Tilgangslausi skólinn Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar 13. september 2024 12:31 Mamma geturðu gefið mér leyfi í dönsku? Það er eyða strax á eftir og ég er hvort eð er bara að gera verkefni sem ég get klárað heima…. Pabbi geturðu gefið mér leyfi í sundi? Það er hvort eð er bara verið að synda smá og svo fara í pottinn… Mamma geturðu gefið mér leyfi í íslensku? Það eru kynningar og ekki sjens að ég ætli að kynna fyrir framan hópinn… Pabbi geturðu gefið mér leyfi í stærðfræði? Það er próf og ég er ekki búin að læra neitt fyrir það. Ég get bara tekið sjúkrapróf eða eitthvað… Mamma geturðu gefið mér leyfi í skólanum í dag? Ég er hvort eð bara til hádegis og get alveg gert þetta allt bara heima…. Skólaárið í grunnskólum á Íslandi er skilgreint sem 180 kennsludagar. Fyrsta vika skólaárs, síðasta vika fram að jólaleyfi, fyrsta vikan eftir jólaleyfi, síðasta vikan fyrir páskaleyfi, fyrsta vikan eftir páskaleyfi og síðasta vika skólaárs eiga það sameiginlegt að leyfi nemenda verða algengari en á öðrum tímum. Í sumum tilfellum svo algeng að vart verður kennsluhæft í mörgum hópum víða um land. Við á Íslandi búum í forréttindasamfélagi þar sem aðgengi að gæðamenntun er gott. Kunnum við gott að meta? Hvar er skólinn í forgangsröð barna og barnafjölskyldna? Hvaða lexíur er skólanum lagt til að kenna ungviði landsins og hvernig á skólum landsins að takast ætlunarverk sitt ef börn mæta mörg ekki til leiks og viðhorfið er slíkt að skólinn er alltof oft í neðsta sæti þegar kemur að forgangsröðun heimila? Mikilvægt er að foreldrar átti sig á hve mikil áhrif fjarvera frá skóla getur haft á nám og líðan barna sinna. Þau mæta jafnvel stútfull af kvíða inn í skólann sinn því þau vita vart hvað snýr upp né niður í náminu né hvort þau séu að koma eða fara og getur þá skapast vítahringur sem nauðsynlegt er að vinda ofan af (en auðvitað langbest að koma í veg fyrir að rúlli af stað). Meirihluti foreldra og forráðafólks þekkir vel ábyrgðarhlutverk sitt og sinnir því af alúð. Leyfi barna er í þeim tilfellum ekki tekið af léttvægð og tryggja foreldrar að hlé á skólagöngu barns síns komi hvorki niður á barninu, námi þess né skólastarfi. Börn þeirra eru í skóla sem gegnir mikilvægu hlutverki í lífi þeirra. Er barnið þitt nokkuð nemandi í tilgangslausa skólanum? Höfundur er kennari og deildarstjóri í grunnskóla og meðvituð um að margt í lífinu lærist fyrir utan veggi skólakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Mamma geturðu gefið mér leyfi í dönsku? Það er eyða strax á eftir og ég er hvort eð er bara að gera verkefni sem ég get klárað heima…. Pabbi geturðu gefið mér leyfi í sundi? Það er hvort eð er bara verið að synda smá og svo fara í pottinn… Mamma geturðu gefið mér leyfi í íslensku? Það eru kynningar og ekki sjens að ég ætli að kynna fyrir framan hópinn… Pabbi geturðu gefið mér leyfi í stærðfræði? Það er próf og ég er ekki búin að læra neitt fyrir það. Ég get bara tekið sjúkrapróf eða eitthvað… Mamma geturðu gefið mér leyfi í skólanum í dag? Ég er hvort eð bara til hádegis og get alveg gert þetta allt bara heima…. Skólaárið í grunnskólum á Íslandi er skilgreint sem 180 kennsludagar. Fyrsta vika skólaárs, síðasta vika fram að jólaleyfi, fyrsta vikan eftir jólaleyfi, síðasta vikan fyrir páskaleyfi, fyrsta vikan eftir páskaleyfi og síðasta vika skólaárs eiga það sameiginlegt að leyfi nemenda verða algengari en á öðrum tímum. Í sumum tilfellum svo algeng að vart verður kennsluhæft í mörgum hópum víða um land. Við á Íslandi búum í forréttindasamfélagi þar sem aðgengi að gæðamenntun er gott. Kunnum við gott að meta? Hvar er skólinn í forgangsröð barna og barnafjölskyldna? Hvaða lexíur er skólanum lagt til að kenna ungviði landsins og hvernig á skólum landsins að takast ætlunarverk sitt ef börn mæta mörg ekki til leiks og viðhorfið er slíkt að skólinn er alltof oft í neðsta sæti þegar kemur að forgangsröðun heimila? Mikilvægt er að foreldrar átti sig á hve mikil áhrif fjarvera frá skóla getur haft á nám og líðan barna sinna. Þau mæta jafnvel stútfull af kvíða inn í skólann sinn því þau vita vart hvað snýr upp né niður í náminu né hvort þau séu að koma eða fara og getur þá skapast vítahringur sem nauðsynlegt er að vinda ofan af (en auðvitað langbest að koma í veg fyrir að rúlli af stað). Meirihluti foreldra og forráðafólks þekkir vel ábyrgðarhlutverk sitt og sinnir því af alúð. Leyfi barna er í þeim tilfellum ekki tekið af léttvægð og tryggja foreldrar að hlé á skólagöngu barns síns komi hvorki niður á barninu, námi þess né skólastarfi. Börn þeirra eru í skóla sem gegnir mikilvægu hlutverki í lífi þeirra. Er barnið þitt nokkuð nemandi í tilgangslausa skólanum? Höfundur er kennari og deildarstjóri í grunnskóla og meðvituð um að margt í lífinu lærist fyrir utan veggi skólakerfisins.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar