Málið sem þolir ekki ljósið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. september 2024 08:02 Fyrir einu og hálfu ári var reynt að keyra lagafrumvarp um forgang innleidds regluverks frá Evrópusambandinu vegna aðildarinnar að EES-samningnum gagnvart innlendri lagasetningu í gegnum Alþingi undir forystu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Vonazt var til þess að málið vekti sem minnsta athygli. Það mistókst. Til stendur nú að reyna það aftur. Verði frumvarpið, sem kennt er við bókun 35 við EES-samninginn, að lögum mun það leiða til þess að til verði ný forgangsregla í íslenzkum rétti. Ólíkt þeim forgangsreglum sem fyrir eru vegna almennrar lagasetningar, þar sem yngri lög ganga fyrir eldri og sértækari fyrir almennari, mun nýja reglan miðast við það eitt að umrædd löggjöf feli í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn. Með öðrum orðum mun frumvarpið þýða í reynd, nái það fram að ganga, að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt hefur verið og verður innleitt í framtíðinni á meðan Ísland á aðild að EES, verði gert æðra annarri almennri lagasetningu hér á landi af þeirri einu ástæðu að það kemur frá Brussel. Öll önnur almenn lagasetning mun þar með lögum samkvæmt þurfa að taka mið af regluverki sambandsins. Hvers vegna varð alger viðsnúningur? Málið kom upp árið 2012 þegar Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) fór fram á það að íslenzk stjórnvöld útskýrðu hvernig bókun 35 hefði verið innleidd á Íslandi. Fimm árum síðar lýsti stofnunin yfir þeirri afstöðu sinni að ekki hefði verið staðið rétt að þeim málum við lögtekningu EES-samningsins 1993 þrátt fyrir að hafa ekki gert athugasemd við það í tæpa tvo áratugi en hún á að hafa eftirlit með framkvæmd samningsins. Mikil samskipti áttu sér stað við ESA á þeim rúma áratug sem liðinn er síðan málið kom upp þar sem stjórnvöld vörðu þá leið sem farin var við innleiðingu bókunar 35 og höfnuðu alfarið og ítrekað kröfu ESA þegar hún kom fram. Meðal annars með þeim rökum að stofnunin hefði ekki gert nokkra athugasemd við innleiðinguna í tvo áratugi og að óásættanlegt hefði verið að standa að henni með öðrum hætti. Frumvarp utanríkisráðherra var síðan lagt fram í lok marz 2023 þvert á fyrri málflutning stjórnvalda. Enn hefur engin skýring hefur verið gefin á þeim algera viðsnúningi þrátt fyrir að ítrekað hafi verið kallað eftir henni. Skilaboðin voru einungis þau að um formsatriði væri að ræða og jafnvel sigur. Hvers vegna haldið var þá uppi vörnum í málinu árum saman í stað þess að fallast strax á kröfu ESA er óútskýrt. Hvað er það versta sem gæti gerzt? Versta mögulega staðan sem gæti komið upp, næði frumvarp utanríkisráðherra ekki fram að ganga og málið færi í kjölfarið fyrir EFTA-dómstólinn, væri sú að komizt yrði að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri samkvæmt EES-samningnum að verða við kröfu ESA. Með öðrum orðum það sem frumvarpið felur í sér! Um fyrirfram uppgjöf er að ræða án þess að látið sé allavega reyna á málið fyrst fyrir dómi. Málið minnir fyrir vikið að ýmsu leyti á Icesave-málið á sínum tíma. Þannig hafði ESA til að mynda í því máli líkt og nú ekki gert nokkra athugasemd við innleiðingu á viðkomandi regluverki Evrópusambandsins hér á landi um langt árabil þegar stofnunin ákvað að gera mál út af því. Þá átti líkt og nú að gefast upp fyrirfram í stað þess að láta fyrst reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum þar sem Ísland hafði loks sigur. Miklir fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi í Icesave-málinu en málið snerist þó einungis um eina tiltekna löggjöf frá Evrópusambandinu. Tilskipun þess um innistæðutryggingar. Frumvarp utanríkisráðherra varðar hins vegar alla löggjöf sem hefur verið og mun verða tekin upp í gegnum EES-samninginn og gerir hana í reynd æðri annarri almennri lagasetningu af þeirri einu ástæðu að hún kemur frá sambandinu. Má Sjálfstæðisflokkurinn við meiru? Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir 30 árum síðan ef litið hefði verið svo á að innleiða þyrfti bókun 35 við samninginn eins og reynt hefur verið af hálfu stjórnvalda og enn á að reyna. Bæði sé horft til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var í raun ein helzta forsenda þess að af aðildinni varð. Hugmyndir hafa verið uppi um að frumvarpið verði mögulega lagt fram að frumkvæði utanríkismálanefndar Alþingis sem þýddi að ráðherrann þyrfti ekki að gera það. Vafalaust yrði Þórdís Kolbrún fegin að vera laus við að leggja frumvarpið fram aftur þó málið heyrði eftir sem áður undir hana. Ekki sízt þar sem það er afar umdeilt á meðal okkar sjálfstæðismanna. Má Sjálfstæðisflokkurinn virkilega við meiru? Hins vegar er leið út úr öllum þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara þegar þau semja um milliríkjaviðskipti og ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína umfangsmiklu viðskiptahagsmuni. Þar með talið Evrópusambandið. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum, felur hvorki í sér upptöku íþyngjandi regluverks né vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn EFTA Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Fyrir einu og hálfu ári var reynt að keyra lagafrumvarp um forgang innleidds regluverks frá Evrópusambandinu vegna aðildarinnar að EES-samningnum gagnvart innlendri lagasetningu í gegnum Alþingi undir forystu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Vonazt var til þess að málið vekti sem minnsta athygli. Það mistókst. Til stendur nú að reyna það aftur. Verði frumvarpið, sem kennt er við bókun 35 við EES-samninginn, að lögum mun það leiða til þess að til verði ný forgangsregla í íslenzkum rétti. Ólíkt þeim forgangsreglum sem fyrir eru vegna almennrar lagasetningar, þar sem yngri lög ganga fyrir eldri og sértækari fyrir almennari, mun nýja reglan miðast við það eitt að umrædd löggjöf feli í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn. Með öðrum orðum mun frumvarpið þýða í reynd, nái það fram að ganga, að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt hefur verið og verður innleitt í framtíðinni á meðan Ísland á aðild að EES, verði gert æðra annarri almennri lagasetningu hér á landi af þeirri einu ástæðu að það kemur frá Brussel. Öll önnur almenn lagasetning mun þar með lögum samkvæmt þurfa að taka mið af regluverki sambandsins. Hvers vegna varð alger viðsnúningur? Málið kom upp árið 2012 þegar Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) fór fram á það að íslenzk stjórnvöld útskýrðu hvernig bókun 35 hefði verið innleidd á Íslandi. Fimm árum síðar lýsti stofnunin yfir þeirri afstöðu sinni að ekki hefði verið staðið rétt að þeim málum við lögtekningu EES-samningsins 1993 þrátt fyrir að hafa ekki gert athugasemd við það í tæpa tvo áratugi en hún á að hafa eftirlit með framkvæmd samningsins. Mikil samskipti áttu sér stað við ESA á þeim rúma áratug sem liðinn er síðan málið kom upp þar sem stjórnvöld vörðu þá leið sem farin var við innleiðingu bókunar 35 og höfnuðu alfarið og ítrekað kröfu ESA þegar hún kom fram. Meðal annars með þeim rökum að stofnunin hefði ekki gert nokkra athugasemd við innleiðinguna í tvo áratugi og að óásættanlegt hefði verið að standa að henni með öðrum hætti. Frumvarp utanríkisráðherra var síðan lagt fram í lok marz 2023 þvert á fyrri málflutning stjórnvalda. Enn hefur engin skýring hefur verið gefin á þeim algera viðsnúningi þrátt fyrir að ítrekað hafi verið kallað eftir henni. Skilaboðin voru einungis þau að um formsatriði væri að ræða og jafnvel sigur. Hvers vegna haldið var þá uppi vörnum í málinu árum saman í stað þess að fallast strax á kröfu ESA er óútskýrt. Hvað er það versta sem gæti gerzt? Versta mögulega staðan sem gæti komið upp, næði frumvarp utanríkisráðherra ekki fram að ganga og málið færi í kjölfarið fyrir EFTA-dómstólinn, væri sú að komizt yrði að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri samkvæmt EES-samningnum að verða við kröfu ESA. Með öðrum orðum það sem frumvarpið felur í sér! Um fyrirfram uppgjöf er að ræða án þess að látið sé allavega reyna á málið fyrst fyrir dómi. Málið minnir fyrir vikið að ýmsu leyti á Icesave-málið á sínum tíma. Þannig hafði ESA til að mynda í því máli líkt og nú ekki gert nokkra athugasemd við innleiðingu á viðkomandi regluverki Evrópusambandsins hér á landi um langt árabil þegar stofnunin ákvað að gera mál út af því. Þá átti líkt og nú að gefast upp fyrirfram í stað þess að láta fyrst reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum þar sem Ísland hafði loks sigur. Miklir fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi í Icesave-málinu en málið snerist þó einungis um eina tiltekna löggjöf frá Evrópusambandinu. Tilskipun þess um innistæðutryggingar. Frumvarp utanríkisráðherra varðar hins vegar alla löggjöf sem hefur verið og mun verða tekin upp í gegnum EES-samninginn og gerir hana í reynd æðri annarri almennri lagasetningu af þeirri einu ástæðu að hún kemur frá sambandinu. Má Sjálfstæðisflokkurinn við meiru? Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir 30 árum síðan ef litið hefði verið svo á að innleiða þyrfti bókun 35 við samninginn eins og reynt hefur verið af hálfu stjórnvalda og enn á að reyna. Bæði sé horft til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var í raun ein helzta forsenda þess að af aðildinni varð. Hugmyndir hafa verið uppi um að frumvarpið verði mögulega lagt fram að frumkvæði utanríkismálanefndar Alþingis sem þýddi að ráðherrann þyrfti ekki að gera það. Vafalaust yrði Þórdís Kolbrún fegin að vera laus við að leggja frumvarpið fram aftur þó málið heyrði eftir sem áður undir hana. Ekki sízt þar sem það er afar umdeilt á meðal okkar sjálfstæðismanna. Má Sjálfstæðisflokkurinn virkilega við meiru? Hins vegar er leið út úr öllum þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara þegar þau semja um milliríkjaviðskipti og ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína umfangsmiklu viðskiptahagsmuni. Þar með talið Evrópusambandið. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum, felur hvorki í sér upptöku íþyngjandi regluverks né vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun