Lögreglumaður skaut konu í höfuðið á heimili hennar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júlí 2024 09:23 Sonya Massey var móðir og var sögð hafa glímt við andleg veikindi. Saksóknarar og lögmaður fjölskyldu Massey eru hins vegar sammála um að lögreglumönnunum hafi ekki stafað ógn af henni. Facebook Lögregluyfirvöld í Illinois í Bandaríkjunum hefur birt myndskeið úr búkmyndavél lögreglumanns sem sýnir hvernig kollegi hans skaut konu í höfuðið á heimili hennar. Sonya Massey, 36 ára, hringdi sjálf í neyðarnúmerið 911 í byrjun júlí til að tilkynna um mögulegt innbrot. Lögregla svaraði útkallinu og mætti á heimili hennar í Springfield, um 320 km suður af Chicago. Lögreglumennirnir fylgdu Massey inn á heimili hennar, þar sem hún leitaði að skilríkjum. Lögreglumaðurinn Sean Grayson varð þá var við að það var pottur með sjóðandi vatni á eldavélinni og gaf Massey ábendingu um að slökkva undir. „Við viljum ekki eldsvoða á meðan við erum hérna,“ segir einn lögreglumannanna og virðist hlæja með Massey. Massey tekur pottinn og segir tvisvar: „Ég átel þig í nafni Jesús.“ Grayson virðist upplifa að honum sé ógnað, þrátt fyrir að Massey standi nokkuð langt frá honum. Hótar hann að skjóta Massey í andlitið og hrópar á hana að sleppa pottinum. Massey biðst afsökunar en á erfitt með að losa sig við pottinn og reynir að skýla sér á bakvið eldhúsinnréttinguna. Grayson bregst við því með því að skjóta á hana. Hann segir síðar að það sé ekki þörf á að kalla á aðstoð þar sem hann hafi hæft Massey beint í höfuðið. Grayson hefur verið ákærður fyrir morð og brot í starfi. Þá hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmt atvikið. „Dauðsfall Sonyu af völdum lögreglumanns í útkalli er áminning um að alltof oft þurfa svartir Bandaríkjamenn að óttast um öryggi sitt á hátt sem við hin þurfum ekki,“ sagði Biden. Bandaríkin Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Fleiri fréttir Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Sjá meira
Sonya Massey, 36 ára, hringdi sjálf í neyðarnúmerið 911 í byrjun júlí til að tilkynna um mögulegt innbrot. Lögregla svaraði útkallinu og mætti á heimili hennar í Springfield, um 320 km suður af Chicago. Lögreglumennirnir fylgdu Massey inn á heimili hennar, þar sem hún leitaði að skilríkjum. Lögreglumaðurinn Sean Grayson varð þá var við að það var pottur með sjóðandi vatni á eldavélinni og gaf Massey ábendingu um að slökkva undir. „Við viljum ekki eldsvoða á meðan við erum hérna,“ segir einn lögreglumannanna og virðist hlæja með Massey. Massey tekur pottinn og segir tvisvar: „Ég átel þig í nafni Jesús.“ Grayson virðist upplifa að honum sé ógnað, þrátt fyrir að Massey standi nokkuð langt frá honum. Hótar hann að skjóta Massey í andlitið og hrópar á hana að sleppa pottinum. Massey biðst afsökunar en á erfitt með að losa sig við pottinn og reynir að skýla sér á bakvið eldhúsinnréttinguna. Grayson bregst við því með því að skjóta á hana. Hann segir síðar að það sé ekki þörf á að kalla á aðstoð þar sem hann hafi hæft Massey beint í höfuðið. Grayson hefur verið ákærður fyrir morð og brot í starfi. Þá hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmt atvikið. „Dauðsfall Sonyu af völdum lögreglumanns í útkalli er áminning um að alltof oft þurfa svartir Bandaríkjamenn að óttast um öryggi sitt á hátt sem við hin þurfum ekki,“ sagði Biden.
Bandaríkin Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Fleiri fréttir Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Sjá meira