Gervigreindin og atvinnulífið Þorsteinn Siglaugsson skrifar 24. september 2024 08:32 Veturinn 2022/23 markaði mikilvæg tímamót, en þá tók mannkynið að uppgötva möguleika spunagreindarinnar (e. generative AI). Nú er ljóst að þessi tækni er komin til að vera og fyrirtæki um allan heim eru tekin að nýta hana á markvissan hátt í rekstri. Haustráðstefna Stjórnvísi sem haldin verður miðvikudaginn 25. september er einmitt helguð gervigreindinni, en þetta árið ber ráðstefnan yfirskriftina „Snjöll framtíð“. Aukinn áhugi á gervigreind Nýleg rannsókn McKinsey sýnir að 65% fyrirtækja nota nú reglulega gervigreind, sem er næstum tvöfalt meira en fyrir aðeins tíu mánuðum síðan. Þetta endurspeglar þann mikla vöxt sem hefur orðið í notkun gervigreindar almennt á heimsvísu. Gervigreind hefur verið tekin í notkun á fleiri sviðum en áður. Síðastliðin sex ár var hlutfall fyrirtækja sem nota gervigreind í kringum 50%, en nú hefur það á skömmum tíma hækkað í 72%. Sérstaklega hefur áhuginn aukist í atvinnugreinum eins og fagþjónustu, þar sem mestar breytingar hafa orðið. Í dag er gervigreind mest notuð á þeim sviðum þar sem hún getur skapað mestan virðisauka, eins og í markaðssetningu, sölu og þróun vöru og þjónustu. Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir sem sýna að gervigreind getur skapað mest verðmæti á þessum sviðum. Það sem vekur sérstaka athygli er að notkun gervigreindar í markaðssetningu og sölu hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2023. Það eru ekki aðeins fyrirtæki og stofnanir sem nýta sér gervigreind heldur hefur persónuleg notkun hennar einnig aukist verulega. Millistjórnendur eru t.d. mun líklegri en áður til að nota gervigreind í bæði vinnu og persónulegu lífi. Sérstaklega hefur notkunin aukist í Asíu og Kína. Fjárfesting í gervigreind hefur aukist umtalsvert Fyrirtæki eru farin að fjárfesta verulega í gervigreind, og niðurstöður McKinsey sýna að margar atvinnugreinar verja nú í gervigreind meira en 5% af því fjármagni sem fer í hugbúnaðarfjárfestingar almennt. Enn sem komið er er meira fé varið í hefðbundin greiningartól en í gervigreind, en búast má við að þetta breytist hratt á næstu misserum. En á hvaða sviðum skilar fjárfestingin sér best? Í rannsókn McKinsey kemur m.a. fram að notkun gervigreindar hefur lækkað kostnað í mannauðsmálum og aukið tekjur vegna betri birgðastýringar. Þetta eru dæmi um hvernig gervigreind er að skila raunverulegum virðisauka í starfsemi fyrirtækja. Áskoranir og áhætta við notkun gervigreindar Eins og á við um allar nýjungar fylgir margs konar áhætta notkun gervigreindar. Rannsóknin leiðir í ljós að 44% fyrirtækja hafa orðið fyrir neikvæðum afleiðingum vegna gervigreindar, þar á meðal gagnvart netöryggi, en einnig vegna villna. Mest áberandi er tjón vegna ónákvæmni líkananna, sem í raun sýnir fyrst og fremst að við eigum enn talsvert í land hvað varðar skilning á virkni líkananna og kunnáttu í notkun þeirra. Það er ekki aðeins nóg að innleiða gervigreind, heldur þarf einnig að huga að ábyrgri notkun hennar. Samkvæmt niðurstöðum McKinsey hefur aðeins lítill hluti fyrirtækja sett upp reglur og verkferla til að tryggja ábyrga notkun gervigreindar, sem sýnir að enn er mikil þörf á að bæta fræðslu og innleiðingu öryggisráðstafana. Hvernig ná fyrirtæki bestum árangri með gervigreind? Þrátt fyrir áskoranirnar hafa sum fyrirtæki náð miklum árangri með notkun gervigreindar. Þessi fyrirtæki nota gervigreind á mörgum sviðum, svo sem í áhættustýringu, lögfræðileg verkefni og birgðastýringu. Þau hafa einnig rekist á ýmiss konar áhættu, en með því að fylgja skýrum vinnureglum hafa þau náð að lágmarka áhættu og hámarka ávinning. Þau fyrirtæki sem mestum árangri hafa náð hafa einnig sýnt fram á mikilvægi sérsniðinna lausna. Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki séu enn að nýta gervigreindarlausnir sem eru tiltækar á almennum markaði, þá eru það sérsniðnar og sérsmíðaðar lausnir sem skila mestum árangri. Þetta kallar á að fyrirtæki hugsi stórt og endurhanni vinnuferla sína í kringum gervigreind. Gervigreind, ákvarðanataka og óskráð þekking Þegar horft er til framtíðar er ljóst að gervigreind mun halda áfram að þróast og verða ómissandi þáttur í rekstri fyrirtækja. Til að ná árangri þurfa fyrirtæki að vera tilbúin að aðlagast, huga að bæði tækni- og mannauðsþáttum og sérsníða lausnir til að ná hámarksárangri. Gervigreind mun ekki aðeins breyta því hvernig fyrirtæki starfa heldur einnig hvernig þau hugsa um og nálgast ákvarðanatöku. Óskráð þekking er meginhluti þeirrar þekkingar sem til staðar er innan fyrirtækja og fram að tilkomu spunagreindarinnar nýttist gervigreind lítt til að vinna með hana. En með mállíkönunum hefur þetta gjörbreyst og fyrirtæki sem ná að innleiða mótaðar aðferðir við ákvarðanatöku munu geta stórbætt eigin ákvarðanir og hámarkað þannig samkeppnishæfni sína. Höfundur er sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar og höfundur Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Gervigreind Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Veturinn 2022/23 markaði mikilvæg tímamót, en þá tók mannkynið að uppgötva möguleika spunagreindarinnar (e. generative AI). Nú er ljóst að þessi tækni er komin til að vera og fyrirtæki um allan heim eru tekin að nýta hana á markvissan hátt í rekstri. Haustráðstefna Stjórnvísi sem haldin verður miðvikudaginn 25. september er einmitt helguð gervigreindinni, en þetta árið ber ráðstefnan yfirskriftina „Snjöll framtíð“. Aukinn áhugi á gervigreind Nýleg rannsókn McKinsey sýnir að 65% fyrirtækja nota nú reglulega gervigreind, sem er næstum tvöfalt meira en fyrir aðeins tíu mánuðum síðan. Þetta endurspeglar þann mikla vöxt sem hefur orðið í notkun gervigreindar almennt á heimsvísu. Gervigreind hefur verið tekin í notkun á fleiri sviðum en áður. Síðastliðin sex ár var hlutfall fyrirtækja sem nota gervigreind í kringum 50%, en nú hefur það á skömmum tíma hækkað í 72%. Sérstaklega hefur áhuginn aukist í atvinnugreinum eins og fagþjónustu, þar sem mestar breytingar hafa orðið. Í dag er gervigreind mest notuð á þeim sviðum þar sem hún getur skapað mestan virðisauka, eins og í markaðssetningu, sölu og þróun vöru og þjónustu. Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir sem sýna að gervigreind getur skapað mest verðmæti á þessum sviðum. Það sem vekur sérstaka athygli er að notkun gervigreindar í markaðssetningu og sölu hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2023. Það eru ekki aðeins fyrirtæki og stofnanir sem nýta sér gervigreind heldur hefur persónuleg notkun hennar einnig aukist verulega. Millistjórnendur eru t.d. mun líklegri en áður til að nota gervigreind í bæði vinnu og persónulegu lífi. Sérstaklega hefur notkunin aukist í Asíu og Kína. Fjárfesting í gervigreind hefur aukist umtalsvert Fyrirtæki eru farin að fjárfesta verulega í gervigreind, og niðurstöður McKinsey sýna að margar atvinnugreinar verja nú í gervigreind meira en 5% af því fjármagni sem fer í hugbúnaðarfjárfestingar almennt. Enn sem komið er er meira fé varið í hefðbundin greiningartól en í gervigreind, en búast má við að þetta breytist hratt á næstu misserum. En á hvaða sviðum skilar fjárfestingin sér best? Í rannsókn McKinsey kemur m.a. fram að notkun gervigreindar hefur lækkað kostnað í mannauðsmálum og aukið tekjur vegna betri birgðastýringar. Þetta eru dæmi um hvernig gervigreind er að skila raunverulegum virðisauka í starfsemi fyrirtækja. Áskoranir og áhætta við notkun gervigreindar Eins og á við um allar nýjungar fylgir margs konar áhætta notkun gervigreindar. Rannsóknin leiðir í ljós að 44% fyrirtækja hafa orðið fyrir neikvæðum afleiðingum vegna gervigreindar, þar á meðal gagnvart netöryggi, en einnig vegna villna. Mest áberandi er tjón vegna ónákvæmni líkananna, sem í raun sýnir fyrst og fremst að við eigum enn talsvert í land hvað varðar skilning á virkni líkananna og kunnáttu í notkun þeirra. Það er ekki aðeins nóg að innleiða gervigreind, heldur þarf einnig að huga að ábyrgri notkun hennar. Samkvæmt niðurstöðum McKinsey hefur aðeins lítill hluti fyrirtækja sett upp reglur og verkferla til að tryggja ábyrga notkun gervigreindar, sem sýnir að enn er mikil þörf á að bæta fræðslu og innleiðingu öryggisráðstafana. Hvernig ná fyrirtæki bestum árangri með gervigreind? Þrátt fyrir áskoranirnar hafa sum fyrirtæki náð miklum árangri með notkun gervigreindar. Þessi fyrirtæki nota gervigreind á mörgum sviðum, svo sem í áhættustýringu, lögfræðileg verkefni og birgðastýringu. Þau hafa einnig rekist á ýmiss konar áhættu, en með því að fylgja skýrum vinnureglum hafa þau náð að lágmarka áhættu og hámarka ávinning. Þau fyrirtæki sem mestum árangri hafa náð hafa einnig sýnt fram á mikilvægi sérsniðinna lausna. Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki séu enn að nýta gervigreindarlausnir sem eru tiltækar á almennum markaði, þá eru það sérsniðnar og sérsmíðaðar lausnir sem skila mestum árangri. Þetta kallar á að fyrirtæki hugsi stórt og endurhanni vinnuferla sína í kringum gervigreind. Gervigreind, ákvarðanataka og óskráð þekking Þegar horft er til framtíðar er ljóst að gervigreind mun halda áfram að þróast og verða ómissandi þáttur í rekstri fyrirtækja. Til að ná árangri þurfa fyrirtæki að vera tilbúin að aðlagast, huga að bæði tækni- og mannauðsþáttum og sérsníða lausnir til að ná hámarksárangri. Gervigreind mun ekki aðeins breyta því hvernig fyrirtæki starfa heldur einnig hvernig þau hugsa um og nálgast ákvarðanatöku. Óskráð þekking er meginhluti þeirrar þekkingar sem til staðar er innan fyrirtækja og fram að tilkomu spunagreindarinnar nýttist gervigreind lítt til að vinna með hana. En með mállíkönunum hefur þetta gjörbreyst og fyrirtæki sem ná að innleiða mótaðar aðferðir við ákvarðanatöku munu geta stórbætt eigin ákvarðanir og hámarkað þannig samkeppnishæfni sína. Höfundur er sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar og höfundur Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun