Réttindi íslenskra sjómanna séu færð marga áratugi aftur í tímann Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 22:07 Valmundur Valmundsson er formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Sjómannasamband Íslands segir Brim hf., Sjómannafélag Íslands og SFS standa að réttindamissi sjómanna og færi þá marga áratugi aftur í tímann með nýjum kjarasamningi. Samningurinn kveður á um að sjómennirnir landi aflanum sjálfir fyrir smánarlaun. Sjómannasamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem greint var frá þessu. Þar segir að Sjómannasamband Íslands leggi það ekki í vana sinn að hlutast til um kjarasamninga annara stéttarfélaga, en nú sé hins vegar komið svo að ekki verði orða bundist. Tekið skal fram að Sjómannafélag Íslands er ekki eitt af 16 aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands. Íslenskir togarasjómenn hafi átt frí við löndum áratugum saman „Útgerðarfélagið Brim hf. með blessun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, og Sjómannafélags Íslands, hafa nú gert með sér svo kallaðan „vinnustaðarsamning, um fyrirkomulag vinnu í inniverum“ fyrir skipverja á Þerney Re - sem er frystiskip Brims hf, nýskráð á íslenska skipaskrá,“ segir í yfirlýsingunni. Þessi „svokallaði samningur“ hafi verið borinn undir atkvæði áhafnarinnar, sem hafi samþykkt gerninginn. Það sé „með hreinum ólíkindum og vafi leikur á hvers vegna.“ „Samningurinn gengur m.a. út á að sjómennirnir landi aflanum sjálfir, fyrir smánarlaun. Áratugum saman hafa Íslenskir togarasjómenn átt frí við löndun,“ segir í tilkynningunni. Sjómannasambandið segir að hvati útgerðarinnar við að gera slíkan samning sé augljós, þetta sé ódýrari lausn en að greiða hafnarverkamönnum fyrir löndunarþjónustu.Vísir Með þessu standi Sjómannafélag íslands, Brim hf og SFS að réttindamissi sjómanna og færi þau marga áratugi aftur í tímann. Öryggi togarasjómanna stefnt í hættu með því að fara beint í löndun „Frystitogarasjómenn hafa aldrei þurft að landa aflanum sjálfir. Með þessu er brotið blað í réttindamálum íslenskra sjómanna. Áratuga barátta forvera okkar er brotin á bak aftur,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Sjómenn á togurum skuli eiga frí við löndun, eins og skýrt er í kjarasamningi og hafi verið í áratugi. Þá segir að öryggi sjómanna sé stefnt í hættu með því að fara beint í löndun eftir að hafa staðið í þrifum á skipi nánast alla heimferð. Áhöfnin sé þá þreytt og slæpt eftir langan túr, og ekki eins vakandi og menn þurfa að vera við hættuleg störf. Sjómennirnir séu jafnvel að koma úr 40 daga túr. Sjómannasamband Íslands hvetur alla sjómenn og stéttarfélög sjómanna innan SSÍ að vera á verði gegn réttindamissi af þessu tagi. Þetta sé hrein og klár misnotkun á ákvæði kjarasamninga um sérsamninga. Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Sjómenn samþykktu kjarasamning Sjómenn samþykktu kjarasamning til fimm ára með 62,84 prósent greiddra atkvæða. Formaður Sjómannasambandsins segir ánægjulegt að félagsmenn hafi ekki tekið mark á skítkasti og óhróðri sem beinst hafi að stjórn félagsins. 16. febrúar 2024 16:36 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Sjómannasamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem greint var frá þessu. Þar segir að Sjómannasamband Íslands leggi það ekki í vana sinn að hlutast til um kjarasamninga annara stéttarfélaga, en nú sé hins vegar komið svo að ekki verði orða bundist. Tekið skal fram að Sjómannafélag Íslands er ekki eitt af 16 aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands. Íslenskir togarasjómenn hafi átt frí við löndum áratugum saman „Útgerðarfélagið Brim hf. með blessun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, og Sjómannafélags Íslands, hafa nú gert með sér svo kallaðan „vinnustaðarsamning, um fyrirkomulag vinnu í inniverum“ fyrir skipverja á Þerney Re - sem er frystiskip Brims hf, nýskráð á íslenska skipaskrá,“ segir í yfirlýsingunni. Þessi „svokallaði samningur“ hafi verið borinn undir atkvæði áhafnarinnar, sem hafi samþykkt gerninginn. Það sé „með hreinum ólíkindum og vafi leikur á hvers vegna.“ „Samningurinn gengur m.a. út á að sjómennirnir landi aflanum sjálfir, fyrir smánarlaun. Áratugum saman hafa Íslenskir togarasjómenn átt frí við löndun,“ segir í tilkynningunni. Sjómannasambandið segir að hvati útgerðarinnar við að gera slíkan samning sé augljós, þetta sé ódýrari lausn en að greiða hafnarverkamönnum fyrir löndunarþjónustu.Vísir Með þessu standi Sjómannafélag íslands, Brim hf og SFS að réttindamissi sjómanna og færi þau marga áratugi aftur í tímann. Öryggi togarasjómanna stefnt í hættu með því að fara beint í löndun „Frystitogarasjómenn hafa aldrei þurft að landa aflanum sjálfir. Með þessu er brotið blað í réttindamálum íslenskra sjómanna. Áratuga barátta forvera okkar er brotin á bak aftur,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Sjómenn á togurum skuli eiga frí við löndun, eins og skýrt er í kjarasamningi og hafi verið í áratugi. Þá segir að öryggi sjómanna sé stefnt í hættu með því að fara beint í löndun eftir að hafa staðið í þrifum á skipi nánast alla heimferð. Áhöfnin sé þá þreytt og slæpt eftir langan túr, og ekki eins vakandi og menn þurfa að vera við hættuleg störf. Sjómennirnir séu jafnvel að koma úr 40 daga túr. Sjómannasamband Íslands hvetur alla sjómenn og stéttarfélög sjómanna innan SSÍ að vera á verði gegn réttindamissi af þessu tagi. Þetta sé hrein og klár misnotkun á ákvæði kjarasamninga um sérsamninga.
Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Sjómenn samþykktu kjarasamning Sjómenn samþykktu kjarasamning til fimm ára með 62,84 prósent greiddra atkvæða. Formaður Sjómannasambandsins segir ánægjulegt að félagsmenn hafi ekki tekið mark á skítkasti og óhróðri sem beinst hafi að stjórn félagsins. 16. febrúar 2024 16:36 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Sjómenn samþykktu kjarasamning Sjómenn samþykktu kjarasamning til fimm ára með 62,84 prósent greiddra atkvæða. Formaður Sjómannasambandsins segir ánægjulegt að félagsmenn hafi ekki tekið mark á skítkasti og óhróðri sem beinst hafi að stjórn félagsins. 16. febrúar 2024 16:36