Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 1. júlí 2024 07:00 Við sjálfstæðismenn gátum glaðst yfir mörgu við þinglok. Eitt af því var hækkun á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi sem þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa stutt ötullega. Við þinglega meðferð gerði meirihluti velferðarnefndar mikilvægar breytingar á málinu á þann veg að hækkunin gildi fyrir alla þá sem eiga rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Gott fæðingarorlofskerfi er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál sem Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í þróun og síðar umbótum á. Ragnhildur Helgadóttir, þingmaður og síðar ráðherra Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frumvarp á Alþingi 1975 um rétt allra kvenna sem forfölluðust frá vinnu vegna barnsburðar til bótagreiðslu í samtals 90 daga. Ragnhildur benti á að með þessu væri mismunur sá sem hefði viðgengist í atvinnulífinu gagnvart konum leiðréttur og var frumvarpið samþykkt. Seinna rifjaði Ragnhildur það upp að á löngum og farsælum stjórnmálaferli, væri þetta mál bæði stærst og minnistæðast. Árið 1986 skipaði Ragnhildur, þá heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, nefnd til að skoða endurbætur á fyrirkomulagi fæðingarorlofs. Í kjölfarið lagði hún fram frumvörp sem fólu í sér meginbreytingar á kerfinu. Með því voru lögfest ný heildarlög um fæðingarorlof þar sem orlofið var m.a. lengt úr þremur mánuðum í sex. Ríkisstjórnir sem leiddar voru af Sjálfstæðisflokknum á tíunda áratugnum gerðu mikilvægar breytingar á fæðingarorlofi. Á þeim árum voru réttindi foreldra (og barna) aukin mjög mikið, ekki síst feðra. Árið 2000 kom fram tímamótafrumvarp um fæðingarorlof. Frumvarpið hafði verið unnið í samstarfi félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra, ekki síst að frumkvæði fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins Geirs H. Haarde. Markmiðið var að tryggja börnum samvistir við báða foreldra sína og að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Fæðingarorlofsréttur var þá m.a. lengdur úr sex mánuðum í níu. Með frumvarpinu lögfestu Íslendingar sömuleiðis lengsta sjálfstæða rétt feðra sem þá þekktist og urðu í forystu varðandi réttindi feðra. Eftir gildistöku laganna hækkaði hlutfall feðra sem tóku fæðingarorlof úr 30% í rúm 80% á örfáum árum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft frumkvæði hvað réttindi kvenna og fleiri framfaramál varðar. Birgir Kjaran þingmaður Sjálfstæðisflokksins átti, ásamt fleirum, frumkvæði að því að gera umhverfismál að viðfangsefni íslenskra stjórnmála. Réttindi kvenna og önnur félagsleg verkefni urðu verkefni Sjálfstæðisflokksins (áður Íhaldsflokksins) löngu áður en aðrir stjórnmálaflokkar tóku slíka stefnu upp í verki. Sjálfstæðisflokkurinn státar enda af fyrstu kvenkyns þingmönnunum, borgarstjóranum og fyrstu kvenkyns ráðherrunum. Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Það var enda Sjálfstæðisflokkurinn sem leiddi breytingar á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar með sérstöku jafnréttisákvæði og innleiðingu ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu í stjórnskipun landsins. Sterkt fæðingarorlofskerfi sem virkar fellur því vel að stefnu Sjálfstæðisflokksins og viðeigandi að það hafi verið styrkt enn frekar í ríkisstjórn undir forystu sjálfstæðismanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Jafnréttismál Fæðingarorlof Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Við sjálfstæðismenn gátum glaðst yfir mörgu við þinglok. Eitt af því var hækkun á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi sem þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa stutt ötullega. Við þinglega meðferð gerði meirihluti velferðarnefndar mikilvægar breytingar á málinu á þann veg að hækkunin gildi fyrir alla þá sem eiga rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Gott fæðingarorlofskerfi er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál sem Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í þróun og síðar umbótum á. Ragnhildur Helgadóttir, þingmaður og síðar ráðherra Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frumvarp á Alþingi 1975 um rétt allra kvenna sem forfölluðust frá vinnu vegna barnsburðar til bótagreiðslu í samtals 90 daga. Ragnhildur benti á að með þessu væri mismunur sá sem hefði viðgengist í atvinnulífinu gagnvart konum leiðréttur og var frumvarpið samþykkt. Seinna rifjaði Ragnhildur það upp að á löngum og farsælum stjórnmálaferli, væri þetta mál bæði stærst og minnistæðast. Árið 1986 skipaði Ragnhildur, þá heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, nefnd til að skoða endurbætur á fyrirkomulagi fæðingarorlofs. Í kjölfarið lagði hún fram frumvörp sem fólu í sér meginbreytingar á kerfinu. Með því voru lögfest ný heildarlög um fæðingarorlof þar sem orlofið var m.a. lengt úr þremur mánuðum í sex. Ríkisstjórnir sem leiddar voru af Sjálfstæðisflokknum á tíunda áratugnum gerðu mikilvægar breytingar á fæðingarorlofi. Á þeim árum voru réttindi foreldra (og barna) aukin mjög mikið, ekki síst feðra. Árið 2000 kom fram tímamótafrumvarp um fæðingarorlof. Frumvarpið hafði verið unnið í samstarfi félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra, ekki síst að frumkvæði fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins Geirs H. Haarde. Markmiðið var að tryggja börnum samvistir við báða foreldra sína og að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Fæðingarorlofsréttur var þá m.a. lengdur úr sex mánuðum í níu. Með frumvarpinu lögfestu Íslendingar sömuleiðis lengsta sjálfstæða rétt feðra sem þá þekktist og urðu í forystu varðandi réttindi feðra. Eftir gildistöku laganna hækkaði hlutfall feðra sem tóku fæðingarorlof úr 30% í rúm 80% á örfáum árum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft frumkvæði hvað réttindi kvenna og fleiri framfaramál varðar. Birgir Kjaran þingmaður Sjálfstæðisflokksins átti, ásamt fleirum, frumkvæði að því að gera umhverfismál að viðfangsefni íslenskra stjórnmála. Réttindi kvenna og önnur félagsleg verkefni urðu verkefni Sjálfstæðisflokksins (áður Íhaldsflokksins) löngu áður en aðrir stjórnmálaflokkar tóku slíka stefnu upp í verki. Sjálfstæðisflokkurinn státar enda af fyrstu kvenkyns þingmönnunum, borgarstjóranum og fyrstu kvenkyns ráðherrunum. Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Það var enda Sjálfstæðisflokkurinn sem leiddi breytingar á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar með sérstöku jafnréttisákvæði og innleiðingu ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu í stjórnskipun landsins. Sterkt fæðingarorlofskerfi sem virkar fellur því vel að stefnu Sjálfstæðisflokksins og viðeigandi að það hafi verið styrkt enn frekar í ríkisstjórn undir forystu sjálfstæðismanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun