Handtekinn í Dubaí Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2024 07:53 Danska lögreglan hefur ítrekað síðustu mánuði verið kölluð út vegna árása ungra liðsmanna sænsks glæpagengis á danskri grundu. Getty Þrítugur danskur karlmaður, sem sagður er einn af leiðtogunum í dansk-sænska gengjastríðinu sem blossað hefur upp síðustu mánuði, hefur verið handtekinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sænska ríkissjónvarpið SVT segir manninn hafa verið handtekinn í Dúbaí og að um sé að ræða einn nánasta samstarfsmann glæpaforingjans Ismail Abdo frá Uppsölum í Svíþjóð. Mikil umræða hefur staðið í Danmörku síðustu mánuði vegna þeirra ólögráða einstaklinga sem gengi Abdo á að hafa sent yfir til Danmerkur til að framkvæma árásir gegn einstaklingum í öðru glæpagengi. Er ástæðan sögð vera þjófnaður á mörg hundruð kíló af hassi sem höfðu verið í vörslu gengis Abdos og þess danska sem nú hefur verið handtekinn. Danska gengið Loyal to Familia er sagt hafa staðið fyrir þjófnaðinum, en eftir að eiturlyfin hurfu í sumar hafa ungir Svíar, trúir Abdo, verið sendir til Danmerkur til að framkvæmda skot- eða sprengjuárásir gegn greiðslum eða annars konar þóknun. Maðurinn sem nú hefur verið handtekinn hefur í lengri tíma stýrt genginu úr útlegð, á sama hátt og Ismail Abdo hefur stýrt frá Tyrklandi þar sem hann er ríkisborgari. Norrænir fjölmiðlar vonast til að hægt verði að framselja manninn frá Dúbaí, en margir óttast að honum komi til með að verða sleppt. Svíþjóð Danmörk Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Sænska ríkissjónvarpið SVT segir manninn hafa verið handtekinn í Dúbaí og að um sé að ræða einn nánasta samstarfsmann glæpaforingjans Ismail Abdo frá Uppsölum í Svíþjóð. Mikil umræða hefur staðið í Danmörku síðustu mánuði vegna þeirra ólögráða einstaklinga sem gengi Abdo á að hafa sent yfir til Danmerkur til að framkvæma árásir gegn einstaklingum í öðru glæpagengi. Er ástæðan sögð vera þjófnaður á mörg hundruð kíló af hassi sem höfðu verið í vörslu gengis Abdos og þess danska sem nú hefur verið handtekinn. Danska gengið Loyal to Familia er sagt hafa staðið fyrir þjófnaðinum, en eftir að eiturlyfin hurfu í sumar hafa ungir Svíar, trúir Abdo, verið sendir til Danmerkur til að framkvæmda skot- eða sprengjuárásir gegn greiðslum eða annars konar þóknun. Maðurinn sem nú hefur verið handtekinn hefur í lengri tíma stýrt genginu úr útlegð, á sama hátt og Ismail Abdo hefur stýrt frá Tyrklandi þar sem hann er ríkisborgari. Norrænir fjölmiðlar vonast til að hægt verði að framselja manninn frá Dúbaí, en margir óttast að honum komi til með að verða sleppt.
Svíþjóð Danmörk Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent