Málið hefur velkst um í austurríska dómskerfinu síðustu mánuði. Í janúar úrskurðaði dómstóll að Fritzl skyldi fluttur af réttargeðdeildinni, þar sem hann hefur afplánað dóminn, í venjulegt fangelsi. Málinu var svo áfrýjað sem lauk með að úrskurðurinn var felldur úr gildi í mars.
Nú greinir Reuters frá því að annar dómstóll hafi úrskurðað að Fritzl skuli fluttur í venjulegt fangelsi. Astrid Wagner, lögmaður Fritzl, segir að farið verði fram á að reynslulausn.
Hann var á sínum tíma sakfelldur fyrir nauðgun, vanrækslu og manndráp, en eitt barnanna lést vegna vanrækslu.
Austurríkir fjölmiðlar segja að heilsu Fritzl fari hrakandi og að hann glími við heilabilun á frumstigi.
Fritzl breytti fyrir nokkru um nafn en nýtt nafn hans hefur ekki verið gert opinbert.