Vilja Grafarvogsbúar þéttingu meirihlutans í Reykjavík? Diljá Mist Einarsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson skrifa 7. október 2024 08:01 Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur kynnt áform um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Áformin fela í sér að 500 íbúðir muni rísa þar á næstu árum, en fyrirvari er þó gerður um íbúasamráð og athugasemdir frá nærumhverfi. Fjölmargir íbúar Grafarvogs hafa lýst miklum áhyggjum af þessum áformum og hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun. Meðal áhyggja íbúa eru að þéttingin muni skerða aðgang að útivistarsvæðum og þrengi að starfsemi skóla í hverfinu. Þá hafa íbúar lýst áhyggjum af aukinni umferð og áformin falli ekki að byggð sem þegar er til staðar í hverfinu. Skilningsleysi meirihlutans gagnvart úthverfum borgarinnar hefur einkennt stjórnarfar hans. Það getur skaðað lífsgæði íbúanna verulega þegar ákvarðanatakan er í höndum fólks sem þekkir þessi samfélög ekki. Mikilvægt er að virkt samtal og samráð verði við Grafarvogsbúa um byggingaráformin í þessu rótgróna hverfi sem hefur svipaðan íbúafjölda og Akureyrarbær. Undirrituð hafa búið í Grafarvogi í áratugi og þekkja því hverfið mjög vel. Þótt þétting byggðar, þetta aðalstefnumál meirihlutans, geti átt rétt á sér við ákveðnar aðstæður, er mikilvægt að hún eigi sér ekki stað nema í fullu samráði og sátt við íbúana hverfanna sem um ræðir. Áhyggjur okkar snúa að því að þeir sem stýri borginni skilji ekki að fólk búi í Grafarvogi sem flutti þangað einmitt vegna gerðar og gæða hverfisins. Tæplega var það nálægðin við miðbæinn sem heillaði, en grænu svæðin í Grafarvogi spila á hinn bóginn klárlega stórt hlutverk. Við þurfum að standa vörð um græn svæði borgarinnar og þau mega ekki víkja fyrir yfirgengilegum þéttingaráformum um alla borg. En víða í borginni rísa nú gróðurlitlir steinsteypuskógar. Hver verður dómur framtíðarinnar um þá? Sömu sögu má segja um byggingaráform á Keldum. Þar vill meirihlutinn í borgarstjórn reisa byggð í hróplegu ósamræmi við Grafarvogshverfið sem myndi nær tvöfalda íbúafjöldann á mjög litlu svæði ef áformin ganga eftir. Þar á sömuleiðis að ganga freklega á græn svæði og náttúruminjar sem þar eru fyrir. Við höfum viðrað þessar áhyggjur Grafarvogsbúa við borgaryfirvöld og á vettvangi þingsins og munum halda áfram að gæta hagsmuna hverfisins okkar. Við stjórnmálamenn og hugmyndir okkar erum nefnilega til fyrir fólkið og íbúana, ekki öfugt. Höfundar eru báðir íbúar í Grafarvogi, annar er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hinn er orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Sveitarstjórnarmál Diljá Mist Einarsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Borgarstjórn Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur kynnt áform um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Áformin fela í sér að 500 íbúðir muni rísa þar á næstu árum, en fyrirvari er þó gerður um íbúasamráð og athugasemdir frá nærumhverfi. Fjölmargir íbúar Grafarvogs hafa lýst miklum áhyggjum af þessum áformum og hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun. Meðal áhyggja íbúa eru að þéttingin muni skerða aðgang að útivistarsvæðum og þrengi að starfsemi skóla í hverfinu. Þá hafa íbúar lýst áhyggjum af aukinni umferð og áformin falli ekki að byggð sem þegar er til staðar í hverfinu. Skilningsleysi meirihlutans gagnvart úthverfum borgarinnar hefur einkennt stjórnarfar hans. Það getur skaðað lífsgæði íbúanna verulega þegar ákvarðanatakan er í höndum fólks sem þekkir þessi samfélög ekki. Mikilvægt er að virkt samtal og samráð verði við Grafarvogsbúa um byggingaráformin í þessu rótgróna hverfi sem hefur svipaðan íbúafjölda og Akureyrarbær. Undirrituð hafa búið í Grafarvogi í áratugi og þekkja því hverfið mjög vel. Þótt þétting byggðar, þetta aðalstefnumál meirihlutans, geti átt rétt á sér við ákveðnar aðstæður, er mikilvægt að hún eigi sér ekki stað nema í fullu samráði og sátt við íbúana hverfanna sem um ræðir. Áhyggjur okkar snúa að því að þeir sem stýri borginni skilji ekki að fólk búi í Grafarvogi sem flutti þangað einmitt vegna gerðar og gæða hverfisins. Tæplega var það nálægðin við miðbæinn sem heillaði, en grænu svæðin í Grafarvogi spila á hinn bóginn klárlega stórt hlutverk. Við þurfum að standa vörð um græn svæði borgarinnar og þau mega ekki víkja fyrir yfirgengilegum þéttingaráformum um alla borg. En víða í borginni rísa nú gróðurlitlir steinsteypuskógar. Hver verður dómur framtíðarinnar um þá? Sömu sögu má segja um byggingaráform á Keldum. Þar vill meirihlutinn í borgarstjórn reisa byggð í hróplegu ósamræmi við Grafarvogshverfið sem myndi nær tvöfalda íbúafjöldann á mjög litlu svæði ef áformin ganga eftir. Þar á sömuleiðis að ganga freklega á græn svæði og náttúruminjar sem þar eru fyrir. Við höfum viðrað þessar áhyggjur Grafarvogsbúa við borgaryfirvöld og á vettvangi þingsins og munum halda áfram að gæta hagsmuna hverfisins okkar. Við stjórnmálamenn og hugmyndir okkar erum nefnilega til fyrir fólkið og íbúana, ekki öfugt. Höfundar eru báðir íbúar í Grafarvogi, annar er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hinn er orku- og loftslagsráðherra.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun