Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2024 12:48 Frá því þegar annar ofurstinn var handtekinn. SBU Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. Tveir ofurstar í öryggissveit Úkraínu sem sér um að tryggja öryggi ráðamanna þar í landi hafa verið handteknir vegna málsins, auk annarra. Þeir eru sakaðir um að hafa leitað að mönnum í lífvarðasveit Selenskís sem væru tilbúnir til að ræna forsetanum og myrða hann. Ofurstarnir eru einnig sagðir hafa ætlað að reyna að ráða Vasíl Malíjúk, yfirmann úkraínsku leyniþjónustunnar SBU, og Kíríló Búdanóv, yfirmann leyniþjónustu úkraínska hersins, GUR, af dögum, auk annarra háttsettra embættismanna. Malíjúk segir að aðgerðin hafi átt að vera gjöf til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, vegna innsetningarathafnar hans í dag. Þess í stað hafi hún misheppnast. Hann varaði þó við því að vanmeta styrk og reynslu Rússa. Sjá einnig: Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður SBU birti í morgun tólf mínútna langt myndband á samfélagsmiðlum þar sem farið er yfir málið og myndir birtar af vopnum, svo eitthvað sé nefnt. Myndbandið er á úkraínsku. Forsvarsmenn SBU segja að annar ofurstanna hafi keypt vopn, sprengjur og dróna vegna banatilræðanna. Hann hafi verið hleraður þegar hann ræddi við aðila á vegum FSB í Rússlandi. Samkvæmt SBU áttu ofurstarnir að fá fúlgur fjár að launum en þeir eru báðir sagðir hafa verið ráðnir af Rússum fyrir innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. Þar kemur fram að áætlunin um að ráða Búdanóv af dögum hafi snúist um að leka upplýsingum um staðsetningu hans og gera árás á þá byggingu með eldflaugum. Þá átti að nota dróna til að frekari árásir á bygginguna og þá sem lifðu af og skjóta fleiri eldflaugum. Vólídímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður hafa meðal skotmarka útsendara Rússlands.AP/Vadim Ghirda Hafa áhyggjur af leynilegum aðgerðum Rússa Stutt er síðan pólskur maður var handtekinn í tengslum við meint áform rússneskra yfirvalda um að ráða Selenskí af dögum. Maðurinn er sakaður um að hafa ætlað að útvega Rússum upplýsingar um öryggi á flugvelli nærri landamærum Úkraínu, þar sem Selenskí er tíður gestur. Mikið magn hergagna fer um þennan flugvöll á leið til Úkraínu. Financial Times sagði frá því um helgina að ráðamenn á Vesturlöndum og forsvarsmenn leyniþjónusta í Evrópu hefðu auknar áhyggjur af því að Rússar væru að skipuleggja skemmdarverk og annars konar leynilegar aðgerðir í Evrópu og víðar. Meðal annars væru Rússar að undirbúa sprengjuárásir og íkveikjur í Evrópu. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Tveir ofurstar í öryggissveit Úkraínu sem sér um að tryggja öryggi ráðamanna þar í landi hafa verið handteknir vegna málsins, auk annarra. Þeir eru sakaðir um að hafa leitað að mönnum í lífvarðasveit Selenskís sem væru tilbúnir til að ræna forsetanum og myrða hann. Ofurstarnir eru einnig sagðir hafa ætlað að reyna að ráða Vasíl Malíjúk, yfirmann úkraínsku leyniþjónustunnar SBU, og Kíríló Búdanóv, yfirmann leyniþjónustu úkraínska hersins, GUR, af dögum, auk annarra háttsettra embættismanna. Malíjúk segir að aðgerðin hafi átt að vera gjöf til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, vegna innsetningarathafnar hans í dag. Þess í stað hafi hún misheppnast. Hann varaði þó við því að vanmeta styrk og reynslu Rússa. Sjá einnig: Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður SBU birti í morgun tólf mínútna langt myndband á samfélagsmiðlum þar sem farið er yfir málið og myndir birtar af vopnum, svo eitthvað sé nefnt. Myndbandið er á úkraínsku. Forsvarsmenn SBU segja að annar ofurstanna hafi keypt vopn, sprengjur og dróna vegna banatilræðanna. Hann hafi verið hleraður þegar hann ræddi við aðila á vegum FSB í Rússlandi. Samkvæmt SBU áttu ofurstarnir að fá fúlgur fjár að launum en þeir eru báðir sagðir hafa verið ráðnir af Rússum fyrir innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. Þar kemur fram að áætlunin um að ráða Búdanóv af dögum hafi snúist um að leka upplýsingum um staðsetningu hans og gera árás á þá byggingu með eldflaugum. Þá átti að nota dróna til að frekari árásir á bygginguna og þá sem lifðu af og skjóta fleiri eldflaugum. Vólídímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður hafa meðal skotmarka útsendara Rússlands.AP/Vadim Ghirda Hafa áhyggjur af leynilegum aðgerðum Rússa Stutt er síðan pólskur maður var handtekinn í tengslum við meint áform rússneskra yfirvalda um að ráða Selenskí af dögum. Maðurinn er sakaður um að hafa ætlað að útvega Rússum upplýsingar um öryggi á flugvelli nærri landamærum Úkraínu, þar sem Selenskí er tíður gestur. Mikið magn hergagna fer um þennan flugvöll á leið til Úkraínu. Financial Times sagði frá því um helgina að ráðamenn á Vesturlöndum og forsvarsmenn leyniþjónusta í Evrópu hefðu auknar áhyggjur af því að Rússar væru að skipuleggja skemmdarverk og annars konar leynilegar aðgerðir í Evrópu og víðar. Meðal annars væru Rússar að undirbúa sprengjuárásir og íkveikjur í Evrópu.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira