Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2024 19:11 Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti meðfylgjandi mynd af æfingum rússneskra hermanna með eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn í dag. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins í dag segir að fyrsta stig kjarnorkuvopnaæfinganna snúist um notkun Iskander eldflaugar Rússa, sem eru skammdrægar skotflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Hermenn æfa sig í því að koma kjarnorkuoddum fyrir á þessum skotflaugum og flytja þær á skotstaði. Þá munu sveitir flughers Rússlands eiga í sambærilegum æfingum með Kinzhal eldflaugar, sem eru ofurhljóðfráar skotflaugar sem skotið er af stað með orrustuþotum. Ítrekað er í tilkynningunni að æfingarnar séu til komnar, að hluta til, vegna „ögrandi“ ummæla og hótana ráðamanna á Vesturlöndum. Þar er vísað til ummæla frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, frá því fyrr í mánuðinum. Þá sagði Macron að ekki mætti útiloka að senda hermenn til Úkraínu og Cameron sagði Úkraínumenn hafa leyfi til að nota bresk vopn til árása í Rússlandi. Í kjölfar þeirra ummæla tilkynntu ráðamenn í Rússlandi að fara ætti í æfingar með taktísk kjarnorkuvopn ríkisisins. Rússar halda reglulega æfingar með kjarnorkuvopn sín, eins og önnur ríki sem eiga slík vopn gera. Þegar Rússar lýstu því yfir fyrr í mánuðinum að haldnar yrðu æfingar með taktísk kjarnorkuvopn, var það í fyrsta sinn sem það var tilkynnt með opinberum hætti. „Taktísk“ kjarnorkuvopn eru smærri kjarnorkuvopn en þau hefðbundnu og voru hönnuð á tímum Kalda stríðsins. Þar sem hefðbundnum kjarnorkuvopnum er ætlað að granda borgum, iðnaðarsvæðum og öðrum sambærilegum skotmörkum, var taktískum vopnum ætlað að brjóta leiðir í gegnum varnarlínur Atlantshafsbandalagsins. Hægt er að varpa þeim úr lofti, skjóta með eldflaugum eða með stórskotaliðsvopnum. Sjá einnig: „Vopnin eru til þess að nota þau“ Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa ráðamenn þar ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna. Það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblöðum. Hótunum þessum hefur að miklu leyti verið ætlað að draga úr vilja Vesturlanda til að standa við bakið á Úkraínumönnum. Nota vexti af frystum eigum til hergagnakaupa Opinberað var í dag að leiðtogar Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um að nota vexti frá eignum Seðlabanka Rússlands, sem frystar hafa verið í Evrópu, til að greiða fyrir hergagnakaup handa Úkraínumönnum eða hjálpa þeim með öðrum hætti. Um þrjú hundruð milljarðar dala af eigum Rússa voru frystar af leiðtogum G7 ríkjanna svokölluðu skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu í byrjun árs 2022. Síðan þá hefur verið deilt um hvort og þá hvernig nota eigi þá fjármuni til að aðstoða Úkraínumenn. Samkvæmt Reuters náðist samkomulagið fyrr í þessum mánuði en á eftir að samþykkja það með formlegum hætti. Samkomulagið felur í sér að níutíu prósent af vöxtunum fari í sjóð á vegum ESB sem notaður er til hergagnakaupa og að tíu prósent muni fara í að aðstoða Úkraínumenn á annan hátt. Áætlað er að um sé að ræða allt að tuttugu milljarða evra til ársins 2027. Það samsvarar rúmum þremur billjónum króna. Ráðamenn í Kreml hafa ítrekað varað við hörðum viðbrögðum við aðgerðum sem þessum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46 Aldraður eðlisfræðingur sendur í gúlagið fyrir landráð Rússneskur dómstóll dæmdi eðlisfræðing á áttræðisaldri í fjórtán ára í fanganýlendu fyrir landráð. Vísindamaðurinn er sagður hafa unnið að rannsóknum sem tengdust þróun hljóðfrárra flugskeyta. 21. maí 2024 10:57 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins í dag segir að fyrsta stig kjarnorkuvopnaæfinganna snúist um notkun Iskander eldflaugar Rússa, sem eru skammdrægar skotflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Hermenn æfa sig í því að koma kjarnorkuoddum fyrir á þessum skotflaugum og flytja þær á skotstaði. Þá munu sveitir flughers Rússlands eiga í sambærilegum æfingum með Kinzhal eldflaugar, sem eru ofurhljóðfráar skotflaugar sem skotið er af stað með orrustuþotum. Ítrekað er í tilkynningunni að æfingarnar séu til komnar, að hluta til, vegna „ögrandi“ ummæla og hótana ráðamanna á Vesturlöndum. Þar er vísað til ummæla frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, frá því fyrr í mánuðinum. Þá sagði Macron að ekki mætti útiloka að senda hermenn til Úkraínu og Cameron sagði Úkraínumenn hafa leyfi til að nota bresk vopn til árása í Rússlandi. Í kjölfar þeirra ummæla tilkynntu ráðamenn í Rússlandi að fara ætti í æfingar með taktísk kjarnorkuvopn ríkisisins. Rússar halda reglulega æfingar með kjarnorkuvopn sín, eins og önnur ríki sem eiga slík vopn gera. Þegar Rússar lýstu því yfir fyrr í mánuðinum að haldnar yrðu æfingar með taktísk kjarnorkuvopn, var það í fyrsta sinn sem það var tilkynnt með opinberum hætti. „Taktísk“ kjarnorkuvopn eru smærri kjarnorkuvopn en þau hefðbundnu og voru hönnuð á tímum Kalda stríðsins. Þar sem hefðbundnum kjarnorkuvopnum er ætlað að granda borgum, iðnaðarsvæðum og öðrum sambærilegum skotmörkum, var taktískum vopnum ætlað að brjóta leiðir í gegnum varnarlínur Atlantshafsbandalagsins. Hægt er að varpa þeim úr lofti, skjóta með eldflaugum eða með stórskotaliðsvopnum. Sjá einnig: „Vopnin eru til þess að nota þau“ Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa ráðamenn þar ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna. Það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblöðum. Hótunum þessum hefur að miklu leyti verið ætlað að draga úr vilja Vesturlanda til að standa við bakið á Úkraínumönnum. Nota vexti af frystum eigum til hergagnakaupa Opinberað var í dag að leiðtogar Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um að nota vexti frá eignum Seðlabanka Rússlands, sem frystar hafa verið í Evrópu, til að greiða fyrir hergagnakaup handa Úkraínumönnum eða hjálpa þeim með öðrum hætti. Um þrjú hundruð milljarðar dala af eigum Rússa voru frystar af leiðtogum G7 ríkjanna svokölluðu skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu í byrjun árs 2022. Síðan þá hefur verið deilt um hvort og þá hvernig nota eigi þá fjármuni til að aðstoða Úkraínumenn. Samkvæmt Reuters náðist samkomulagið fyrr í þessum mánuði en á eftir að samþykkja það með formlegum hætti. Samkomulagið felur í sér að níutíu prósent af vöxtunum fari í sjóð á vegum ESB sem notaður er til hergagnakaupa og að tíu prósent muni fara í að aðstoða Úkraínumenn á annan hátt. Áætlað er að um sé að ræða allt að tuttugu milljarða evra til ársins 2027. Það samsvarar rúmum þremur billjónum króna. Ráðamenn í Kreml hafa ítrekað varað við hörðum viðbrögðum við aðgerðum sem þessum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46 Aldraður eðlisfræðingur sendur í gúlagið fyrir landráð Rússneskur dómstóll dæmdi eðlisfræðing á áttræðisaldri í fjórtán ára í fanganýlendu fyrir landráð. Vísindamaðurinn er sagður hafa unnið að rannsóknum sem tengdust þróun hljóðfrárra flugskeyta. 21. maí 2024 10:57 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46
Aldraður eðlisfræðingur sendur í gúlagið fyrir landráð Rússneskur dómstóll dæmdi eðlisfræðing á áttræðisaldri í fjórtán ára í fanganýlendu fyrir landráð. Vísindamaðurinn er sagður hafa unnið að rannsóknum sem tengdust þróun hljóðfrárra flugskeyta. 21. maí 2024 10:57
Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00