„Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 23. október 2024 00:02 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Einar Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. Kennaraverkföll í ellefu skólum hefjast að óbreyttu í næstu viku. Í grein sem var birt í morgun vekur Samband íslenskra sveitarfélaga athygli á því að kaupmáttarleiðrétt laun grunnskólakennara hér á landi séu yfir meðaltali OECD ríkjanna. Launadreifing innan stéttarinnar sé hins vegar afar lítil og launahæstu grunnskólakennararnir einungis með um átta prósenta hærri laun en sem nemur byrjunarlaunum. Á sama tíma sé kennslukylda óvíða minni og því sé færi til breytinga. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist vilja auka sveigjanleika í tengslum við kennsluskyldu þannig að kennarar geti unnið sig upp. „Við ákváðum bara að birta þetta því þetta er ein af þeim greiningum sem við erum að vinna að núna. Síðan sjáum við bara hvernig er. Okkar fólk situr við samningaborðið og þar eru málin rædd fram og til baka. Og við viljum endilega leysa þetta sem allra fyrst,“ segir Heiða í samtali við fréttastofu. Hvernig meturðu stöðuna í deilunni? „Staðan er svolítið flókin. Ég held að fólk sé ekki alveg að skilja hvert annað. Þess vegna held ég að svona greiningar geti hjálpað okkur að sjá okkur í samhengi við það sem er að gerast annars staðar.“ Heiða segir sveitarfélögin hafa sett mörg verkefni á kennara sem teljist ekki til kennslu. Jafnvel sé verið að verðmeta þau störf meira en kennslu og það þurfi að skoða. „Við höfum byggt upp svolítið flókið kerfi þannig að ég held að það sé mikilvægt að við skoðum okkar hlið, hvernig við getum þá mögulega komið til móts við kröfur kennara.“ Hún segir Kennarasambandið ekki hafa fallist á þá leið að fá Jafnlaunastofu til að greina virði starfanna í þeim tilgangi að jafna laun milli markaða. „Það er svolítið flókið að finna lausnina þar,“ segir Heiða. „En ég vona auðvitað innilega, og ég hef enga trú á öðru en að allir mæti til leiks og sitji. Við höfum tíu daga og munum nýta þá eins vel og við mögulega getum til að ná saman. Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvæg stétt og undir miklu álagi. Við þurfum einhvern veginn að bæta þeirra starfsaðstæður og fjölga tækifærum til að vinna sig upp og nýta sína hæfileika.“ Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Kennaraverkföll í ellefu skólum hefjast að óbreyttu í næstu viku. Í grein sem var birt í morgun vekur Samband íslenskra sveitarfélaga athygli á því að kaupmáttarleiðrétt laun grunnskólakennara hér á landi séu yfir meðaltali OECD ríkjanna. Launadreifing innan stéttarinnar sé hins vegar afar lítil og launahæstu grunnskólakennararnir einungis með um átta prósenta hærri laun en sem nemur byrjunarlaunum. Á sama tíma sé kennslukylda óvíða minni og því sé færi til breytinga. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist vilja auka sveigjanleika í tengslum við kennsluskyldu þannig að kennarar geti unnið sig upp. „Við ákváðum bara að birta þetta því þetta er ein af þeim greiningum sem við erum að vinna að núna. Síðan sjáum við bara hvernig er. Okkar fólk situr við samningaborðið og þar eru málin rædd fram og til baka. Og við viljum endilega leysa þetta sem allra fyrst,“ segir Heiða í samtali við fréttastofu. Hvernig meturðu stöðuna í deilunni? „Staðan er svolítið flókin. Ég held að fólk sé ekki alveg að skilja hvert annað. Þess vegna held ég að svona greiningar geti hjálpað okkur að sjá okkur í samhengi við það sem er að gerast annars staðar.“ Heiða segir sveitarfélögin hafa sett mörg verkefni á kennara sem teljist ekki til kennslu. Jafnvel sé verið að verðmeta þau störf meira en kennslu og það þurfi að skoða. „Við höfum byggt upp svolítið flókið kerfi þannig að ég held að það sé mikilvægt að við skoðum okkar hlið, hvernig við getum þá mögulega komið til móts við kröfur kennara.“ Hún segir Kennarasambandið ekki hafa fallist á þá leið að fá Jafnlaunastofu til að greina virði starfanna í þeim tilgangi að jafna laun milli markaða. „Það er svolítið flókið að finna lausnina þar,“ segir Heiða. „En ég vona auðvitað innilega, og ég hef enga trú á öðru en að allir mæti til leiks og sitji. Við höfum tíu daga og munum nýta þá eins vel og við mögulega getum til að ná saman. Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvæg stétt og undir miklu álagi. Við þurfum einhvern veginn að bæta þeirra starfsaðstæður og fjölga tækifærum til að vinna sig upp og nýta sína hæfileika.“
Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira