Vænlegast fyrir alla að þjóðin fái að kjósa Heimir Már Pétursson skrifar 13. október 2024 19:46 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra gengur á fundu Höllu Tómasdóttur forseta Íslands til að óska eftir þingrofi. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hittir forseta Íslands klukkan níu í fyrramálið að óska eftir þingrofi sem hann vonast til að geti formlega átt sér stað á fimmtudag. Hann segir ágreiningsmálin í samstarfinu hafa verið orðin of mörg og alvarleg og því rétt að slíta stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði óvænt til blaðamannafundar í forsætisráðuneytinu klukkan hálf fjögur. Miðað við það sem á undan er gengið undraði kannski engann að hann greindi frá því að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Bjarni sagði að lagt hafi verið upp með í vor þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu að megin áhersla yrði lögð á þrjú viðfangsefni; efnahagsmálin, útlendingamálin og orkumálin. Með haustinu hafi hins vegar orðið ljóst að það væri greinilega ekki að ganga upp í samstarfinu við Vinstri græn. „Það er upp ágreiningur um aðgerðir í hælisleitendmálum. Það hefur verið opinbert. Við höfum verið í ágreiningi lengi í stjórninni um framtíðarsýn varðandi orkunýtingu. Og nú er það svo að tillögur frá umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hafa verið fastar í ríkisstjórninni um nokkurt skeið, um næsta ramma,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson segir fullreynt að Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur nái ekki saman í útlendingamálum, orkumálum og lagareldismálum svo eitthvað væri nefnt.Vísir/Vilhelm Hann sæi heldur ekki að ásættanleg niðurstaða náist um önnur mikilvæg mál fyrir kosningar. Þar mætti nefna frumvarp um lagareldið sem væri dottið út af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar þar sem verið væri að fjárfesta fyrir milljarða. Eftir fundi með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og oddvitum hinna stjórnarflokkanna um helgina teldi hann ekki miklar líkur á samstöðu um þessi mál. Ríkisstjórnin hafi aftur á móti þrátt fyrir allt náð miklum árangri á sjö árum. „En svo breytast verkefnin. Hælisleitendamálin sem hafa verið í vissum ágreiningi milli flokkanna á þessu kjörtímabili. Og eru að mati okkar áfram mikið forgangsmál. Að tryggja landamærin og grípa til aðgerða til að auka skilvirkni í afgreiðslu mála,“ segir fráfarandi forsætisráðherra. Efnahagsstjórnin verði að gefa svör til komandi ára. „Það þýðir að ríkisstjórnin þarf að geta svarað því hvað stendur til í grænni orkuöflun og nýtingu grænnrar orku til að byggja samfélagið upp til lengri tíma og fara í orkuskiptin. Það þýðir að þegar við erum með nýjar atvinnugreinar að ríkisstjórnin verður að hafa burði til þess að leysa úr efnislegum ágreiningi um lagalegt umhverfi slíkrar atvinnuuppbyggingar til lengri tíma,“ segir Bjarni. Þverrandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnunum megi örugglega að hluta rekja til óánægju stuðningsmanna með gang stefnumála flokksins. Enda bersýnilegt að Vinstri græn og Sjálfstæðisflokur hefðu mjög ólíka sýn sem hafi birst víða. Þetta verður í annað sinn sem ríkisstjórn þar sem Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra klárar ekki kjörtímabilið.Vísir/Vilhelm „Það hefur birst í málum allt frá utanríkisstefnu yfir í hælisleitendamál, sem hér eru nefnd. Ég er að nefna hér orkumálin og vonandi þarf ég ekki að eyða löngum tíma í að útskýra, til dæmis eftir landsfund Vinstri grænna, hversu ólíka framtíðarsýn sá flokkur hefur borið saman við það sem ég vil standa fyrir,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Besti færi á því að stjórnarflokkar hefðu sameiginlega sýn á lykilþætti og á það hefði skort í vaxandi mæli. Því væri farsælast fyrir þjóðina og stjórnarflokkanna að ganga til kosninga. „Og veita þjóðinni það vald að svara þessum stóru spurningum sem flokkarnir geta hver fyrir sig kynnt fyrir kjósendum sínum framtíðarsýn á. Og ef allt gengur eins og ég er hér að leggja upp með munum við Íslendingar ganga til kosninga undir lok nóvembermánaðar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Bjarni á fund með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan níu í fyrramálið. Forsetinn mun síðan væntanlega eiga fundi með formönnum annarra flokka á morgun. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði óvænt til blaðamannafundar í forsætisráðuneytinu klukkan hálf fjögur. Miðað við það sem á undan er gengið undraði kannski engann að hann greindi frá því að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Bjarni sagði að lagt hafi verið upp með í vor þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu að megin áhersla yrði lögð á þrjú viðfangsefni; efnahagsmálin, útlendingamálin og orkumálin. Með haustinu hafi hins vegar orðið ljóst að það væri greinilega ekki að ganga upp í samstarfinu við Vinstri græn. „Það er upp ágreiningur um aðgerðir í hælisleitendmálum. Það hefur verið opinbert. Við höfum verið í ágreiningi lengi í stjórninni um framtíðarsýn varðandi orkunýtingu. Og nú er það svo að tillögur frá umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hafa verið fastar í ríkisstjórninni um nokkurt skeið, um næsta ramma,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson segir fullreynt að Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur nái ekki saman í útlendingamálum, orkumálum og lagareldismálum svo eitthvað væri nefnt.Vísir/Vilhelm Hann sæi heldur ekki að ásættanleg niðurstaða náist um önnur mikilvæg mál fyrir kosningar. Þar mætti nefna frumvarp um lagareldið sem væri dottið út af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar þar sem verið væri að fjárfesta fyrir milljarða. Eftir fundi með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og oddvitum hinna stjórnarflokkanna um helgina teldi hann ekki miklar líkur á samstöðu um þessi mál. Ríkisstjórnin hafi aftur á móti þrátt fyrir allt náð miklum árangri á sjö árum. „En svo breytast verkefnin. Hælisleitendamálin sem hafa verið í vissum ágreiningi milli flokkanna á þessu kjörtímabili. Og eru að mati okkar áfram mikið forgangsmál. Að tryggja landamærin og grípa til aðgerða til að auka skilvirkni í afgreiðslu mála,“ segir fráfarandi forsætisráðherra. Efnahagsstjórnin verði að gefa svör til komandi ára. „Það þýðir að ríkisstjórnin þarf að geta svarað því hvað stendur til í grænni orkuöflun og nýtingu grænnrar orku til að byggja samfélagið upp til lengri tíma og fara í orkuskiptin. Það þýðir að þegar við erum með nýjar atvinnugreinar að ríkisstjórnin verður að hafa burði til þess að leysa úr efnislegum ágreiningi um lagalegt umhverfi slíkrar atvinnuuppbyggingar til lengri tíma,“ segir Bjarni. Þverrandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnunum megi örugglega að hluta rekja til óánægju stuðningsmanna með gang stefnumála flokksins. Enda bersýnilegt að Vinstri græn og Sjálfstæðisflokur hefðu mjög ólíka sýn sem hafi birst víða. Þetta verður í annað sinn sem ríkisstjórn þar sem Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra klárar ekki kjörtímabilið.Vísir/Vilhelm „Það hefur birst í málum allt frá utanríkisstefnu yfir í hælisleitendamál, sem hér eru nefnd. Ég er að nefna hér orkumálin og vonandi þarf ég ekki að eyða löngum tíma í að útskýra, til dæmis eftir landsfund Vinstri grænna, hversu ólíka framtíðarsýn sá flokkur hefur borið saman við það sem ég vil standa fyrir,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Besti færi á því að stjórnarflokkar hefðu sameiginlega sýn á lykilþætti og á það hefði skort í vaxandi mæli. Því væri farsælast fyrir þjóðina og stjórnarflokkanna að ganga til kosninga. „Og veita þjóðinni það vald að svara þessum stóru spurningum sem flokkarnir geta hver fyrir sig kynnt fyrir kjósendum sínum framtíðarsýn á. Og ef allt gengur eins og ég er hér að leggja upp með munum við Íslendingar ganga til kosninga undir lok nóvembermánaðar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Bjarni á fund með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan níu í fyrramálið. Forsetinn mun síðan væntanlega eiga fundi með formönnum annarra flokka á morgun.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira