Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2024 16:08 Olexander Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, og Rustem Úmeróv, varnarmálaráðherra, á fjarfundi með varnarmálaráðherra Frakklands í dag. Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. Ráðamenn annarra ríkja, eins og Bandaríkjanna, hafa einnig til skoðunar að senda hermenn til Úkraínu þar sem þeir eiga að koma að þjálfun úkraínskra hermanna. Olexander Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, tilkynnti í dag að hann og Rustem Úmeróv, varnarmálaráðherra, hefðu rætt við Sebastien Lecornu, varnarmálaráðherra Frakklands. Fram hefði komið á fundi þessum að Frakkar séu fyrstir til að senda hermenn til Úkraínu. Sirskí segist telja að ákvörðun Frakka muni leiða til þess að ráðamenn fleirri ríkja muni taka sömu skref. Sirskí sagðist þegar hafa skrifað undir reglugerð um að frönskum hermönnum væri þegar heimilt að fara til Úkraínu og virða fyrir sér aðstæður. Lecornu sagði einnig frá fundinum á samfélagsmiðlum í dag en þar sagði hann að Frakkar ætluðu meðal annars að senda fleiri stórskotaliðsvopn og skotfæri til Úkraínu, auk flugskeyta í loftvarnarkerfi og langdrægar eld- og stýriflaugar. Point d’étape sur l’aide militaire 🇫🇷 à l'Ukraine avec mon homologue 🇺🇦 @rustem_umerov, suite au déplacement en Ukraine du @CEMA_FR :- CAESAR et munitions- Défense aérienne (missiles ASTER)- Frappes longue portée (SCALP et A2SM)Et pour préparer les futurs paquets d'aide. pic.twitter.com/62gQ5fpVpQ— Sébastien Lecornu (@SebLecornu) May 27, 2024 Hann nefndi ekki að senda ætti franska hermenn til Úkraínu. Tiltölulega stutt er síðan Emmanuel Macron, forseti Frakklands, viðraði þá skoðun sína að ráðamenn á Vesturlöndum ættu ekki að setja sjálfum sér rauðar línur fyrir Rússa og ekki útiloka að senda hermenn til Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi brugðust reiðir við þessum ummælum og tilkynntu í kjölfarið nýjar heræfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“. Þær æfingar voru haldnar í síðustu viku. Sjá einnig: Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Hingað til hafa úkraínskir nýliðar og kvaðmenn verið sendir til herbúða í Þýskalandi þar sem hermenn frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum hafa þjálfað þá í hernaði og í notkun vestrænna vopna sem senda hafa verið til Úkraínu. Þetta hefur meðal annars verið sagt í skoðun innan veggja Hvíta hússins. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki viljað taka þetta skref en mögulega gæti það breyst í kjölfar ákvörðunar Frakka. Rússar gera sjaldan árásir á vesturhluta Úkraínu en það gerist þó. Fari svo að bakhjarlar Úkraínu sendi hermenn til landsins vekur það upp spurningar um möguleg viðbrögð við því að einhverjir þeirra hermanna falli í árásum Rússa. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Hernaður Tengdar fréttir Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50 Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Ráðamenn annarra ríkja, eins og Bandaríkjanna, hafa einnig til skoðunar að senda hermenn til Úkraínu þar sem þeir eiga að koma að þjálfun úkraínskra hermanna. Olexander Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, tilkynnti í dag að hann og Rustem Úmeróv, varnarmálaráðherra, hefðu rætt við Sebastien Lecornu, varnarmálaráðherra Frakklands. Fram hefði komið á fundi þessum að Frakkar séu fyrstir til að senda hermenn til Úkraínu. Sirskí segist telja að ákvörðun Frakka muni leiða til þess að ráðamenn fleirri ríkja muni taka sömu skref. Sirskí sagðist þegar hafa skrifað undir reglugerð um að frönskum hermönnum væri þegar heimilt að fara til Úkraínu og virða fyrir sér aðstæður. Lecornu sagði einnig frá fundinum á samfélagsmiðlum í dag en þar sagði hann að Frakkar ætluðu meðal annars að senda fleiri stórskotaliðsvopn og skotfæri til Úkraínu, auk flugskeyta í loftvarnarkerfi og langdrægar eld- og stýriflaugar. Point d’étape sur l’aide militaire 🇫🇷 à l'Ukraine avec mon homologue 🇺🇦 @rustem_umerov, suite au déplacement en Ukraine du @CEMA_FR :- CAESAR et munitions- Défense aérienne (missiles ASTER)- Frappes longue portée (SCALP et A2SM)Et pour préparer les futurs paquets d'aide. pic.twitter.com/62gQ5fpVpQ— Sébastien Lecornu (@SebLecornu) May 27, 2024 Hann nefndi ekki að senda ætti franska hermenn til Úkraínu. Tiltölulega stutt er síðan Emmanuel Macron, forseti Frakklands, viðraði þá skoðun sína að ráðamenn á Vesturlöndum ættu ekki að setja sjálfum sér rauðar línur fyrir Rússa og ekki útiloka að senda hermenn til Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi brugðust reiðir við þessum ummælum og tilkynntu í kjölfarið nýjar heræfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“. Þær æfingar voru haldnar í síðustu viku. Sjá einnig: Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Hingað til hafa úkraínskir nýliðar og kvaðmenn verið sendir til herbúða í Þýskalandi þar sem hermenn frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum hafa þjálfað þá í hernaði og í notkun vestrænna vopna sem senda hafa verið til Úkraínu. Þetta hefur meðal annars verið sagt í skoðun innan veggja Hvíta hússins. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki viljað taka þetta skref en mögulega gæti það breyst í kjölfar ákvörðunar Frakka. Rússar gera sjaldan árásir á vesturhluta Úkraínu en það gerist þó. Fari svo að bakhjarlar Úkraínu sendi hermenn til landsins vekur það upp spurningar um möguleg viðbrögð við því að einhverjir þeirra hermanna falli í árásum Rússa.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Hernaður Tengdar fréttir Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50 Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50
Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42
Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00