Voru að ganga yfir á grænu gönguljósi þegar ekið var á þær Jón Þór Stefánsson skrifar 26. október 2024 09:01 Áreksturinn átti sér stað á Kringlumýrarbraut við gatnamótin við Hamrahlíð síðastliðinn mánudag. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur rætt við vitni að árekstri þar sem bíl var ekið á tvær gangandi konur á Kringlumýrarbraut við gönguljós við gatnamótin við Hamrahlíð síðastliðinn mánudag. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki upplýsingar um líðan brotaþola. Réttarstöðu sakbornings Greint var frá því á mánudag að ökumaðurinn hefði verið handtekinn eftir áreksturinn. Hann væri grunaður um að hafa ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna og gegn rauðu ljósi. „Rannsókn málsins er bara í fullum gangi,“ segir Ásmundur. Hann segir að á meðan svona mál séu í rannsókn sé ökumaður alltaf með réttarstöðu sakbornings. Fréttastofa hefur myndefni undir höndum, tekið úr myndavélakerfi bíls, sem sýnir bæði aðdraganda árekstursins og það þegar vegfarendurnir kastast í jörðina eftir að bíllinn endar á þeim. Augnablikið þegar bíllinn skellur á vegfarendunum er þó utan ramma. Allt stopp á tveimur akreinum af þremur Í myndbandinu sést Kringlumýrarbrautin við gatnamótin við Hamrahlíð. Nokkur fjöldi bíla hefur numið staðar við gönguljós yfir götuna. Rautt ljós er á bílaumferð og grænt ljós á gangandi. Vegfarendurnir tveir sjást ganga yfir götuna. Á þessum kafla brautarinnar eru þrjár akreinar. Bílar eru stopp á tveimur þeirra. Á þriðju akreininni, þeirri innstu, sést bíll aka á nokkrum hraða og virðist ekki hægja á sér. Á sama tíma ganga vegfarendur fram hjá kyrrstæðu bílunum tveimur á ytri akreinum. En afleiðingar hans, strax eftir að áreksturinn verður, sjást á upptöku. Þegar tveir vegfarendur skellast í jörðina, og síðan þegar bíllinn nemur staðar. Lögreglumál Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira
Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki upplýsingar um líðan brotaþola. Réttarstöðu sakbornings Greint var frá því á mánudag að ökumaðurinn hefði verið handtekinn eftir áreksturinn. Hann væri grunaður um að hafa ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna og gegn rauðu ljósi. „Rannsókn málsins er bara í fullum gangi,“ segir Ásmundur. Hann segir að á meðan svona mál séu í rannsókn sé ökumaður alltaf með réttarstöðu sakbornings. Fréttastofa hefur myndefni undir höndum, tekið úr myndavélakerfi bíls, sem sýnir bæði aðdraganda árekstursins og það þegar vegfarendurnir kastast í jörðina eftir að bíllinn endar á þeim. Augnablikið þegar bíllinn skellur á vegfarendunum er þó utan ramma. Allt stopp á tveimur akreinum af þremur Í myndbandinu sést Kringlumýrarbrautin við gatnamótin við Hamrahlíð. Nokkur fjöldi bíla hefur numið staðar við gönguljós yfir götuna. Rautt ljós er á bílaumferð og grænt ljós á gangandi. Vegfarendurnir tveir sjást ganga yfir götuna. Á þessum kafla brautarinnar eru þrjár akreinar. Bílar eru stopp á tveimur þeirra. Á þriðju akreininni, þeirri innstu, sést bíll aka á nokkrum hraða og virðist ekki hægja á sér. Á sama tíma ganga vegfarendur fram hjá kyrrstæðu bílunum tveimur á ytri akreinum. En afleiðingar hans, strax eftir að áreksturinn verður, sjást á upptöku. Þegar tveir vegfarendur skellast í jörðina, og síðan þegar bíllinn nemur staðar.
Lögreglumál Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira