Málið eigi ekki að rýra traust til lögreglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2024 19:09 Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri. Vísir/Einar Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir 30 daga skilorðsbundinn dóm yfir lögreglumanni vegna líkamsárásar ekki eiga að rýra traust fólks til lögreglu. Málið hafi verið rannsakað að frumkvæði embættisins. Dómur í málinu féll í gær, en málsatvik voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann beitti úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá sparkaði lögreglumaðurinn í manninn og sló hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir embættið harma málið, sem hafi verið tekið til skoðunar að frumvkæði lögreglunnar, fljótlega eftir að það átti sér stað. „Við þá skoðun kemur í ljós að þetta mál er ekki eins vel unnið og við hefðum viljað. Þegar svoleiðis gerist og grunur er um eitthvað saknæmt í málinu, þá sendum við svona mál yfir til héraðssaksóknara,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri. Í slíkum tilfellum sé vinnuframlag viðkomandi afþakkað, líkt og gert var í þessu máli. Hann hafi síðan ekki starfað fyrir embættið. Ekki einsdæmi Á síðustu árum eru þó nokkur dæmi um að lögreglumenn hafi hlotið dóma fyrir sambærileg brot í starfi. Eitt þekktasta dæmið er sennilega mál frá árinu 2013, þar sem lögreglumaður var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu bóta, vegna harkalegrar handtöku. Halla segir betri þjálfun vera bestu leiðina til að koma í veg fyrir slík mál. „En svo auðvitað geta alltaf komið upp atvik sem verða eins og þetta atvik, sem er erfitt að koma í veg fyrir.“ Mál sem þetta séu þó fátíð. „Og það er bara þannig að við gerum öll mistök og erum mannleg, en það hefur ekkert með traust á lögreglunni almennt að gera.“ Lögreglumenn verði engu að síður að bera ábyrgð á því þegar þeir fari út fyrir þau mörk sem ætlast er til að þeir virði. „Það ætti líka að byggja upp traust að við erum að taka á málum sem þessum. Auðvitað viljum við að það sé faglega unnið, og farið eftir verkferlum í hvívetna,“ segir Halla Bergþóra. Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Baðst vægðar áður en lögreglunemi beitti piparúða og kylfu Ungur lögreglunemi hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Í dóminum er því lýst hvernig hann eltist við brotaþola um miðbæ Reykjavíkur áður en brotaþoli stöðvaði og baðst vægðar. Þá beitti lögregluneminn piparúða ítrekað á manninn. 4. júní 2024 15:31 „Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. 4. júní 2024 11:34 Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Sjá meira
Dómur í málinu féll í gær, en málsatvik voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann beitti úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá sparkaði lögreglumaðurinn í manninn og sló hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir embættið harma málið, sem hafi verið tekið til skoðunar að frumvkæði lögreglunnar, fljótlega eftir að það átti sér stað. „Við þá skoðun kemur í ljós að þetta mál er ekki eins vel unnið og við hefðum viljað. Þegar svoleiðis gerist og grunur er um eitthvað saknæmt í málinu, þá sendum við svona mál yfir til héraðssaksóknara,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri. Í slíkum tilfellum sé vinnuframlag viðkomandi afþakkað, líkt og gert var í þessu máli. Hann hafi síðan ekki starfað fyrir embættið. Ekki einsdæmi Á síðustu árum eru þó nokkur dæmi um að lögreglumenn hafi hlotið dóma fyrir sambærileg brot í starfi. Eitt þekktasta dæmið er sennilega mál frá árinu 2013, þar sem lögreglumaður var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu bóta, vegna harkalegrar handtöku. Halla segir betri þjálfun vera bestu leiðina til að koma í veg fyrir slík mál. „En svo auðvitað geta alltaf komið upp atvik sem verða eins og þetta atvik, sem er erfitt að koma í veg fyrir.“ Mál sem þetta séu þó fátíð. „Og það er bara þannig að við gerum öll mistök og erum mannleg, en það hefur ekkert með traust á lögreglunni almennt að gera.“ Lögreglumenn verði engu að síður að bera ábyrgð á því þegar þeir fari út fyrir þau mörk sem ætlast er til að þeir virði. „Það ætti líka að byggja upp traust að við erum að taka á málum sem þessum. Auðvitað viljum við að það sé faglega unnið, og farið eftir verkferlum í hvívetna,“ segir Halla Bergþóra.
Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Baðst vægðar áður en lögreglunemi beitti piparúða og kylfu Ungur lögreglunemi hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Í dóminum er því lýst hvernig hann eltist við brotaþola um miðbæ Reykjavíkur áður en brotaþoli stöðvaði og baðst vægðar. Þá beitti lögregluneminn piparúða ítrekað á manninn. 4. júní 2024 15:31 „Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. 4. júní 2024 11:34 Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Sjá meira
Baðst vægðar áður en lögreglunemi beitti piparúða og kylfu Ungur lögreglunemi hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Í dóminum er því lýst hvernig hann eltist við brotaþola um miðbæ Reykjavíkur áður en brotaþoli stöðvaði og baðst vægðar. Þá beitti lögregluneminn piparúða ítrekað á manninn. 4. júní 2024 15:31
„Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. 4. júní 2024 11:34
Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03