Fjölmörg hlutverk skólafólks! Gróa Arndal Axelsdóttir skrifar 24. október 2024 13:46 Nú erum við skólafólk á öllum skólastigum og skólagerðum að ganga í gegnum ólgusjó þar sem því miður margir í samfélaginu eru að kasta rýrð á allt það frábæra skólastarf sem á sér stað innan veggja skólanna! Við á gólfinu sinnum mörgum hlutverkum til að vera til staðar fyrir nemendur okkar. Kennarinn er ekki eingöngu að miðla þekkingu, leggja fyrir fjölbreytt verkefni og sinna leiðsagnarmati, heldur er hann einnig að sinna líðan nemenda, aðstoða þá við að setja hvert öðru mörk, aðstoða heimili við að setja mörk og hvatningarkerfi, grípa inn í ágreining á milli nemenda, standa undir kröfum foreldra við að ná markmiðum námskrárinnar og um leið að vera til staðar fyrir börnin. Skólastofnunin í dag er svo miklu meira en var hér áður, þá var hún menntastofnun en er í dag að miklu leyti uppeldisstofnun. Þessi fjölbreyttu hlutverk íþyngja mörgum kennurum og gera skóladaginn oft á tíðum mjög flókinn. Eftir stendur kennarinn með sína kennsluáætlun og námskrá og sér oft ekki fram úr því. Sem betur fer eru margir skólar í dag teymisskólar sem styrkja kennara á margan hátt, þeir geta deilt ábyrgð, þeir geta speglað saman kennsluaðferðir, leiðir og lausnir í skólastarfinu o.s.frv. Þó svo að við eigum góða teymisfélaga er starfið oft á tíðum flókið og erfitt sem gerir það að verkum að margir hverfa frá störfum og fara annað. Í dag fjölgar leiðbeinendum um allt land og margir skólar ná ekki að manna skólana af kennurum eða leiðbeinendum. Við vitum samt sem áður að réttinda kennarar eru úti í samfélaginu að sinna öðrum störfum sem gefur meira í vasann! Til að verða kennari með réttindi krefst fimm ára háskólanáms! Er þá nokkuð óeðlilegt að við kennarastéttin gerum kröfur að fá laun sem samsamar því sem fólk í fræðslugeiranum á almenna markaðinum fær? Ég held að við séum öll á þeim stað að vilja gæðamenntun fyrir börnin okkar, að vilja réttinda kennara og fjölbreyttar kennsluaðferðir til að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Við viljum að börnin okkar fái tækifæri til að blómstra á sínum eigin forsendum og geti borið höfuð hátt á leið út í lífið. Ef þið eruð enn að hugsa um hvernig skólakerfið var á ykkar grunnskólaaldri, gefið ykkur þá tíma til að kynnast skólakerfinu í næsta skóla. Í öllum skólum landsins fer fram gæða skólastarf, fjölbreytt og skapandi þar sem hver einstaklingur fær nám við hæfi. Þar finnið þið fólkið með hjartað og ástríðuna fyrir starfinu sínu. Þar sjáið þið og heyrið gleðina og lífið blómstra. Áfram skólafólk! Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda á Reykjanesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Nú erum við skólafólk á öllum skólastigum og skólagerðum að ganga í gegnum ólgusjó þar sem því miður margir í samfélaginu eru að kasta rýrð á allt það frábæra skólastarf sem á sér stað innan veggja skólanna! Við á gólfinu sinnum mörgum hlutverkum til að vera til staðar fyrir nemendur okkar. Kennarinn er ekki eingöngu að miðla þekkingu, leggja fyrir fjölbreytt verkefni og sinna leiðsagnarmati, heldur er hann einnig að sinna líðan nemenda, aðstoða þá við að setja hvert öðru mörk, aðstoða heimili við að setja mörk og hvatningarkerfi, grípa inn í ágreining á milli nemenda, standa undir kröfum foreldra við að ná markmiðum námskrárinnar og um leið að vera til staðar fyrir börnin. Skólastofnunin í dag er svo miklu meira en var hér áður, þá var hún menntastofnun en er í dag að miklu leyti uppeldisstofnun. Þessi fjölbreyttu hlutverk íþyngja mörgum kennurum og gera skóladaginn oft á tíðum mjög flókinn. Eftir stendur kennarinn með sína kennsluáætlun og námskrá og sér oft ekki fram úr því. Sem betur fer eru margir skólar í dag teymisskólar sem styrkja kennara á margan hátt, þeir geta deilt ábyrgð, þeir geta speglað saman kennsluaðferðir, leiðir og lausnir í skólastarfinu o.s.frv. Þó svo að við eigum góða teymisfélaga er starfið oft á tíðum flókið og erfitt sem gerir það að verkum að margir hverfa frá störfum og fara annað. Í dag fjölgar leiðbeinendum um allt land og margir skólar ná ekki að manna skólana af kennurum eða leiðbeinendum. Við vitum samt sem áður að réttinda kennarar eru úti í samfélaginu að sinna öðrum störfum sem gefur meira í vasann! Til að verða kennari með réttindi krefst fimm ára háskólanáms! Er þá nokkuð óeðlilegt að við kennarastéttin gerum kröfur að fá laun sem samsamar því sem fólk í fræðslugeiranum á almenna markaðinum fær? Ég held að við séum öll á þeim stað að vilja gæðamenntun fyrir börnin okkar, að vilja réttinda kennara og fjölbreyttar kennsluaðferðir til að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Við viljum að börnin okkar fái tækifæri til að blómstra á sínum eigin forsendum og geti borið höfuð hátt á leið út í lífið. Ef þið eruð enn að hugsa um hvernig skólakerfið var á ykkar grunnskólaaldri, gefið ykkur þá tíma til að kynnast skólakerfinu í næsta skóla. Í öllum skólum landsins fer fram gæða skólastarf, fjölbreytt og skapandi þar sem hver einstaklingur fær nám við hæfi. Þar finnið þið fólkið með hjartað og ástríðuna fyrir starfinu sínu. Þar sjáið þið og heyrið gleðina og lífið blómstra. Áfram skólafólk! Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda á Reykjanesi.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun