Evrópska vexti takk! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. september 2024 12:00 Nú hefur evrópski Seðlabankinn lækkað vexti. Þannig standa meginvextir bankans í 3.50%. Í kjölfarið lækkaði danski seðlabankinn meginvexti sína í samræmi við þessa lækkun. Í óvenjulegum ytri skilyrðum vegna heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu fóru stýrivextirnir hæst í 4% í Evrópu. Á sama tíma á Íslandi erum við pikkföst í 9.25% vöxtum. Þeir hafa ekkert haggast í meira en ár. Hvers vegna sættum við okkur við þennan veruleika? Af hverju er ekki jafnt gefið? Fólk á öllum aldri og um allt land finnur líka verulega fyrir því hversu dýrt það er orðið að versla í matinn. Við erum að tala um meginþorra þjóðarinnar. Fólk sem hefurgert allt eftir bókinni og ætti, í eðlilegu hagkerfi - að hafa það gott.En þetta sama fólk situr við eldhúsborðið um hver mánaðarmótog klórar sér í kollinum yfir því hvers vegna dæmið gengur ekki upp. Og það spyr sig - eðlilega; Af hverju þurfa þau að borga húsnæðið sitt þrisvar sinnum miðað við vini þeirra í nágrannalöndunum? Af hverju þessi dýra matarkarfa? Af hverju þessar heimasmíðuðu reglur sem nýtast ekki almenningi? Af hverju er ekki jafnt gefið?En stjórnin lætur sem ekkert sé. Hugar ekki að þessu fólki - hugar ekki að neytendum. Viðreisn er eina svarið Viðreisn er eini flokkurinn sem stendur í lappirnar þegar kemur að því að standa með grunnstefnunni sinni. Við höfum frá stofnun flokksins lagt Evrópusambandið á borðið. Við treystum þjóðinni til að taka næsta skref, hvort klára eigi samninga og hætta að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Inngangan ein og sér er ekki markmiðið – heldur þau bættu lífsgæði sem við teljum að Íslendingar geti öðlast. Meðal annars með stöðugri gjaldmiðli og raunverulegum fyrirsjáanleika fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Að leikreglurnar í samfélaginu okkar séu fyrir fólkið allt en ekki sérvalda hópa sem þóknast stjórnvöldum. Það er í því samhengi ágætt að velta því fyrir sér hvar við værum stödd með okkar stýrivexti ef haldið hefði verið öðruvísi á málum og samningur hefði náðst um inngöngu árið 2013? Værum við þá kannski með 3.5% stýrivexti en ekki 9.25% í dag? Væri vaxtakostnaður ríkissjóðs einn stærsti útgjaldaliðurinn? Hvað hefði það sparað íslenskum almenningi í þessu verðbólguástandi? Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég heyri oft frá gömlu flokkunum að hér þurfi ekkert að skipta um gjaldmiðil. Engu að breyta. Að við þurfum eingöngu að temja okkur ábyrga hagstjórn til að koma böndum á krónuna. En þá spyr ég á móti - ef það er rót vandans er það þá ekki um leið fullkominn áfellisdómur yfir öllum fjármálaráðherrum landsins frá lýðveldisstofnun? Með fullri virðingu þá hygg ég að rót vandans hér liggi fremur í okkar örmynt og smáa hagkerfi. En þar stendur kannski hnífurinn í kúnni. Með upptöku evru eða tengingu krónunnar við hana er gerð sú sjálfsagða krafa til stjórnmálamanna að stunda agaða hagstjórn. Færeyingum hefur tekist þetta ágætlega. Stýrivextir eru 3.50%, verðbólga mun minni, atvinnuleysi líka. Hvað er að óttast? Við viljum evrópska vexti en ekki séríslenska. Er það í alvörunni svo slæm hugmynd? Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Íslenska krónan Fjármál heimilisins Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Nú hefur evrópski Seðlabankinn lækkað vexti. Þannig standa meginvextir bankans í 3.50%. Í kjölfarið lækkaði danski seðlabankinn meginvexti sína í samræmi við þessa lækkun. Í óvenjulegum ytri skilyrðum vegna heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu fóru stýrivextirnir hæst í 4% í Evrópu. Á sama tíma á Íslandi erum við pikkföst í 9.25% vöxtum. Þeir hafa ekkert haggast í meira en ár. Hvers vegna sættum við okkur við þennan veruleika? Af hverju er ekki jafnt gefið? Fólk á öllum aldri og um allt land finnur líka verulega fyrir því hversu dýrt það er orðið að versla í matinn. Við erum að tala um meginþorra þjóðarinnar. Fólk sem hefurgert allt eftir bókinni og ætti, í eðlilegu hagkerfi - að hafa það gott.En þetta sama fólk situr við eldhúsborðið um hver mánaðarmótog klórar sér í kollinum yfir því hvers vegna dæmið gengur ekki upp. Og það spyr sig - eðlilega; Af hverju þurfa þau að borga húsnæðið sitt þrisvar sinnum miðað við vini þeirra í nágrannalöndunum? Af hverju þessi dýra matarkarfa? Af hverju þessar heimasmíðuðu reglur sem nýtast ekki almenningi? Af hverju er ekki jafnt gefið?En stjórnin lætur sem ekkert sé. Hugar ekki að þessu fólki - hugar ekki að neytendum. Viðreisn er eina svarið Viðreisn er eini flokkurinn sem stendur í lappirnar þegar kemur að því að standa með grunnstefnunni sinni. Við höfum frá stofnun flokksins lagt Evrópusambandið á borðið. Við treystum þjóðinni til að taka næsta skref, hvort klára eigi samninga og hætta að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Inngangan ein og sér er ekki markmiðið – heldur þau bættu lífsgæði sem við teljum að Íslendingar geti öðlast. Meðal annars með stöðugri gjaldmiðli og raunverulegum fyrirsjáanleika fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Að leikreglurnar í samfélaginu okkar séu fyrir fólkið allt en ekki sérvalda hópa sem þóknast stjórnvöldum. Það er í því samhengi ágætt að velta því fyrir sér hvar við værum stödd með okkar stýrivexti ef haldið hefði verið öðruvísi á málum og samningur hefði náðst um inngöngu árið 2013? Værum við þá kannski með 3.5% stýrivexti en ekki 9.25% í dag? Væri vaxtakostnaður ríkissjóðs einn stærsti útgjaldaliðurinn? Hvað hefði það sparað íslenskum almenningi í þessu verðbólguástandi? Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég heyri oft frá gömlu flokkunum að hér þurfi ekkert að skipta um gjaldmiðil. Engu að breyta. Að við þurfum eingöngu að temja okkur ábyrga hagstjórn til að koma böndum á krónuna. En þá spyr ég á móti - ef það er rót vandans er það þá ekki um leið fullkominn áfellisdómur yfir öllum fjármálaráðherrum landsins frá lýðveldisstofnun? Með fullri virðingu þá hygg ég að rót vandans hér liggi fremur í okkar örmynt og smáa hagkerfi. En þar stendur kannski hnífurinn í kúnni. Með upptöku evru eða tengingu krónunnar við hana er gerð sú sjálfsagða krafa til stjórnmálamanna að stunda agaða hagstjórn. Færeyingum hefur tekist þetta ágætlega. Stýrivextir eru 3.50%, verðbólga mun minni, atvinnuleysi líka. Hvað er að óttast? Við viljum evrópska vexti en ekki séríslenska. Er það í alvörunni svo slæm hugmynd? Höfundur er formaður Viðreisnar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun