Fjárfestum í börnum framtíðarinnar með því að fjárfesta í kennurum Jónína Einarsdóttir skrifar 5. september 2024 18:32 Við sitjum á ákveðnum tímamótum en í vor gengu kennarafélögin í leik-, grunn- og framhaldsskóla sameinaðir til viðræðna varðandi kaup og kjör. Ekki hefur enn verið samið við þessi félög og nú erum við kominn inn í september. Leik-, grunn- og framhaldsskólakennarar eru sérfræðingar á sínu sviði. Allir þessir kennarar hafa lagt á sig 5 ára háskólanám til að mennta framtíðar forseta, fjármálaráðherra, seðlabankastjóra, starfsfólkið sem verður á kassa í Bónus (ef það verða kassar þar með lifandi mannverum í framtíðinni), veðurfræðingana, jarðfræðingana og bara alla – alla sem munu taka þátt í samfélagi framtíðarinnar. Það er því óhætt að segja að kennarar eru og munu ávallt koma að menntun framtíðarinnar. Þrátt fyrir frábæra tækni Chat GPD mun kennarastéttin vera til áfram – við munum varla sjá börnin okkar í bleyjuskiptum hjá róbóta né róbóta standa í kennslustofu framtíðarinnar að kenna siðfræði eða lífsleikni? Framtíðin er alltaf að verða flóknari, tæknilegar framfarir eru hvarvetna vegna nýrra hugmynda sem ný kynslóð leiðir hverju sinni. Framtíðin er líka alltaf að verða flóknari í samskiptum sökum þess að það eru tækninýjungar en ekki síst fyrir þær sakir að samfélög taka breytingum. Kennarar hafa gríðarleg áhrif á hvernig samfélag við viljum búa í enda eru þættir eins og læsi, málörvun, samkennd, umburðarlyndi, hjálpsemi, vinátta og góðvild lykilorð þegar kemur að kennslu á yngsta stigi menntunar – leikskólastiginu. Læsi, stærðfræði, heimilisfræði, samvinna, hjálpsemi, myndlist, líffræði, lífsleikni, vellíðan og efla sig í því að koma fram og tala fyrir framan aðra eru allt ríkir þættir í námi nemenda á næsta skólastiginu – í grunnskólanum. Við bætum svo enn við námið þegar við tökum ákvörðun að fara í framhaldsskóla og þar eru sérfræðingar á sínu sviði sem leiða hvert fag – kennarar í málmtækni, húsasmíði, myndlist, stærðfræði, eðlisfræði, siðfræði, sálfræði og svo mætti lengi telja. Allir kennarar á öllum þessum skólastigum er sérfræðingar á sínu sviði og hafa lagt á sig nám til að ná þeirri sérfræðiþekkingu. Ég heyri stundum spurningar eins og ,,En af hverju getur ekki leikskólakennaranámið verði styttra en grunnskólakennaranámið?“, ,,Af hverju þarf að vera eitt leyfisbréf?“, Ég vil gjarnan svara þessu með spurningum : En af hverju viljum við ekki hafa sérfæðinga með yngstu börnunum okkar? Viljum við ekki hafa starfsfólk sem hefur menntað sig til að sinna okkar allra yngsta fólki á mikilvægu æviskeiði – sjálfumáltökuskeiðinu? Viljum við ekki á öllum skólastigum hafa sérfræðinga sem vita hvað þeir eru að kenna á hverju stigi fyrir sig? Viljum við ekki hafa eitt leyfisbréf þannig að kennarar geta farið milli skólastiga til að takast á við nýjar áskoranir? Viljum við ekki hafa eitt leyfisbréf til að ungt fólk framtíðarinnar sjái hag í því að mennta sig sem kennari og hafi ákveðið val um það á hvaða kennslustigi hverju sinni viðkomandi vilji starfa? Ég sjálf er menntaður grunnskólakennari en starfa í dag sem leikskólastjóri, við eigum að hafa val um að vaxa í starfi – óháð skólastigum ef við sem fagmenn getum sýnt fram á hæfni okkar til að sinna kennslu á öðru skólastigi. Það var alveg margt sem ég þurfti sem grunnskólakennari að læra þegar ég fór yfir í leikskólann en var fljót að tileinka mér nýja kennsluhætti ofan á þá þekkingu og menntun sem ég hafði fyrir – enda er ég kennari. Núna heyrum við mikið talað um það að börn nái ekki færni í læsi eða hafi ekki nægan orðaforða. Getur verið að með fækkun kennara (starfsheitið kennari er lögverndað og því máttu ekki kalla þig kennara nema ef þú ert með leyfisbréf) séum við að fá fleiri nemendur sem eiga erfitt með ýmsa þætti náms? Getur verið að með fækkun kennara séum við að sjá fleiri börn í hverjum bekk, oft sjá sveitafélög hagræði í því að fjölga bara í bekknum frekar en að fjölga kennurum, þetta kallar svo á að hver kennari hefur minni og minni tíma fyrir hvern nemanda bekkjarins/deildarinnar. Hvernig eigum við að snúa okkur í því að gera starf kennarans meira aðlagandi og sexý? Hvað þarf til að fá inn fleiri kennara sem hafa menntað sig í 5 ár til að vinna eftir sinni sérfræðiþekkingu með þeim barnahóp á því skólastigi sem hver og einn kennari velur sér? Hvernig viljum við að seðlabankastjóri framtíðarinnar já eða bara næstu kennarar sem munu vinna með nemendunum sem munu vera framtíð landsins árið 2064? Við verðum að fjárfesta í kennurum til þess að fjárfesta í framtíð landsins og jarðarinnar allrar. Tökum okkur saman og gerum samfélagslega sátt um það að við þurfum að stórauka framlög til skólakerfisins og við þurfum að gera starf allra kennara að aðlagandi starfi þar sem þeir geti unnið út frá sinni sérfræðiþekkingu með þann aldur barna sem þeir sérhæfa sig til – geti unnið við góð starfsskilyrði þar sem fagmennska og fagþekking starfsmanna ræður ríkjum. Að ungt fólk sjái fjárhagslegan hag í því að mennta sig sem kennarar á öllum skólastigum og sjái það sem spennandi og áhugaverðan framtíðar starfsvettvang. Hættum að koma með óspennandi orðræðu um hve gefandi þetta starf er, hættum að tala um hvað þetta sé nú allt saman skemmtilegt, hættum að tala bara um mikilvægi skólastarfins þegar við erum í kosningarbaráttu eða dettum í pontu á Alþingi. Greiðum bara almennileg sérfræðilaun fyrir það að leggja á sig 5 ára háskólanám sem þú gerir að þínu ævistarfi. Gerum starf kennara að eftirsóknarverðu sérfræðistarfi sem það í raun er. Mig langar að enda þetta með tilvitnun úr Eplinu – fréttabréfi kennarasambandsins: Raddir skólafólks eru raddir sérfræðinga á sviði menntunar sem eiga einna mest undir því að vel sé staðið að árangursríku skólastarfi. https://mailchi.mp/ki.is/k-epli-sklaml-kjaraml-og-margt-fleira-1160070 Höfundur er leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Við sitjum á ákveðnum tímamótum en í vor gengu kennarafélögin í leik-, grunn- og framhaldsskóla sameinaðir til viðræðna varðandi kaup og kjör. Ekki hefur enn verið samið við þessi félög og nú erum við kominn inn í september. Leik-, grunn- og framhaldsskólakennarar eru sérfræðingar á sínu sviði. Allir þessir kennarar hafa lagt á sig 5 ára háskólanám til að mennta framtíðar forseta, fjármálaráðherra, seðlabankastjóra, starfsfólkið sem verður á kassa í Bónus (ef það verða kassar þar með lifandi mannverum í framtíðinni), veðurfræðingana, jarðfræðingana og bara alla – alla sem munu taka þátt í samfélagi framtíðarinnar. Það er því óhætt að segja að kennarar eru og munu ávallt koma að menntun framtíðarinnar. Þrátt fyrir frábæra tækni Chat GPD mun kennarastéttin vera til áfram – við munum varla sjá börnin okkar í bleyjuskiptum hjá róbóta né róbóta standa í kennslustofu framtíðarinnar að kenna siðfræði eða lífsleikni? Framtíðin er alltaf að verða flóknari, tæknilegar framfarir eru hvarvetna vegna nýrra hugmynda sem ný kynslóð leiðir hverju sinni. Framtíðin er líka alltaf að verða flóknari í samskiptum sökum þess að það eru tækninýjungar en ekki síst fyrir þær sakir að samfélög taka breytingum. Kennarar hafa gríðarleg áhrif á hvernig samfélag við viljum búa í enda eru þættir eins og læsi, málörvun, samkennd, umburðarlyndi, hjálpsemi, vinátta og góðvild lykilorð þegar kemur að kennslu á yngsta stigi menntunar – leikskólastiginu. Læsi, stærðfræði, heimilisfræði, samvinna, hjálpsemi, myndlist, líffræði, lífsleikni, vellíðan og efla sig í því að koma fram og tala fyrir framan aðra eru allt ríkir þættir í námi nemenda á næsta skólastiginu – í grunnskólanum. Við bætum svo enn við námið þegar við tökum ákvörðun að fara í framhaldsskóla og þar eru sérfræðingar á sínu sviði sem leiða hvert fag – kennarar í málmtækni, húsasmíði, myndlist, stærðfræði, eðlisfræði, siðfræði, sálfræði og svo mætti lengi telja. Allir kennarar á öllum þessum skólastigum er sérfræðingar á sínu sviði og hafa lagt á sig nám til að ná þeirri sérfræðiþekkingu. Ég heyri stundum spurningar eins og ,,En af hverju getur ekki leikskólakennaranámið verði styttra en grunnskólakennaranámið?“, ,,Af hverju þarf að vera eitt leyfisbréf?“, Ég vil gjarnan svara þessu með spurningum : En af hverju viljum við ekki hafa sérfæðinga með yngstu börnunum okkar? Viljum við ekki hafa starfsfólk sem hefur menntað sig til að sinna okkar allra yngsta fólki á mikilvægu æviskeiði – sjálfumáltökuskeiðinu? Viljum við ekki á öllum skólastigum hafa sérfræðinga sem vita hvað þeir eru að kenna á hverju stigi fyrir sig? Viljum við ekki hafa eitt leyfisbréf þannig að kennarar geta farið milli skólastiga til að takast á við nýjar áskoranir? Viljum við ekki hafa eitt leyfisbréf til að ungt fólk framtíðarinnar sjái hag í því að mennta sig sem kennari og hafi ákveðið val um það á hvaða kennslustigi hverju sinni viðkomandi vilji starfa? Ég sjálf er menntaður grunnskólakennari en starfa í dag sem leikskólastjóri, við eigum að hafa val um að vaxa í starfi – óháð skólastigum ef við sem fagmenn getum sýnt fram á hæfni okkar til að sinna kennslu á öðru skólastigi. Það var alveg margt sem ég þurfti sem grunnskólakennari að læra þegar ég fór yfir í leikskólann en var fljót að tileinka mér nýja kennsluhætti ofan á þá þekkingu og menntun sem ég hafði fyrir – enda er ég kennari. Núna heyrum við mikið talað um það að börn nái ekki færni í læsi eða hafi ekki nægan orðaforða. Getur verið að með fækkun kennara (starfsheitið kennari er lögverndað og því máttu ekki kalla þig kennara nema ef þú ert með leyfisbréf) séum við að fá fleiri nemendur sem eiga erfitt með ýmsa þætti náms? Getur verið að með fækkun kennara séum við að sjá fleiri börn í hverjum bekk, oft sjá sveitafélög hagræði í því að fjölga bara í bekknum frekar en að fjölga kennurum, þetta kallar svo á að hver kennari hefur minni og minni tíma fyrir hvern nemanda bekkjarins/deildarinnar. Hvernig eigum við að snúa okkur í því að gera starf kennarans meira aðlagandi og sexý? Hvað þarf til að fá inn fleiri kennara sem hafa menntað sig í 5 ár til að vinna eftir sinni sérfræðiþekkingu með þeim barnahóp á því skólastigi sem hver og einn kennari velur sér? Hvernig viljum við að seðlabankastjóri framtíðarinnar já eða bara næstu kennarar sem munu vinna með nemendunum sem munu vera framtíð landsins árið 2064? Við verðum að fjárfesta í kennurum til þess að fjárfesta í framtíð landsins og jarðarinnar allrar. Tökum okkur saman og gerum samfélagslega sátt um það að við þurfum að stórauka framlög til skólakerfisins og við þurfum að gera starf allra kennara að aðlagandi starfi þar sem þeir geti unnið út frá sinni sérfræðiþekkingu með þann aldur barna sem þeir sérhæfa sig til – geti unnið við góð starfsskilyrði þar sem fagmennska og fagþekking starfsmanna ræður ríkjum. Að ungt fólk sjái fjárhagslegan hag í því að mennta sig sem kennarar á öllum skólastigum og sjái það sem spennandi og áhugaverðan framtíðar starfsvettvang. Hættum að koma með óspennandi orðræðu um hve gefandi þetta starf er, hættum að tala um hvað þetta sé nú allt saman skemmtilegt, hættum að tala bara um mikilvægi skólastarfins þegar við erum í kosningarbaráttu eða dettum í pontu á Alþingi. Greiðum bara almennileg sérfræðilaun fyrir það að leggja á sig 5 ára háskólanám sem þú gerir að þínu ævistarfi. Gerum starf kennara að eftirsóknarverðu sérfræðistarfi sem það í raun er. Mig langar að enda þetta með tilvitnun úr Eplinu – fréttabréfi kennarasambandsins: Raddir skólafólks eru raddir sérfræðinga á sviði menntunar sem eiga einna mest undir því að vel sé staðið að árangursríku skólastarfi. https://mailchi.mp/ki.is/k-epli-sklaml-kjaraml-og-margt-fleira-1160070 Höfundur er leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar