Stjórnmálamenn sem reiða sig á gleymsku kjósenda Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. júní 2024 07:30 Athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir samfélagsmiðlafærslu um erfiða stöðu nýbakaðra foreldra. Sylvía á ung börn og gerði bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar að umtalsefni. Hún spurði hreinlega hvort það væri orðinn „lúxus að fjölga sér“. Varaþingmaður Viðreisnar, María Rut Kristinsdóttir, benti á málflutninginn undir liðnum störf þingsins - fjölskyldufólk væri að bugast undan álaginu sem fylgir þessu bili. Ég hef ítrekað vakið athygli á þessum vanda með skrifum og á Alþingi. Enda þótt börnin mín séu komin af leikskólaaldri er þessi tími mér í mjög fersku minni. Ég taldist lánsöm, en í tvö ár keyrði ég úr Grafarvogi vestur í bæ þar sem ég fékk ungbarnapláss fyrir þau frá eins árs aldri. Ég greiddi m.a.s. fyrir annað plássið í nokkra mánuði á meðan ég kláraði fæðingarorlofið til að halda því fráteknu. Svona af því að fjárhæðin sem ég fékk greidda í framlengdu orlofi dugðu fyrir svo miklum útgjöldum. Krafa fólks um að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað endurspeglar breytta atvinnu- og samfélagshætti þar sem flestir foreldrar eru útivinnandi. Ég lagði því fram beiðni á Alþingi sl. haust, ásamt hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu frá innviðaráðherra um kostnað sem foreldrar þurfa að standa straum af eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til dagvistunarúrræði bjóðast. Í því skyni er lykilatriði að afla upplýsinga um hvaða hlutfall foreldra er í þessari stöðu. Þá er mikilvægt að skoða ýmsar breytur í þessu samhengi, m.a. hjúskaparstöðu, félagslega stöðu og tekjur. Eins og Sylvía bendir réttilega á bera konur hitann og þungann af því að brúa bilið. Þær taka lengra fæðingarorlof og missa jafnvel atvinnu sína ef engin dagvistunarúrræði eru í boði að loknu orlofi. Konur verða því fyrir enn meiri tekjumissi, dragast aftur úr framgangsröð í starfi og verða af lífeyristekjum í framtíðinni. Dagvistunarmálin eru þannig gríðarlega mikilvægt jafnréttismál. Það verður fróðlegt að fá loksins skýrslu ráðherrans inn í umræðuna um þessa erfiðu stöðu barna og foreldra. Lögbundinn réttur foreldra til fæðingarorlofs var nýlega lengdur úr samtals níu mánuðum í tólf. Með lagasetningunni vildu stjórnvöld minnka þetta bil. Framlag sveitarfélaga hefur hins vegar verið misjafnt. Það er brýnt að forgangsraða vegna þessarar óásættanlegu stöðu barnafólks. Stjórnmálamenn mega ekki reiða sig á að endurnýjun „kúnnahópsins“ sé hröð þar sem börnin eldist og vandamálin gleymist því fljótt. Baráttufólk eins og Sylvía á hrós skilið fyrir að halda okkur við efnið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Fæðingarorlof Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir samfélagsmiðlafærslu um erfiða stöðu nýbakaðra foreldra. Sylvía á ung börn og gerði bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar að umtalsefni. Hún spurði hreinlega hvort það væri orðinn „lúxus að fjölga sér“. Varaþingmaður Viðreisnar, María Rut Kristinsdóttir, benti á málflutninginn undir liðnum störf þingsins - fjölskyldufólk væri að bugast undan álaginu sem fylgir þessu bili. Ég hef ítrekað vakið athygli á þessum vanda með skrifum og á Alþingi. Enda þótt börnin mín séu komin af leikskólaaldri er þessi tími mér í mjög fersku minni. Ég taldist lánsöm, en í tvö ár keyrði ég úr Grafarvogi vestur í bæ þar sem ég fékk ungbarnapláss fyrir þau frá eins árs aldri. Ég greiddi m.a.s. fyrir annað plássið í nokkra mánuði á meðan ég kláraði fæðingarorlofið til að halda því fráteknu. Svona af því að fjárhæðin sem ég fékk greidda í framlengdu orlofi dugðu fyrir svo miklum útgjöldum. Krafa fólks um að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað endurspeglar breytta atvinnu- og samfélagshætti þar sem flestir foreldrar eru útivinnandi. Ég lagði því fram beiðni á Alþingi sl. haust, ásamt hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu frá innviðaráðherra um kostnað sem foreldrar þurfa að standa straum af eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til dagvistunarúrræði bjóðast. Í því skyni er lykilatriði að afla upplýsinga um hvaða hlutfall foreldra er í þessari stöðu. Þá er mikilvægt að skoða ýmsar breytur í þessu samhengi, m.a. hjúskaparstöðu, félagslega stöðu og tekjur. Eins og Sylvía bendir réttilega á bera konur hitann og þungann af því að brúa bilið. Þær taka lengra fæðingarorlof og missa jafnvel atvinnu sína ef engin dagvistunarúrræði eru í boði að loknu orlofi. Konur verða því fyrir enn meiri tekjumissi, dragast aftur úr framgangsröð í starfi og verða af lífeyristekjum í framtíðinni. Dagvistunarmálin eru þannig gríðarlega mikilvægt jafnréttismál. Það verður fróðlegt að fá loksins skýrslu ráðherrans inn í umræðuna um þessa erfiðu stöðu barna og foreldra. Lögbundinn réttur foreldra til fæðingarorlofs var nýlega lengdur úr samtals níu mánuðum í tólf. Með lagasetningunni vildu stjórnvöld minnka þetta bil. Framlag sveitarfélaga hefur hins vegar verið misjafnt. Það er brýnt að forgangsraða vegna þessarar óásættanlegu stöðu barnafólks. Stjórnmálamenn mega ekki reiða sig á að endurnýjun „kúnnahópsins“ sé hröð þar sem börnin eldist og vandamálin gleymist því fljótt. Baráttufólk eins og Sylvía á hrós skilið fyrir að halda okkur við efnið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun