíóðum er ávísað. Því eðlilegt sé að hjálpa fólki að hætta á þeim, það sé hluti af þeirri öryggismenningu sem fólk þarf að geta treyst á.Vísir/Vilhelm Endar eins og Kári Stef… En lífið er ekki bara vinna og forvitnilegt að heyra hvernig Kjartan sér fyrir sér læknahlutverkið eða framtíðina. Sjálfur segist hann upplifa sig sem lækni frekar en framkvæmdastjóra. „En ég myndi samt segja læknir og frumkvöðull.“ Eins og gefur að skilja er sprotaumhverfið mjög ólíkt því að vera læknir á Landspítalanum. „Í raun er hefðbundið læknastarf eitt besta starfsöryggi sem þú getur búið við. Það liggur alveg fyrir að það verður alltaf vöntun á læknum.“ En Prescriby á hug Kjartans allan þessa dagana og sem dæmi má nefna, er hann nýkomin heim úr fjögurra vikna ferð í Bandaríkjunum þar sem hann ferðaðist um með öðru heilbrigðisfólki til þess að kortleggja stöðuna og ræða lausnir gegn ópíóíðafaraldrinum. „Ég hef samt síðustu ár reynt að starfa tvo til þrjá daga í mánuði sem héraðslæknir á Austfjörðum,“ segir Kjartan en vert er að taka það fram að hann segist þó ekki eiga rætur þangað. „Ég bara heillaðist af svæðinu þegar ég starfaði þar um tíma.“ Kjartan segist hiklaust mæla með því að fólk sem er með frábæra hugmynd reyni að fylgja henni eftir í nýsköpun, hafi það færi á því. Þótt það geti reynt á, Nei-in séu jafnvel mörg og þrautseigjan þurfi svo sannarlega að vera til staðar. „Ég hélt lengi vel að það væri ekki til meira álag í starfi en í heilbrigðisgeiranum. Í dag er ég hins vegar kominn á það að það sé sambærilegt í sprota- og nýsköpunarumhverfinu. Þótt það sé svo sem ólíkt álag í eðli sínu.“ En horfum tíu ár fram í tímann eða jafnvel lengra og ímyndum okkur að sú veröld sé orðin að veruleika að heilbrigðisyfirvöld séu sem víðast farin að tryggja sjúklingum öryggisvernd með kerfum eins og Prescriby. Hvernig sæir þú fyrir þér að lífið þitt væri þá? „Ætli ég endi ekki bara eins og Kári Stefánsson, verð samofinn fyrirtækinu og velgengni þess,“ svarar Kjartan og hlær. En bætir við: „Eða að ef sú staða kæmi upp að Prescriby yrði selt og annar aðili tæki við brúnni, að ég myndi snúa mér aftur að læknastörfunum, flytja austur og læra smíðar. Þannig að í frístundum væri ég í bátasmíði.“ Myndir þú mæla með því að fólk með frábæra hugmynd í nýsköpun, myndi reyna að láta á hugmyndina reyna, þótt það færi úr 100% öruggu starfsumhverfi? „Já hiklaust, ef hugsjónin er til staðar. Því oft er það bara hræðslan sem heftir okkur. Oft ímynda ég mér: Hvernig mun ég hugsa þegar ég er orðin 85 ára og kominn á Hrafnistu? Mun ég sjá eftir einhverju, til dæmis það að hafa ekki gert eitthvað?“ nefnir Kjartan sem dæmi um hversu mikilvægt það er að nýta öll þau tækifæri sem lífið mögulega gefur okkur. Mín reynsla er sú að við erum heppnasta fólk í heimi að búa á Íslandi. Því Ísland er öruggasta landið, hér er frábært velferðarkerfi og þetta er lítið samfélag. Það eru því fáir staðir betri en Ísland til að reyna að láta á hugmyndina reyna ef þú hefur sterka sannfæringu fyrir því að hún sé góð. Stóra málið er að horfast í augu við hræðsluna og þá er gott að velta því fyrir sér hvort við séum ekki örugglega að gera allt sem okkur langar til, þannig að við séum ánægð með lífshlaupið síðar meir þegar við horfum til baka.“
Heilsa Fíkn Lyf Heilbrigðismál Starfsframi Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 Selja í milljónavís: „Leit vel út en var eins og leðja, dísæt og beisk“ „Ég hafði oft tínt bláber með krökkunum og sultað, en fundist sykurmagnið rosalega mikið í sultugerðinni. Þannig að einn daginn hugsaði ég með mér: Við með allt þetta sætuefni hljótum að geta gert betur,“ segir Garðar Stefánsson forstjóri Good Good þegar hann rifjar upp fyrstu sultugerð fyrirtækisins. 26. febrúar 2024 07:00 Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla“ „Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu. 8. febrúar 2024 07:01 Öll familían alltaf að tala um vinnuna, líka mamma og pabbi „Nei alls ekki,“ svarar Hrafnhildur Hermannsdóttir aðspurð um það hvort eiginmaðurinn Kristófer Júlíus Leifsson, annar stofnandi Eldum rétt, hafi þá strax verið svona góður í að elda. 27. nóvember 2023 07:01 „Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum“ „Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum,“ segir Margrét Vilborg Bjarnadóttir einn stofnenda PayAnalytics sem á dögunum hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2023. 1. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00
Selja í milljónavís: „Leit vel út en var eins og leðja, dísæt og beisk“ „Ég hafði oft tínt bláber með krökkunum og sultað, en fundist sykurmagnið rosalega mikið í sultugerðinni. Þannig að einn daginn hugsaði ég með mér: Við með allt þetta sætuefni hljótum að geta gert betur,“ segir Garðar Stefánsson forstjóri Good Good þegar hann rifjar upp fyrstu sultugerð fyrirtækisins. 26. febrúar 2024 07:00
Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla“ „Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu. 8. febrúar 2024 07:01
Öll familían alltaf að tala um vinnuna, líka mamma og pabbi „Nei alls ekki,“ svarar Hrafnhildur Hermannsdóttir aðspurð um það hvort eiginmaðurinn Kristófer Júlíus Leifsson, annar stofnandi Eldum rétt, hafi þá strax verið svona góður í að elda. 27. nóvember 2023 07:01
„Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum“ „Að vera íslensk vekur stundum athygli en lokar engum dílum,“ segir Margrét Vilborg Bjarnadóttir einn stofnenda PayAnalytics sem á dögunum hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2023. 1. nóvember 2023 07:00