Akademískt frelsi er í hættu – Tími til aðgerða Sigrún Ólafsdóttir, Baldvin Zarioh og Hjördís Sigursteinsdóttir skrifa 28. október 2024 09:03 Þegar Norðurlandaráð kemur saman á Íslandi nú í lok október verður þess farið á leit við þá sem sitja fund ráðsins að tekist sé á við það brýna verkefni að standa vörð um akademískt frelsi á Norðurlöndunum. Um áratugaskeið hafa Norðurlöndin verið í fararbroddi á alþjóðavísu um hvernig hægt er að verja rannsóknar- og menntastofnanir gegn pólitískum, viðskiptatengdum og hugmyndafræðilegum þrýstingi. Háskólar á Íslandi hafa dafnað sem vöggur sjálfstæðrar hugsunar þar sem rannsóknir og menntun hafa fengið að þróast án utanaðkomandi afskipta. Virðing fyrir akademísku frelsi háskóla hefur átt stóran þátt í því að á Norðurlöndum hafa þróast framúrskarandi lýðræðissamfélög sem byggja á tæknilegri og samfélagslegri nýsköpun og háum lífsgæðum. Um þessar mundir er sótt að umræddri arfleifð. Akademískt frelsi háskóla á Norðurlöndunum er undir sívaxandi þrýstingi. Aukin þörf fyrir utanaðkomandi fjármögnun dregur úr sjálfstæði fræðafólks. Pólitísk afskipti hafa áhrif á rannsóknaráætlanir og aukning tímabundinna ráðninga gerir fræðafólk berskjaldað og dregur úr hvata til að takast á við nýjungar eða umdeildar rannsóknir. Að auki hefur lýðræðisleg ákvarðanataka innan háskólanna veikst vegna aukinnar miðstýringar. Erfiðast er hvernig áreitni hefur versnað og hótunum á hendur fræðafólki, einkum þeim sem vinna að viðkvæmum eða umdeildum málum, hefur fjölgað. Þetta skerðir ekki aðeins tjáningarfrelsi einstaklinga heldur grefur undan lýðræðislegum stoðum samfélagsins. Þessi staða er ekki aðeins norrænt vandamál – hún hefur alþjóðlegar afleiðingar. Ef Norðurlönd, sem lengi hafa verið leiðandi á vettvangi rannsókna og fræða, glata forskoti sínu, sendir það skilaboð til umheimsins. Skerðing á sjálfstæði norrænna háskóla- og rannsóknarstofnana gæti skapað hættulegt fordæmi og haft áhrif víðar heldur en í hverju landi fyrir sig. Á þessum mikilvægu tímamótum kalla fagfélög starfsfólks norræna háskóla sameiginlega eftir tafarlausum aðgerðum. Við krefjumst þess að ráðamenn verji grunngildi akademísks frelsis og tryggi sjálfstæði háskóla. Tími aðgerðarleysis er liðinn – mikilvæg skref þarf að stíga til varnar heilinda akademískra stofnana okkar svo þær geti haldið áfram að vera leiðandi í rannsóknum og menntun á heimsvísu. Áskorun til norrænna þingmanna og stjórnvalda um að: Tryggja opinbera fjármögnun háskóla. Opinber fjármögnun þarf að vera örugg og nægjanleg til að tryggja fræðafólki frelsi til sjálfstæðra rannsókna, óháð dagskrá fjármögnunaraðila. Styrkja lagalega vernd akademísks frelsis. Sterkari lagaleg vernd er nauðsynleg til að tryggja að akademískt starfsfólk og háskólar hafi áfram sjálfstæðar og gagnrýnar raddir í samfélaginu, varðar utanaðkomandi þrýstingi og pólitískum áhrifum. Tryggja langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Fjölgun tímabundinna ráðningarsamninga grefur undan akademísku frelsi og langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Við krefjumst öruggs langtíma starfsöryggis fyrir akademískt starfsfólk, svo það geti tekið fræðilegar áhættur og fylgt nýjungum í rannsóknum án þess að óttast um starfsöryggi sitt. Endurheimta lýðræðislega stjórnun háskóla. Tilfærsla í átt að miðstýrðri stjórnun hefur veikt hlutverk akademísks starfsfólks við það að móta forgangsröðun háskóla. Við köllum eftir auknu vægi jafningjastjórnunar, þar sem akademískt starfsfólk hafa raunveruleg áhrif á ákvarðanir um rannsóknir og kennslu. Verja fræðafólk gegn áreitni og hótunum. Akademískt starfsfólk verður að geta tekið þátt í opinberri umræðu og sinnt rannsóknum sínum án þess að óttast áreitni eða hefndaraðgerðir. Háskólar þurfa sterkari vernd og stuðningskerfi til að verja akademískt tjáningarfrelsi. Við skorum á Norðurlandaráð og stjórnvöld á Norðurlöndum að bregðast hratt við þessum áskorunum til að vernda lýðræðisleg grunngildi. Norðurlönd verða að halda áfram að vera fyrirmynd akademísks sjálfstæðis og heiðarleika. Nú er rétti tíminn til að verja það frelsi sem lengi hefur einkennt starfsemi norrænna háskóla og styrkt norræn samfélög. Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags prófessora við ríkisháskólaBaldvin Zarioh, formaður Félags háskólakennaraHjördís Sigursteinsdóttir, formaður Félags háskólakennara á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Þegar Norðurlandaráð kemur saman á Íslandi nú í lok október verður þess farið á leit við þá sem sitja fund ráðsins að tekist sé á við það brýna verkefni að standa vörð um akademískt frelsi á Norðurlöndunum. Um áratugaskeið hafa Norðurlöndin verið í fararbroddi á alþjóðavísu um hvernig hægt er að verja rannsóknar- og menntastofnanir gegn pólitískum, viðskiptatengdum og hugmyndafræðilegum þrýstingi. Háskólar á Íslandi hafa dafnað sem vöggur sjálfstæðrar hugsunar þar sem rannsóknir og menntun hafa fengið að þróast án utanaðkomandi afskipta. Virðing fyrir akademísku frelsi háskóla hefur átt stóran þátt í því að á Norðurlöndum hafa þróast framúrskarandi lýðræðissamfélög sem byggja á tæknilegri og samfélagslegri nýsköpun og háum lífsgæðum. Um þessar mundir er sótt að umræddri arfleifð. Akademískt frelsi háskóla á Norðurlöndunum er undir sívaxandi þrýstingi. Aukin þörf fyrir utanaðkomandi fjármögnun dregur úr sjálfstæði fræðafólks. Pólitísk afskipti hafa áhrif á rannsóknaráætlanir og aukning tímabundinna ráðninga gerir fræðafólk berskjaldað og dregur úr hvata til að takast á við nýjungar eða umdeildar rannsóknir. Að auki hefur lýðræðisleg ákvarðanataka innan háskólanna veikst vegna aukinnar miðstýringar. Erfiðast er hvernig áreitni hefur versnað og hótunum á hendur fræðafólki, einkum þeim sem vinna að viðkvæmum eða umdeildum málum, hefur fjölgað. Þetta skerðir ekki aðeins tjáningarfrelsi einstaklinga heldur grefur undan lýðræðislegum stoðum samfélagsins. Þessi staða er ekki aðeins norrænt vandamál – hún hefur alþjóðlegar afleiðingar. Ef Norðurlönd, sem lengi hafa verið leiðandi á vettvangi rannsókna og fræða, glata forskoti sínu, sendir það skilaboð til umheimsins. Skerðing á sjálfstæði norrænna háskóla- og rannsóknarstofnana gæti skapað hættulegt fordæmi og haft áhrif víðar heldur en í hverju landi fyrir sig. Á þessum mikilvægu tímamótum kalla fagfélög starfsfólks norræna háskóla sameiginlega eftir tafarlausum aðgerðum. Við krefjumst þess að ráðamenn verji grunngildi akademísks frelsis og tryggi sjálfstæði háskóla. Tími aðgerðarleysis er liðinn – mikilvæg skref þarf að stíga til varnar heilinda akademískra stofnana okkar svo þær geti haldið áfram að vera leiðandi í rannsóknum og menntun á heimsvísu. Áskorun til norrænna þingmanna og stjórnvalda um að: Tryggja opinbera fjármögnun háskóla. Opinber fjármögnun þarf að vera örugg og nægjanleg til að tryggja fræðafólki frelsi til sjálfstæðra rannsókna, óháð dagskrá fjármögnunaraðila. Styrkja lagalega vernd akademísks frelsis. Sterkari lagaleg vernd er nauðsynleg til að tryggja að akademískt starfsfólk og háskólar hafi áfram sjálfstæðar og gagnrýnar raddir í samfélaginu, varðar utanaðkomandi þrýstingi og pólitískum áhrifum. Tryggja langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Fjölgun tímabundinna ráðningarsamninga grefur undan akademísku frelsi og langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Við krefjumst öruggs langtíma starfsöryggis fyrir akademískt starfsfólk, svo það geti tekið fræðilegar áhættur og fylgt nýjungum í rannsóknum án þess að óttast um starfsöryggi sitt. Endurheimta lýðræðislega stjórnun háskóla. Tilfærsla í átt að miðstýrðri stjórnun hefur veikt hlutverk akademísks starfsfólks við það að móta forgangsröðun háskóla. Við köllum eftir auknu vægi jafningjastjórnunar, þar sem akademískt starfsfólk hafa raunveruleg áhrif á ákvarðanir um rannsóknir og kennslu. Verja fræðafólk gegn áreitni og hótunum. Akademískt starfsfólk verður að geta tekið þátt í opinberri umræðu og sinnt rannsóknum sínum án þess að óttast áreitni eða hefndaraðgerðir. Háskólar þurfa sterkari vernd og stuðningskerfi til að verja akademískt tjáningarfrelsi. Við skorum á Norðurlandaráð og stjórnvöld á Norðurlöndum að bregðast hratt við þessum áskorunum til að vernda lýðræðisleg grunngildi. Norðurlönd verða að halda áfram að vera fyrirmynd akademísks sjálfstæðis og heiðarleika. Nú er rétti tíminn til að verja það frelsi sem lengi hefur einkennt starfsemi norrænna háskóla og styrkt norræn samfélög. Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags prófessora við ríkisháskólaBaldvin Zarioh, formaður Félags háskólakennaraHjördís Sigursteinsdóttir, formaður Félags háskólakennara á Akureyri
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun