Innherji

Stjórnar­slit og frestun á banka­sölu muni hafa lítil á­hrif á skulda­bréfa­markaðinn

Hörður Ægisson skrifar
Fjárfestar tóku tíðindum af stjórnarslitum og væntanlegum þingkosningum í lok nóvember af stóískri ró í dag. Gengi krónunnar styrktist á móti evru, Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega og ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa lækkaði nokkuð. 
Fjárfestar tóku tíðindum af stjórnarslitum og væntanlegum þingkosningum í lok nóvember af stóískri ró í dag. Gengi krónunnar styrktist á móti evru, Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega og ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa lækkaði nokkuð.  Samsett

Stjórnarslitin munu hafa lítil áhrif á þróunina á skuldabréfamarkaði á næstu misserum, að sögn sjóðstjóra, sem bendir á að slík niðurstaða sé búin að vera í kortunum í talsverðan tíma og hafi því ekki átt að koma fjárfestum á óvart. Verðbólguálagið lækkaði nokkuð á markaði í dag sem kann að vera vísbending um að skuldabréfafjárfestar vænti þess að áformað frumvarp um olíu- og kílómetragjald muni verða að veruleika.


Tengdar fréttir

Hag­kerfið á vendi­punkti og hætta á að tekjum sé of­spáð en gjöldin van­metin

Mikil vaxtabyrði ríkissjóðs, umtalsvert hærri borið saman við flestar aðrar Evrópuþjóðir, þýðir að það þarf að nást meiri afgangur á frumjöfnuði en núverandi áætlanir gera ráð fyrir eigi að takast að grynnka skuldahlutfallinu, að mati Samtaka atvinnulífsins. Hættan er að hagkerfið sé á vendipunkti, þar sem tekjum sé ofspáð en gjöldum áfram vanspáð, en Seðlabankinn telur að ljósi þróunar verðbólgu sé „brýnt“ að ekki verði vikið frá því að beita aðhaldi í ríkisfjármálum á komandi misserum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×