Horfa á bíómyndir og senda tölvupósta á meðan þeir keyra Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. maí 2024 23:01 Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ívar Notkun samfélagsmiðla við akstur er sívaxandi vandamál að mati lögreglu. Vel er fylgst með símanotkun ökumanna þessa dagana auk þess sem fjölmargir hafa að undanförnu fengið himinháa sekt vegna nagladekkja. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun telur að símanotkun sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum. Þeir sem noti síma við akstur séu allt að fjórum sinnum líklegra til að lenda í slysi. Samgöngustofa og Sjóvá hrundu af stað herferð á dögunum með yfirskriftinni: Ekki taka skjáhættuna. Lögreglan, sem kannast vel við þetta vandamál, ákvað að taka þátt í átakinu. „Þetta er náttúrulega bara lögbrot. Það er skýrt í umferðarlögum að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar er bannaður. Þannig við ákváðum að hoppa á vagninn með Samgöngustofu og erum að horfa mikið á þetta þessa dagana,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ökumenn séu of mikið í því að tala í símann en auk þess sé vaxandi notkun samfélagsmiðla áhyggjuefni. Fólk sé að senda tölvupósta eða jafnvel horfa á kvikmyndir á meðan það er að keyra sem Árni segir algjörlega glórulaust. Fjörutíu þúsund króna sekt Stundum virðist sá misskilningur ríkja að það sé í lagi að nota símann undir ákveðnum kringumstæðum, til dæmis sem vegvísi. Árni segir það af og frá. „Ef þú notar þetta sem vegvísi áttu að stilla símann áður en þú ferð af stað. Þú getur haft símann opinn en þú mátt ekki nota hann.” Það sem við sjáum líka talsvert er að fólk heldur á símanum og talar í hann í gegnum hátalarakerfið. Það er bara notkun án handfrjáls búnaðar og við kærum hiklaust fyrir það. Sektin fyrir að nota símann undir stýri er fjörutíu þúsund krónur. En farsímanotkun er ekki það eina sem lögregla hugar að þessa dagana. Nú er tími nagladekkja liðinn og grannt er fylgst með. „Síðan 13. maí höfum við verið að fylgjast vel með þessum málum og höfum sektað og kært tuttugu og níu ökumenn. Sektin er töluverð, tuttugu þúsund krónur á dekk. Flest ökutæki eru með fjögur dekk svo þetta er heilmikil upphæð,” segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri. Samgöngur Bílar Umferðaröryggi Lögreglumál Slysavarnir Tengdar fréttir Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. 13. maí 2024 09:29 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun telur að símanotkun sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum. Þeir sem noti síma við akstur séu allt að fjórum sinnum líklegra til að lenda í slysi. Samgöngustofa og Sjóvá hrundu af stað herferð á dögunum með yfirskriftinni: Ekki taka skjáhættuna. Lögreglan, sem kannast vel við þetta vandamál, ákvað að taka þátt í átakinu. „Þetta er náttúrulega bara lögbrot. Það er skýrt í umferðarlögum að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar er bannaður. Þannig við ákváðum að hoppa á vagninn með Samgöngustofu og erum að horfa mikið á þetta þessa dagana,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ökumenn séu of mikið í því að tala í símann en auk þess sé vaxandi notkun samfélagsmiðla áhyggjuefni. Fólk sé að senda tölvupósta eða jafnvel horfa á kvikmyndir á meðan það er að keyra sem Árni segir algjörlega glórulaust. Fjörutíu þúsund króna sekt Stundum virðist sá misskilningur ríkja að það sé í lagi að nota símann undir ákveðnum kringumstæðum, til dæmis sem vegvísi. Árni segir það af og frá. „Ef þú notar þetta sem vegvísi áttu að stilla símann áður en þú ferð af stað. Þú getur haft símann opinn en þú mátt ekki nota hann.” Það sem við sjáum líka talsvert er að fólk heldur á símanum og talar í hann í gegnum hátalarakerfið. Það er bara notkun án handfrjáls búnaðar og við kærum hiklaust fyrir það. Sektin fyrir að nota símann undir stýri er fjörutíu þúsund krónur. En farsímanotkun er ekki það eina sem lögregla hugar að þessa dagana. Nú er tími nagladekkja liðinn og grannt er fylgst með. „Síðan 13. maí höfum við verið að fylgjast vel með þessum málum og höfum sektað og kært tuttugu og níu ökumenn. Sektin er töluverð, tuttugu þúsund krónur á dekk. Flest ökutæki eru með fjögur dekk svo þetta er heilmikil upphæð,” segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri.
Samgöngur Bílar Umferðaröryggi Lögreglumál Slysavarnir Tengdar fréttir Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. 13. maí 2024 09:29 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. 13. maí 2024 09:29