Verðugir verðlaunahafar Stefán Pálsson skrifar 13. október 2024 12:01 Í liðinni viku var tilkynnt að friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2024 færu til Nioh Hidankyo, samtaka eftirlifenda kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samtök þessi voru stofnuð árið 1956 í tvíþættum tilgangi. Í fyrsta lagi mátti fólkið sem lenti í árásunum afdrifaríku þola ótrúlega fordóma og útskúfun í japönsku samfélagi. Um þá ljótu sögu er meðal annars fjallað á áhrifamikinn hátt í kvikmyndinni Snertingu sem gerð var eftir samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem sjálfsagt er að hvetja alla til að kynna sér. Hitt meginmarkmið Nioh Hidankyo var frá upphafi að vekja athygli á ógnum kjarnorkuvopna og hvetja ráðamenn heimsins til að útrýma slíkum vopnum. Samtökin voru stofnuð um það leyti sem kjarnorkukapphlaup risaveldanna var að hefjast fyrir alvöru. Bæði Bandaríkin og Sovétríkin höfðu þróað vetnssprengjur sem voru margfalt öflugari en þær sprengjur sem varpað hafði verið á japönsku borgirnar tvær. Á næstu árum kepptust ríkin tvö við að framleiða sífellt kröftugri vopn og voru tilraunasprengingar þeirra tíðar, með alvarlegum afleiðingum fyrir líf og heilsu milljóna manna á stóru svæði. Því miður hefur barátta kjarnorkuvopnaandstæðinga sjaldan eða aldrei verið brýnni en nú um stundir. Bandaríkin og Rússland hafa á síðustu árum snúið baki við mörgum af veigamestu afvopnunarsáttmálum Kalda stríðsins, auk þess sem svimandi fjárhæðum er varið til þróunar á nýjum kjarnorkuvopnum. Í þeirri vinnu gæla herstjórnendur sífellt meira við möguleikann á „staðbundinni notkun“ kjarnorkuvopna – líkt og þau geti verið raunhæfur valkostur í hernaði í stað þess að vera álitið örþrifaráð sem líklega myndi leiða til gjöreyðingar mannkyns. Tvö kjarnorkuveldi, Rússland og Ísrael eiga nú í blóðugum styrjöldum sem auðveldlega geta stigmagnast. Þá má ekki gleyma hættunni á að kjarnavopnum verði beitt af misgáningi eða slys verði við umferð þeirra og flutninga. Fyrir Íslendinga er vert að hafa í huga að á hverjum degi sigla kafbátar með kjarnorkuvopn um höfin umhverfis landið. Friðarverðlaun Nóbels 2024 eru góð áminning um mikilvægi baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum. Þar er eitt öflugasta tækið sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum sem nærri 100 ríki hafa undirritað. Í þeim hópi eru því miður engin aðildarríki Nató, enda er bandalagið ekki hvað síst til um kjarnorkuvopn og áskilur sér rétt til að beita þeim að fyrra bragði. Það er sjálfsögð krafa að Ísland skipi sér tafarlaust í sveit þeirra ríkja sem vinna að útrýmingu kjarnorkuvopna. Höfundur er í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Kjarnorka Nóbelsverðlaun Japan Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Í liðinni viku var tilkynnt að friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2024 færu til Nioh Hidankyo, samtaka eftirlifenda kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samtök þessi voru stofnuð árið 1956 í tvíþættum tilgangi. Í fyrsta lagi mátti fólkið sem lenti í árásunum afdrifaríku þola ótrúlega fordóma og útskúfun í japönsku samfélagi. Um þá ljótu sögu er meðal annars fjallað á áhrifamikinn hátt í kvikmyndinni Snertingu sem gerð var eftir samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem sjálfsagt er að hvetja alla til að kynna sér. Hitt meginmarkmið Nioh Hidankyo var frá upphafi að vekja athygli á ógnum kjarnorkuvopna og hvetja ráðamenn heimsins til að útrýma slíkum vopnum. Samtökin voru stofnuð um það leyti sem kjarnorkukapphlaup risaveldanna var að hefjast fyrir alvöru. Bæði Bandaríkin og Sovétríkin höfðu þróað vetnssprengjur sem voru margfalt öflugari en þær sprengjur sem varpað hafði verið á japönsku borgirnar tvær. Á næstu árum kepptust ríkin tvö við að framleiða sífellt kröftugri vopn og voru tilraunasprengingar þeirra tíðar, með alvarlegum afleiðingum fyrir líf og heilsu milljóna manna á stóru svæði. Því miður hefur barátta kjarnorkuvopnaandstæðinga sjaldan eða aldrei verið brýnni en nú um stundir. Bandaríkin og Rússland hafa á síðustu árum snúið baki við mörgum af veigamestu afvopnunarsáttmálum Kalda stríðsins, auk þess sem svimandi fjárhæðum er varið til þróunar á nýjum kjarnorkuvopnum. Í þeirri vinnu gæla herstjórnendur sífellt meira við möguleikann á „staðbundinni notkun“ kjarnorkuvopna – líkt og þau geti verið raunhæfur valkostur í hernaði í stað þess að vera álitið örþrifaráð sem líklega myndi leiða til gjöreyðingar mannkyns. Tvö kjarnorkuveldi, Rússland og Ísrael eiga nú í blóðugum styrjöldum sem auðveldlega geta stigmagnast. Þá má ekki gleyma hættunni á að kjarnavopnum verði beitt af misgáningi eða slys verði við umferð þeirra og flutninga. Fyrir Íslendinga er vert að hafa í huga að á hverjum degi sigla kafbátar með kjarnorkuvopn um höfin umhverfis landið. Friðarverðlaun Nóbels 2024 eru góð áminning um mikilvægi baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum. Þar er eitt öflugasta tækið sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum sem nærri 100 ríki hafa undirritað. Í þeim hópi eru því miður engin aðildarríki Nató, enda er bandalagið ekki hvað síst til um kjarnorkuvopn og áskilur sér rétt til að beita þeim að fyrra bragði. Það er sjálfsögð krafa að Ísland skipi sér tafarlaust í sveit þeirra ríkja sem vinna að útrýmingu kjarnorkuvopna. Höfundur er í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun