Segir verkfræðinga á villigötum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 08:04 Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA. sa Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins hafnar því sem forsvarsmenn Verkfræðingafélagsins hafa haldið fram um að samtökin hafi of mikil völd þegar það komi að gerð kjarasamninga og meti menntun ekki jafn mikils og áður. Í gær var greint frá óánægju meðal verkfræðinga vegna samningsaðferða SA. Í aðsendri grein á Vísi fóru þeir Gunnar Sigvaldason formaður Kjaranefndar og Árni Björnsson formaður Verkfræðingafélagsins mikinn. Gunnar vísaði til skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans þar sem fram kemur að kaupmáttur verkfræðinga og annarra háskólahópa hafi ekki aukist frá aldamótum á meðan kaupmáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. „Þetta eru í raun ekki samningaviðræður. Þetta eru bara viðræður um að við skrifum undir fjögurra ára samning...af því það er einhver annar búinn að semja um þetta fyrir okkur, sem eiga í raun ekkert skylt við okkar stéttarfélag,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu í gær. Engar launatöflur Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hafnar þessum málflutningi. „Þegar það kemur að ákvörðun launa, þá semja Samtök atvinnulífsins ekki um laun háskólamenntaðra sem vinna á almennum vinnumarkaði. Þeir semja bara við sinn atvinnurekanda um launin. Almennir kjarasamningar SA við Verkfræðingafélagið, og aðildafélög BHM, hafa ekki að geyma launatöflur.“ Um réttindasamninga sé að ræða. Samið sé um vinnutíma, orlof, veikindarétt, uppsagnarfrest og slíkt. „Þetta eru kjarasamningar sem eru ótímabundnir, þeir eru ekki endurnýjaðir á þriggja eða fjögurra ára fresti heldur bara eftir því sem þörf krefur og breytingar verða á ákvæðum á vinnumarkaði.“ Það séu hins vegar sérsamningar sem séu gerðir, til dæmis fyrir hálfopinber fyrirtæki, sem SA komi að og hafi að geyma almenn ákvæði um launahækkanir. „En það er ekki kveðið á um það hvað beri að greiða í laun, þannig það eru engir lágmarkstaxtar. Verkfræðingur sem ræður sig inn til fyrirtækis semur bara um tiltekin laun. Og við erum alveg sammála því að þau eigi að ráðast meðal annars af menntun. Það er alveg skýrt.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Í gær var greint frá óánægju meðal verkfræðinga vegna samningsaðferða SA. Í aðsendri grein á Vísi fóru þeir Gunnar Sigvaldason formaður Kjaranefndar og Árni Björnsson formaður Verkfræðingafélagsins mikinn. Gunnar vísaði til skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans þar sem fram kemur að kaupmáttur verkfræðinga og annarra háskólahópa hafi ekki aukist frá aldamótum á meðan kaupmáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. „Þetta eru í raun ekki samningaviðræður. Þetta eru bara viðræður um að við skrifum undir fjögurra ára samning...af því það er einhver annar búinn að semja um þetta fyrir okkur, sem eiga í raun ekkert skylt við okkar stéttarfélag,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu í gær. Engar launatöflur Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hafnar þessum málflutningi. „Þegar það kemur að ákvörðun launa, þá semja Samtök atvinnulífsins ekki um laun háskólamenntaðra sem vinna á almennum vinnumarkaði. Þeir semja bara við sinn atvinnurekanda um launin. Almennir kjarasamningar SA við Verkfræðingafélagið, og aðildafélög BHM, hafa ekki að geyma launatöflur.“ Um réttindasamninga sé að ræða. Samið sé um vinnutíma, orlof, veikindarétt, uppsagnarfrest og slíkt. „Þetta eru kjarasamningar sem eru ótímabundnir, þeir eru ekki endurnýjaðir á þriggja eða fjögurra ára fresti heldur bara eftir því sem þörf krefur og breytingar verða á ákvæðum á vinnumarkaði.“ Það séu hins vegar sérsamningar sem séu gerðir, til dæmis fyrir hálfopinber fyrirtæki, sem SA komi að og hafi að geyma almenn ákvæði um launahækkanir. „En það er ekki kveðið á um það hvað beri að greiða í laun, þannig það eru engir lágmarkstaxtar. Verkfræðingur sem ræður sig inn til fyrirtækis semur bara um tiltekin laun. Og við erum alveg sammála því að þau eigi að ráðast meðal annars af menntun. Það er alveg skýrt.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira