Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir skrifar 20. október 2024 23:30 Nú fer að líða á alþingiskosningum og því er ærin ástæða til að hvetja ungmenni til að beita gagnrýnni hugsun við ákvarðanatöku um nýtingu á mikilvægu atkvæði hvers og eins. Þetta á reyndar við um ákvarðanatöku í margbreytilegum þáttum lífsins, sérstaklega þegar kemur að flóknum samfélagsmálefnum. Það er alls ekki nóg að velja sér einfalda, tilfinningahlaðna afstöðu í mikilvægum málum sem eru marglaga og krefjandi. Fremur er vert að skoða allar hliðar mála og ræða þau af yfirvegun og skynsemi. Ég hef upplifað það margsinnis að hópar skipast í tvennt þegar kemur að umdeildum málefnum, þar sem óhóflega mikil togstreita skapast, fylgt eftir af gildishlöðnum hugtökum og tilfinningaríkum rökum. Þessi spenna getur myndast á kaffistofum, við matarborðið, og ekki síst í margskonar samfélagsmiðlaumræðum. Þessi skautuðu viðhorf birtast yfirleitt á eftirfarandi máta: Annar hópurinn byggir gjarnan á hugmyndafræði sem leggur áherslu á umburðarlyndi, samhyggð og mannréttindi, en lítur þó mögulega framhjá öðrum mikilvægum og flóknum þáttum mála. Hinn hópurinn leggur meiri áherslu á margþættari raunveruleika, röksemdafærslu og gagnrýnar staðreyndir, og færir mögulega rök fyrir að ástandið sé flóknara en það virðist í fyrstu. Ólíkir hópar ættu fremur að leitast við að skapa uppbyggilegt samtal frekar en átök, þar sem báðar hliðar fá pláss. Það er mikilvægt að hlusta með virðingu og spyrja: „Er möguleiki á að hin hliðin viti eitthvað sem ég veit ekki?“ Þar að auki, er mikilvægt að nemendur læri að beita gagnrýnni hugsun innan veggja skólakerfisins. Nemendur þurfa forðast að taka persónulegum pólítískum skoðunum kennara sem algildum sannleika þegar fjallað er um samfélagsleg málefni. Nemendur eru ekki eins og flokkaður varningur á færibandi. Mikilvægt er að ungmennum sé kennt að skoða málefni sjálf með gagnrýnum hætti og leita sér upplýsinga úr fjölbreyttum og áreiðanlegum miðlum. Einnig er varhugavert að láta gegnsýra sig af bergmálshellum samfélagsmiðla, þar sem einhæf sjónarmið og staðfestingavillur gera vart við sig. Slíkir miðlar kynda gjarnan undir hjarðhegðun, þar sem einstaklingar grípa slagorðakenndar setningar umsvifalaust til að styðja málstaði, eða jafnvel til að upphefja sjálfa sig og sýna yfirborðskennda góðmennsku. Þar að auki er vert að nefna að ein af þeim hættum sem við stöndum nú frammi fyrir er svokölluð „cancel culture.“ Þegar fólk er smánað eða útskúfað fyrir að tjá skoðanir sem ekki falla að ríkjandi viðhorfum, veldur það ótta og þöggun í umræðunni. Margir einstaklingar óttast að vera ósammála í opinberri umræðu, því það leiðir oft til persónulegra árása á eiginleika þeirra, sem er form af kúgun. Þessi skaðlega menning dregur úr möguleikum á skynsamlegu samtali á milli ólíkra sjónarmiða og gerir erfiðara að leysa samfélagsleg vandamál með opnum umræðum. Í öllum samræðum, sem eiga sér stað á ýmsum vettvangi í samfélaginu, eigum við að leggja áherslu á málefnalega umræðu, skynsemi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Þeir sem taka þátt í umræðum ættu að fá að gera það án ótta við niðurlægingu eða persónulegar árásir. Það er nauðsynlegt að við leitum lausna í sameiningu, frekar en að festast í átökum sökum ofureinfaldra og skaðlegra hugmyndafræða. Við ungt fólk þurfum að taka okkar pláss í umræðunni, vera gagnrýnin á okkur sjálf, og leitast við að vera uppbyggileg og málefnaleg. Forðumst eftir fremsta megni að stökkva um borð öfgafullra skoðanavagna án þess að kynna okkur málin. Að lokum vil ég undirstrika að skynsemi er lykillinn að farsælum samskiptum og upplýstri ákvarðanatöku! Höfundur er sálfræðinemi við Háskólann í Reykjavík og hefur lokið námi ífélagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú fer að líða á alþingiskosningum og því er ærin ástæða til að hvetja ungmenni til að beita gagnrýnni hugsun við ákvarðanatöku um nýtingu á mikilvægu atkvæði hvers og eins. Þetta á reyndar við um ákvarðanatöku í margbreytilegum þáttum lífsins, sérstaklega þegar kemur að flóknum samfélagsmálefnum. Það er alls ekki nóg að velja sér einfalda, tilfinningahlaðna afstöðu í mikilvægum málum sem eru marglaga og krefjandi. Fremur er vert að skoða allar hliðar mála og ræða þau af yfirvegun og skynsemi. Ég hef upplifað það margsinnis að hópar skipast í tvennt þegar kemur að umdeildum málefnum, þar sem óhóflega mikil togstreita skapast, fylgt eftir af gildishlöðnum hugtökum og tilfinningaríkum rökum. Þessi spenna getur myndast á kaffistofum, við matarborðið, og ekki síst í margskonar samfélagsmiðlaumræðum. Þessi skautuðu viðhorf birtast yfirleitt á eftirfarandi máta: Annar hópurinn byggir gjarnan á hugmyndafræði sem leggur áherslu á umburðarlyndi, samhyggð og mannréttindi, en lítur þó mögulega framhjá öðrum mikilvægum og flóknum þáttum mála. Hinn hópurinn leggur meiri áherslu á margþættari raunveruleika, röksemdafærslu og gagnrýnar staðreyndir, og færir mögulega rök fyrir að ástandið sé flóknara en það virðist í fyrstu. Ólíkir hópar ættu fremur að leitast við að skapa uppbyggilegt samtal frekar en átök, þar sem báðar hliðar fá pláss. Það er mikilvægt að hlusta með virðingu og spyrja: „Er möguleiki á að hin hliðin viti eitthvað sem ég veit ekki?“ Þar að auki, er mikilvægt að nemendur læri að beita gagnrýnni hugsun innan veggja skólakerfisins. Nemendur þurfa forðast að taka persónulegum pólítískum skoðunum kennara sem algildum sannleika þegar fjallað er um samfélagsleg málefni. Nemendur eru ekki eins og flokkaður varningur á færibandi. Mikilvægt er að ungmennum sé kennt að skoða málefni sjálf með gagnrýnum hætti og leita sér upplýsinga úr fjölbreyttum og áreiðanlegum miðlum. Einnig er varhugavert að láta gegnsýra sig af bergmálshellum samfélagsmiðla, þar sem einhæf sjónarmið og staðfestingavillur gera vart við sig. Slíkir miðlar kynda gjarnan undir hjarðhegðun, þar sem einstaklingar grípa slagorðakenndar setningar umsvifalaust til að styðja málstaði, eða jafnvel til að upphefja sjálfa sig og sýna yfirborðskennda góðmennsku. Þar að auki er vert að nefna að ein af þeim hættum sem við stöndum nú frammi fyrir er svokölluð „cancel culture.“ Þegar fólk er smánað eða útskúfað fyrir að tjá skoðanir sem ekki falla að ríkjandi viðhorfum, veldur það ótta og þöggun í umræðunni. Margir einstaklingar óttast að vera ósammála í opinberri umræðu, því það leiðir oft til persónulegra árása á eiginleika þeirra, sem er form af kúgun. Þessi skaðlega menning dregur úr möguleikum á skynsamlegu samtali á milli ólíkra sjónarmiða og gerir erfiðara að leysa samfélagsleg vandamál með opnum umræðum. Í öllum samræðum, sem eiga sér stað á ýmsum vettvangi í samfélaginu, eigum við að leggja áherslu á málefnalega umræðu, skynsemi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Þeir sem taka þátt í umræðum ættu að fá að gera það án ótta við niðurlægingu eða persónulegar árásir. Það er nauðsynlegt að við leitum lausna í sameiningu, frekar en að festast í átökum sökum ofureinfaldra og skaðlegra hugmyndafræða. Við ungt fólk þurfum að taka okkar pláss í umræðunni, vera gagnrýnin á okkur sjálf, og leitast við að vera uppbyggileg og málefnaleg. Forðumst eftir fremsta megni að stökkva um borð öfgafullra skoðanavagna án þess að kynna okkur málin. Að lokum vil ég undirstrika að skynsemi er lykillinn að farsælum samskiptum og upplýstri ákvarðanatöku! Höfundur er sálfræðinemi við Háskólann í Reykjavík og hefur lokið námi ífélagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun