Hildur leiðir aðgerðahóp forsætisráðherra um að brúa bilið Lovísa Arnardóttir skrifar 16. október 2024 14:55 Hildur Björnsdóttir hefur ítrekað gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir að sinna málaflokki leikskóla ekki nægilega vel. Þá hefur hún oft bent á langa biðlista og lélega mönnun innan kerfisins. Vísir/Ívar Fannar Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn í Reykjavík leiðir aðgerðahóp innan forsætisráðuneytisins sem á að vinna að því að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fæðingarorlof í dag eru 12 mánuðir sem foreldrar deila með sér. Almennt komast börn á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í kringum 14 til 18 mánaða aldur. Verkefni aðgerðahópsins felst í að vinna að tímasettri áætlun um aðgerðir til að loka umönnunarbilinu á samningstíma gildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Samkvæmt skipunarbréfi skal aðgerðahópurinn skila skýrslu ásamt tillögum eigi síðar en 1. apríl 2025. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að forsætisráðherra hafi í síðustu viku skipað aðgerðahópinn. Hópnum er meðal annars falið að horfa heildstætt á umönnun og menntun barna og skoða hvort þörf sé á kerfisbreytingum til að loka umönnunarbilinu. Fylgja eftir yfirlýsingu frá 7. mars Þá kemur einnig fram að hópurinn sé skipaður til að fylgja eftir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars síðastliðnum sem birt var í tengslum við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Í yfirlýsingunni segir að á samningstíma þeirra verði stefnt að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Hópurinn er skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, mennta- og barnamálaráðuneytis, félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, innviðaráðuneytis, Samtaka atvinnulífsins, samtaka launafólks (ASÍ, BHM, BSRB og KÍ) og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aðgerðahópinn skipa: Hildur Björnsdóttir, án tilnefningar, formaður Bjarki Vigfússon, fulltrú forsætisráðuneytis Hrafnkell Hjörleifsson, fulltrúi mennta- og barnamálaráðuneytis Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytis Steinunn Rögnvaldsdóttir, fulltrúi innviðaráðuneytis Anna Hrefna Ingimundardóttir, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Arnaldur Grétarsson, fulltrúi ASÍ Kolbrún Halldórsdóttir, fulltrúi BHM Sonja Ýr Þorbergsdóttir, fulltrúi BSRB Haraldur Freyr Gíslason, fulltrúi KÍ Heiða Björg Hilmisdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga Skóla- og menntamál Leikskólar Fæðingarorlof Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla. 15. maí 2024 23:07 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Fæðingarorlof í dag eru 12 mánuðir sem foreldrar deila með sér. Almennt komast börn á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í kringum 14 til 18 mánaða aldur. Verkefni aðgerðahópsins felst í að vinna að tímasettri áætlun um aðgerðir til að loka umönnunarbilinu á samningstíma gildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Samkvæmt skipunarbréfi skal aðgerðahópurinn skila skýrslu ásamt tillögum eigi síðar en 1. apríl 2025. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að forsætisráðherra hafi í síðustu viku skipað aðgerðahópinn. Hópnum er meðal annars falið að horfa heildstætt á umönnun og menntun barna og skoða hvort þörf sé á kerfisbreytingum til að loka umönnunarbilinu. Fylgja eftir yfirlýsingu frá 7. mars Þá kemur einnig fram að hópurinn sé skipaður til að fylgja eftir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars síðastliðnum sem birt var í tengslum við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Í yfirlýsingunni segir að á samningstíma þeirra verði stefnt að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Hópurinn er skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, mennta- og barnamálaráðuneytis, félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, innviðaráðuneytis, Samtaka atvinnulífsins, samtaka launafólks (ASÍ, BHM, BSRB og KÍ) og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aðgerðahópinn skipa: Hildur Björnsdóttir, án tilnefningar, formaður Bjarki Vigfússon, fulltrú forsætisráðuneytis Hrafnkell Hjörleifsson, fulltrúi mennta- og barnamálaráðuneytis Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytis Steinunn Rögnvaldsdóttir, fulltrúi innviðaráðuneytis Anna Hrefna Ingimundardóttir, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Arnaldur Grétarsson, fulltrúi ASÍ Kolbrún Halldórsdóttir, fulltrúi BHM Sonja Ýr Þorbergsdóttir, fulltrúi BSRB Haraldur Freyr Gíslason, fulltrúi KÍ Heiða Björg Hilmisdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
Skóla- og menntamál Leikskólar Fæðingarorlof Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla. 15. maí 2024 23:07 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
„Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52
Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla. 15. maí 2024 23:07
Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20