Musk gaf enga ástæðu upp fyrir ákvörðun sinni en málið var höfðað í febrúarmánuði á þessu ári. Hann stefndi OpenAI fyrir að hafa gerst brotlegt á gildum sínum. OpenAI hafi verið stofnað til að vera til umbóta mannkyns frekar en að setja gróða í forgang.
Musk stofnaði sitt eigið gervigreindarfyrirtæki í júlí á síðasta ári sem hann sagði stefna að því að „skilja raunveruleikann.“ Hann hefur gagnrýnt samstarf OpenAI við Apple. Hann kom sjálfur að stofnun OpenAI, sem er þekktast fyrir að hafa framleitt ChatGPT gervigreindina, en yfirgaf það þó á endanum til að stofna sitt eigið fyrirtæki. Hann hefur lengi átt í erjum við Sam Altman, annars stofnanda OpenAI og forstjóra.
Meðal krafa Musk í stefnu hans var að dómstólar meinaði fólki og fyrirtækjum, eins og Microsoft, sem hefur fjárfest fyrir milljarða dala í OpenAI, að hagnast á tækninni sem fyrirtækið hefur þróað.
Þó Musk hafi látið málið niður falla getur hann tekið það upp að nýju óski hann eftir því.