Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2024 07:50 Lögreglumenn hylja lík manns sem lést þegar sprengja lenti á byggingarvöruverslun í Karkív í gær. Vísir/AP Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. Tveimur sprengjum var beint að markaðnum sem er í íbúðabyggð. Árásin átti sér stað seinni partinn í gær. Í kjölfar sprenginganna leystist út mikill eldur og svartur reykur lá í kjölfar yfir allt hverfið og hátt upp í loft. Alls eru 43 særð og í yfirlýsingu saksóknara í morgun kom fram að ekki væri enn búið að bera kennsla á tíu af þeim tólf sem eru látin. Alls tók um 16 klukkutíma að slökkva eldinn sem náði yfir um 13 þúsund fermetra. Það tók um 16 klukkutíma að slökkva eldinn. Vísir/EPA „Ég var í vinnunni. Ég heyrði fyrsta skotið og… ég féll til jarðar með samstarfsmanni mínum. Það var svo önnur árás og brakið lenti ofan á okkur. Við byrjuðum þá að skríða upp,“ er haft eftir starfsmanni verslunarinnar Dmytro Syrotenko í frétt Reuters. Öðru flugskeyti var svo skotið á íbúðarhúsnæði seint í gær í borginni. Um 25 eru sögð særð eftir árásina. Flugskeytið skildi eftir sig sjö metra djúpa holu við bygginguna. Fram kemur í frétt Reuters að viðbragðsaðilar hafi reglulega þurft að hörfa frá vettvangi beggja árása vegna ótta við fleiri slíkar. Borgarstjóri Karkív, Ihor Terekhov, sagði í gær að um 120 manns hefðu verið inni í byggingavöruversluninni þegar sprengjan lenti á henni. „Árásinni var beint að verslunarmiðstöðinni, sem var mjög fjölmenn. Þetta eru greinilega hryðjuverk,“ sagði hann í gær. 16 enn saknað Innanríkisráðherra Úkraínu, Ihor Klymenko, sagði svo í tilkynningu á Telegram í morgun að enn væri 16 saknað. Í umfjöllun um árásina á vef Reuters segir að síðustu vikuna hafi Rússar aukið við loftárásir sínar í Karkív. Rússneskir hermenn hafi ráðist yfir landamærin og þannig opnað nýja leið inn í borgina. Sprengjuárásum hefur þó ekki linnt á Karkív allt frá því að innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022. Borgin er í 30 kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands. Forseti Úkraínu biðlaði til leiðtoga vestrænna ríkja að styðja betur við loftvarnir Úkraínu. View this post on Instagram A post shared by Володимир Зеленський (@zelenskyy_official) Hann sagði árásina „enn eitt dæmið um geðveiki Rússa.“ Það sé engin önnur leið til að lýsa því. „Þegar við segjum leiðtogum heimsins að Úkraínu þurfi fullnægjandi loftvarnir, þegar við segjumst þurfa fullnægjandi aðferðir til að geta varið fólkið okkar, svo að rússneskir hryðjuverkamenn geti ekki nálgast landamærin okkar, þá erum við ekki að tala um að leyfa loftárásum eins og þessum að gerast,“ sagði Selenskíj í ávarpi sínu í gær. Svartan reyk lagði upp frá versluninni þegar kviknaði í eftir að sprengjan lenti á henni. Vísir/EPA Hann greindi svo frá því síðar um kvöldið að kveikt hefði verið á loftvarnaflautum og þær hafðar í gangi í tólf tíma. Að aðgerðum við verslunina hefðu komið allt að 200 viðbragðsaðilar og 400 lögreglumenn. Forseti Frakklands sagði árásina „óásættanlega“ á samfélagsmiðlinum X. Russian strikes on a shopping mall in Kharkiv have resulted in many victims, including children, women, men. Families. This is unacceptable.France shares the grief of the Ukrainians and remains fully mobilized by their side.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) May 25, 2024 Hinum megin við landamærin var svo greint frá því að fjórir rússneskir borgarar hefðu látið lífið í árásum Úkraínumann. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Frakkland Úkraína Tengdar fréttir Fjölda saknað eftir loftárás á byggingavöruverslun Rússneskar eldflaugar hæfðu stóra byggingarvöruverslun í Karkív fyrr í dag og ollu miklum skaða. Að minnsta kosti tveir létu lífið og myndefni frá vettvangi sýnir stærðarinnar eldsvoða loga í versluninni. 25. maí 2024 15:50 Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42 Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. 23. maí 2024 10:54 Saka Rússa um að skapa ótta á Eystrasalti Ráðherrar ríkja við Eystrasalt segja tilburði Rússa til að breyta mörkum hafsvæða þar hluta af óhefðbundnum hernaði þeirra gegn Evrópu og NATO sem sé ætlað að valda ótta og óvissu. Rússar segja ekkert „pólitískt“ við breytingarnar. 22. maí 2024 12:05 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Tveimur sprengjum var beint að markaðnum sem er í íbúðabyggð. Árásin átti sér stað seinni partinn í gær. Í kjölfar sprenginganna leystist út mikill eldur og svartur reykur lá í kjölfar yfir allt hverfið og hátt upp í loft. Alls eru 43 særð og í yfirlýsingu saksóknara í morgun kom fram að ekki væri enn búið að bera kennsla á tíu af þeim tólf sem eru látin. Alls tók um 16 klukkutíma að slökkva eldinn sem náði yfir um 13 þúsund fermetra. Það tók um 16 klukkutíma að slökkva eldinn. Vísir/EPA „Ég var í vinnunni. Ég heyrði fyrsta skotið og… ég féll til jarðar með samstarfsmanni mínum. Það var svo önnur árás og brakið lenti ofan á okkur. Við byrjuðum þá að skríða upp,“ er haft eftir starfsmanni verslunarinnar Dmytro Syrotenko í frétt Reuters. Öðru flugskeyti var svo skotið á íbúðarhúsnæði seint í gær í borginni. Um 25 eru sögð særð eftir árásina. Flugskeytið skildi eftir sig sjö metra djúpa holu við bygginguna. Fram kemur í frétt Reuters að viðbragðsaðilar hafi reglulega þurft að hörfa frá vettvangi beggja árása vegna ótta við fleiri slíkar. Borgarstjóri Karkív, Ihor Terekhov, sagði í gær að um 120 manns hefðu verið inni í byggingavöruversluninni þegar sprengjan lenti á henni. „Árásinni var beint að verslunarmiðstöðinni, sem var mjög fjölmenn. Þetta eru greinilega hryðjuverk,“ sagði hann í gær. 16 enn saknað Innanríkisráðherra Úkraínu, Ihor Klymenko, sagði svo í tilkynningu á Telegram í morgun að enn væri 16 saknað. Í umfjöllun um árásina á vef Reuters segir að síðustu vikuna hafi Rússar aukið við loftárásir sínar í Karkív. Rússneskir hermenn hafi ráðist yfir landamærin og þannig opnað nýja leið inn í borgina. Sprengjuárásum hefur þó ekki linnt á Karkív allt frá því að innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022. Borgin er í 30 kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands. Forseti Úkraínu biðlaði til leiðtoga vestrænna ríkja að styðja betur við loftvarnir Úkraínu. View this post on Instagram A post shared by Володимир Зеленський (@zelenskyy_official) Hann sagði árásina „enn eitt dæmið um geðveiki Rússa.“ Það sé engin önnur leið til að lýsa því. „Þegar við segjum leiðtogum heimsins að Úkraínu þurfi fullnægjandi loftvarnir, þegar við segjumst þurfa fullnægjandi aðferðir til að geta varið fólkið okkar, svo að rússneskir hryðjuverkamenn geti ekki nálgast landamærin okkar, þá erum við ekki að tala um að leyfa loftárásum eins og þessum að gerast,“ sagði Selenskíj í ávarpi sínu í gær. Svartan reyk lagði upp frá versluninni þegar kviknaði í eftir að sprengjan lenti á henni. Vísir/EPA Hann greindi svo frá því síðar um kvöldið að kveikt hefði verið á loftvarnaflautum og þær hafðar í gangi í tólf tíma. Að aðgerðum við verslunina hefðu komið allt að 200 viðbragðsaðilar og 400 lögreglumenn. Forseti Frakklands sagði árásina „óásættanlega“ á samfélagsmiðlinum X. Russian strikes on a shopping mall in Kharkiv have resulted in many victims, including children, women, men. Families. This is unacceptable.France shares the grief of the Ukrainians and remains fully mobilized by their side.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) May 25, 2024 Hinum megin við landamærin var svo greint frá því að fjórir rússneskir borgarar hefðu látið lífið í árásum Úkraínumann.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Frakkland Úkraína Tengdar fréttir Fjölda saknað eftir loftárás á byggingavöruverslun Rússneskar eldflaugar hæfðu stóra byggingarvöruverslun í Karkív fyrr í dag og ollu miklum skaða. Að minnsta kosti tveir létu lífið og myndefni frá vettvangi sýnir stærðarinnar eldsvoða loga í versluninni. 25. maí 2024 15:50 Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42 Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. 23. maí 2024 10:54 Saka Rússa um að skapa ótta á Eystrasalti Ráðherrar ríkja við Eystrasalt segja tilburði Rússa til að breyta mörkum hafsvæða þar hluta af óhefðbundnum hernaði þeirra gegn Evrópu og NATO sem sé ætlað að valda ótta og óvissu. Rússar segja ekkert „pólitískt“ við breytingarnar. 22. maí 2024 12:05 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Fjölda saknað eftir loftárás á byggingavöruverslun Rússneskar eldflaugar hæfðu stóra byggingarvöruverslun í Karkív fyrr í dag og ollu miklum skaða. Að minnsta kosti tveir létu lífið og myndefni frá vettvangi sýnir stærðarinnar eldsvoða loga í versluninni. 25. maí 2024 15:50
Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42
Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. 23. maí 2024 10:54
Saka Rússa um að skapa ótta á Eystrasalti Ráðherrar ríkja við Eystrasalt segja tilburði Rússa til að breyta mörkum hafsvæða þar hluta af óhefðbundnum hernaði þeirra gegn Evrópu og NATO sem sé ætlað að valda ótta og óvissu. Rússar segja ekkert „pólitískt“ við breytingarnar. 22. maí 2024 12:05