Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson skrifar 28. október 2024 14:30 Ég fann fyrir hlýjum stuðningsstraumum þegar Hallgrímur Helgason bað fyrir mér í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn. Skáldið hefur vissulega greint frá því að hann stefni (enn sem komið er!) á að kjósa Samfylkinguna en ekki okkur í Miðflokknum. Það breytir því ekki að heillaóskirnar voru kærkomnar úr þessari átt. Maður þarf á öllu sínu að halda þegar maður hellir sér af fullum þunga út í stjórnmál. Þrátt fyrir flokkshollustuna efast ég um að Hallgrímur geri ágreining við mig um eitt allra mikilvægasta mál okkar tíma, sem er staða íslenskunnar. Á síðustu árum hef ég fengist mikið við tungumálið í mínum störfum og raunar er það ein helsta ástæða þess að ég býð mig nú fram til Alþingis, baráttan fyrir framtíð tungumálsins. Að standa vörð um þjóðtungu smáþjóðar er ferli sem lýkur aldrei. Vígstöðvarnar eru margar og fjölbreyttar en einn mikilvægur angi málsins er íbúasamsetning í landinu. Á fáum árum hefur þessi samsetning gjörbreyst hér í landinu, svo að nú eru um 20% íbúa hérna aðfluttir. Á einstaka svæðum í landinu (þó ekki í Laugardal eða Vesturbæ þar sem við Hallgrímur búum) er hlutfallið mun hærra, allt að 58 prósentum í Mýrdalshreppi. Mistekist hefur hrapallega að tryggja að aðfluttir tileinki sér tungumálið, svo illa að í alþjóðlegri skýrslu hljóta Íslendingar sérstaka falleinkunn. Minna en 19% innflytjenda hafa náð góðum tökum á hinu opinbera máli hér í landi, á meðan sama hlutfall stendur til dæmis í 90% í Portúgal, 85% í Ungverjalandi og tæpum 80% á Spáni. Varla er skýringin sú að ungverska sé svo auðlært mál. Vandinn ristir dýpra og afleiðingin er sú að enskan sækir á. Eða hvað? Er eitthvert vandamál hérna? „Það þarf ekki að segja fleira“ Í sjónvarpsþættinum sem hér var nefndur flutti Hallgrímur Helgason innblásna einræðu um útlendingamál á Íslandi. Hallgrímur fór yfir þau störf sem útlendingar vinna hér á landi og benti á að það séu helst útlendingar sem byggi húsin. „Eigum við ekki að sýna þessu fólki smá virðingu?“ spurði Hallgrímur og hélt áfram: „Við hvað erum við hrædd? Sushi, enchilada eða kebab? Þetta er bara svo sorglegt.“ Hallgrímur lauk máli sínu svo á skýrum skilaboðum: „Eina útlendingavandamálið er bara hjá þessum pólitíkusum sem eru á fallanda fæti, sem eru að reyna að reisa sig við með einhverjum ömurlegum kommentum.“ Margt gott fólk hreifst svo af afgreiðslunni, eins og Hjálmar Gíslason, einn eigandi Heimildarinnar, að hann skrifaði á Facebook: „Vá, hvað Hallgrímur negldi þetta. Það þarf ekki að segja fleira um útlendingamál fyrir þessar kosningar. Umræðan getur snúist um eitthvað annað.“ Þetta er lýsandi þversögn fyrir stjórnmálaumræðu okkar tíma. Á aðra höndina höfum við augljóst og alvarlegt útlendingavandamál, eins og stöðu tungumálsins hjá nýbúum. Á hina höndina höfum við þennan áhrifamikla álitsgjafa í vinsælasta sjónvarpsþætti landsins, sem útskýrir fyrir okkur að ef menn voga sér að ýja að einhverju sem heitið gæti útlendingavandamál, falli þeir sjálfkrafa í flokkinn „á fallanda fæti“. Þeir verða að einhvers konar illmennum. Veruleiki og draumsýn Setjum ekki fyrir okkur þessa undarlegu umræðu og skoðum vandamálið nánar. Ef við lítum á það grátlega litla hlutfall útlendinga sem sér ástæðu til að læra íslensku, gætum við í draumaheimi huggað okkur við að leik- og grunnskólakerfið myndi þó í öllu falli grípa börnin þeirra og tryggja þeim aðgang að samfélaginu í gegnum tungumálið. Veruleikinn er þó sá að vegna hinnar geysilega hröðu þróunar á undanförnum árum reynist nú í sífellt fleiri tilvikum ógerningur að manna leikskóla landsins með íslenskumælandi starfsfólki. Þar getur enskan því orðið helsta samskiptamálið og í þeim aðstæðum er framtíð viðkomandi barna í skólakerfinu ráðin. Af leikskólanum koma þau með brotna íslensku í farteskinu og þar með stórlega takmörkuð tækifæri. Ef við héldum síðan áfram að reyna að hugga okkur með því að í grunnskólakerfinu hlytu að minnsta kosti að taka við öflug sértæk úrræði sem myndu hjálpa þessum sömu börnum áleiðis, væri það enn aðeins draumsýn. Skólakerfið virðist á þessu stigi máls ekki valda grunnskyldum sínum, hvað þá krefjandi sérþjónustu af þessum toga. Þessi hópur erlendra barna er ekki fámennur, heldur stór og sífellt stækkandi. Framtíðarhorfurnar geta ekki talist góðar fyrir þá sem verða verst úti í þessum aðstæðum og það eru á endanum okkar viðkvæmustu hópar. Á síðasta ári fjölgaði erlendum ríkisborgurum á Íslandi fimmfalt hraðar en Íslendingum á milli ára. Samtök iðnaðarins spá því að innan fárra áratuga verði helmingur vinnumarkaðarins erlendir ríkisborgarar. Upphaflega fundu fáir fyrir hinni breyttu íbúasamsetningu enda bundust störfin einkum við iðnað hvers konar. Það er liðin tíð. Nú er enskan komin inn í þjónustustörf og ef fram fer sem horfir mun þrýstingur á atvinnumarkaði þýða að enskan teygi sig inn á fleiri svið, eins og menntun, heilbrigðisþjónustu, opinbera stjórnsýslu og hvers slags þekkingarstörf sem krefjast samskipta við borgara. Þróunin er á fleygiferð og með hverju ári minnka hvatarnir fyrir fólk að læra tungumálið. Með þessu áframhaldi er hætt við því að þjóðfélagið skiptist í auknum mæli upp í tvo aðskilda hópa, íslenskumælandi fólk og svo enskumælandi fólk. Tungumálið verður sífellt ókleifari múr þar á milli. Er það fjölmenningin sem allir eru að tala um? Við þessar aðstæður er kostulegt að örgustu vinstrimenn séu farnir að hljóma eins og harðskeyttustu iðnrekendur. Þar er gengið út frá því sem óhagganlegu náttúrulögmáli að eina leiðin til að halda hagvextinum gangandi sé að flytja inn fleiri verkamenn með hverju árinu – sama hvað það kostar. Íslendingavandamálið Sem sagt: „Það er ekkert útlendingavandamál á Íslandi, þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ eins og Hallgrímur sagði undir dynjandi lófaklappi. Þegar allt kemur til alls er fullyrðingin ekki annað en orðaleikur, sem er gott og blessað. Það er sérgrein Hallgríms. Það er ekkert útlendingavandamál. Góðu fólki mislíkar það af hugmyndafræðilegum ástæðum að kenna vandamál við hópa sem gætu talist jaðarsettir í einhverjum skilningi. Ef það hjálpar því fólki í gegnum þessa umræðu að firra útlendinga allri ábyrgð á að læra tungumálið í því landi sem þeir flytjast til, getum við gert það hér fyrir sakir umræðunnar. Þá stendur að minnsta kosti eftir Íslendingavandamál. Það er að við höfum ekki tryggt að fólk sem hingað flyst læri tungumálið okkar. „Eigum við ekki að sýna þessu fólki smá virðingu?“ er spurt og því svara ég játandi. Það gerum við ekki með því að afneita raunveruleikanum eða smætta eðlilegar áhyggjur fólks af afdrifum þjóðmenningarinnar niður í lamandi ótta við kebab og sushi. Við sýnum innflytjendum virðingu með því að viðurkenna að hér er komið upp vandamál. Það vandamál er sannarlega að nokkru leyti á ábyrgð Alþingis. Við þurfum að taka þessa þróun mjög alvarlega og stíga fast til jarðar. Það þarf að stórefla aðlögun þeirra sem hingað eru komnir með öllum tiltækum ráðum. Það þarf að gera skýra kröfu í samfélaginu um að hér sé töluð íslenska. Svo þarf að meta það af heiðarleika hvort það sé sjálfbær framtíðarsýn að straumur innflytjenda verði áfram eins mikill hér á landi. Það er vítaverð skammsýni að halda því fram að „það þurfi ekki að segja fleira um útlendingamál fyrir þessar kosningar.“ Þörfin hefur sjaldan verið brýnni. Þess vegna munum við í Miðflokknum sannarlega segja fleira um málaflokkinn fyrir þessar kosningar. Við treystum á að eiga áfram vísan stað í bænum Hallgríms Helgasonar. Höfundur sækist eftir oddvitasæti fyrir Miðflokkinn í Reykjavík í komandi þingkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Fjölmenning Innflytjendamál Snorri Másson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég fann fyrir hlýjum stuðningsstraumum þegar Hallgrímur Helgason bað fyrir mér í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn. Skáldið hefur vissulega greint frá því að hann stefni (enn sem komið er!) á að kjósa Samfylkinguna en ekki okkur í Miðflokknum. Það breytir því ekki að heillaóskirnar voru kærkomnar úr þessari átt. Maður þarf á öllu sínu að halda þegar maður hellir sér af fullum þunga út í stjórnmál. Þrátt fyrir flokkshollustuna efast ég um að Hallgrímur geri ágreining við mig um eitt allra mikilvægasta mál okkar tíma, sem er staða íslenskunnar. Á síðustu árum hef ég fengist mikið við tungumálið í mínum störfum og raunar er það ein helsta ástæða þess að ég býð mig nú fram til Alþingis, baráttan fyrir framtíð tungumálsins. Að standa vörð um þjóðtungu smáþjóðar er ferli sem lýkur aldrei. Vígstöðvarnar eru margar og fjölbreyttar en einn mikilvægur angi málsins er íbúasamsetning í landinu. Á fáum árum hefur þessi samsetning gjörbreyst hér í landinu, svo að nú eru um 20% íbúa hérna aðfluttir. Á einstaka svæðum í landinu (þó ekki í Laugardal eða Vesturbæ þar sem við Hallgrímur búum) er hlutfallið mun hærra, allt að 58 prósentum í Mýrdalshreppi. Mistekist hefur hrapallega að tryggja að aðfluttir tileinki sér tungumálið, svo illa að í alþjóðlegri skýrslu hljóta Íslendingar sérstaka falleinkunn. Minna en 19% innflytjenda hafa náð góðum tökum á hinu opinbera máli hér í landi, á meðan sama hlutfall stendur til dæmis í 90% í Portúgal, 85% í Ungverjalandi og tæpum 80% á Spáni. Varla er skýringin sú að ungverska sé svo auðlært mál. Vandinn ristir dýpra og afleiðingin er sú að enskan sækir á. Eða hvað? Er eitthvert vandamál hérna? „Það þarf ekki að segja fleira“ Í sjónvarpsþættinum sem hér var nefndur flutti Hallgrímur Helgason innblásna einræðu um útlendingamál á Íslandi. Hallgrímur fór yfir þau störf sem útlendingar vinna hér á landi og benti á að það séu helst útlendingar sem byggi húsin. „Eigum við ekki að sýna þessu fólki smá virðingu?“ spurði Hallgrímur og hélt áfram: „Við hvað erum við hrædd? Sushi, enchilada eða kebab? Þetta er bara svo sorglegt.“ Hallgrímur lauk máli sínu svo á skýrum skilaboðum: „Eina útlendingavandamálið er bara hjá þessum pólitíkusum sem eru á fallanda fæti, sem eru að reyna að reisa sig við með einhverjum ömurlegum kommentum.“ Margt gott fólk hreifst svo af afgreiðslunni, eins og Hjálmar Gíslason, einn eigandi Heimildarinnar, að hann skrifaði á Facebook: „Vá, hvað Hallgrímur negldi þetta. Það þarf ekki að segja fleira um útlendingamál fyrir þessar kosningar. Umræðan getur snúist um eitthvað annað.“ Þetta er lýsandi þversögn fyrir stjórnmálaumræðu okkar tíma. Á aðra höndina höfum við augljóst og alvarlegt útlendingavandamál, eins og stöðu tungumálsins hjá nýbúum. Á hina höndina höfum við þennan áhrifamikla álitsgjafa í vinsælasta sjónvarpsþætti landsins, sem útskýrir fyrir okkur að ef menn voga sér að ýja að einhverju sem heitið gæti útlendingavandamál, falli þeir sjálfkrafa í flokkinn „á fallanda fæti“. Þeir verða að einhvers konar illmennum. Veruleiki og draumsýn Setjum ekki fyrir okkur þessa undarlegu umræðu og skoðum vandamálið nánar. Ef við lítum á það grátlega litla hlutfall útlendinga sem sér ástæðu til að læra íslensku, gætum við í draumaheimi huggað okkur við að leik- og grunnskólakerfið myndi þó í öllu falli grípa börnin þeirra og tryggja þeim aðgang að samfélaginu í gegnum tungumálið. Veruleikinn er þó sá að vegna hinnar geysilega hröðu þróunar á undanförnum árum reynist nú í sífellt fleiri tilvikum ógerningur að manna leikskóla landsins með íslenskumælandi starfsfólki. Þar getur enskan því orðið helsta samskiptamálið og í þeim aðstæðum er framtíð viðkomandi barna í skólakerfinu ráðin. Af leikskólanum koma þau með brotna íslensku í farteskinu og þar með stórlega takmörkuð tækifæri. Ef við héldum síðan áfram að reyna að hugga okkur með því að í grunnskólakerfinu hlytu að minnsta kosti að taka við öflug sértæk úrræði sem myndu hjálpa þessum sömu börnum áleiðis, væri það enn aðeins draumsýn. Skólakerfið virðist á þessu stigi máls ekki valda grunnskyldum sínum, hvað þá krefjandi sérþjónustu af þessum toga. Þessi hópur erlendra barna er ekki fámennur, heldur stór og sífellt stækkandi. Framtíðarhorfurnar geta ekki talist góðar fyrir þá sem verða verst úti í þessum aðstæðum og það eru á endanum okkar viðkvæmustu hópar. Á síðasta ári fjölgaði erlendum ríkisborgurum á Íslandi fimmfalt hraðar en Íslendingum á milli ára. Samtök iðnaðarins spá því að innan fárra áratuga verði helmingur vinnumarkaðarins erlendir ríkisborgarar. Upphaflega fundu fáir fyrir hinni breyttu íbúasamsetningu enda bundust störfin einkum við iðnað hvers konar. Það er liðin tíð. Nú er enskan komin inn í þjónustustörf og ef fram fer sem horfir mun þrýstingur á atvinnumarkaði þýða að enskan teygi sig inn á fleiri svið, eins og menntun, heilbrigðisþjónustu, opinbera stjórnsýslu og hvers slags þekkingarstörf sem krefjast samskipta við borgara. Þróunin er á fleygiferð og með hverju ári minnka hvatarnir fyrir fólk að læra tungumálið. Með þessu áframhaldi er hætt við því að þjóðfélagið skiptist í auknum mæli upp í tvo aðskilda hópa, íslenskumælandi fólk og svo enskumælandi fólk. Tungumálið verður sífellt ókleifari múr þar á milli. Er það fjölmenningin sem allir eru að tala um? Við þessar aðstæður er kostulegt að örgustu vinstrimenn séu farnir að hljóma eins og harðskeyttustu iðnrekendur. Þar er gengið út frá því sem óhagganlegu náttúrulögmáli að eina leiðin til að halda hagvextinum gangandi sé að flytja inn fleiri verkamenn með hverju árinu – sama hvað það kostar. Íslendingavandamálið Sem sagt: „Það er ekkert útlendingavandamál á Íslandi, þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ eins og Hallgrímur sagði undir dynjandi lófaklappi. Þegar allt kemur til alls er fullyrðingin ekki annað en orðaleikur, sem er gott og blessað. Það er sérgrein Hallgríms. Það er ekkert útlendingavandamál. Góðu fólki mislíkar það af hugmyndafræðilegum ástæðum að kenna vandamál við hópa sem gætu talist jaðarsettir í einhverjum skilningi. Ef það hjálpar því fólki í gegnum þessa umræðu að firra útlendinga allri ábyrgð á að læra tungumálið í því landi sem þeir flytjast til, getum við gert það hér fyrir sakir umræðunnar. Þá stendur að minnsta kosti eftir Íslendingavandamál. Það er að við höfum ekki tryggt að fólk sem hingað flyst læri tungumálið okkar. „Eigum við ekki að sýna þessu fólki smá virðingu?“ er spurt og því svara ég játandi. Það gerum við ekki með því að afneita raunveruleikanum eða smætta eðlilegar áhyggjur fólks af afdrifum þjóðmenningarinnar niður í lamandi ótta við kebab og sushi. Við sýnum innflytjendum virðingu með því að viðurkenna að hér er komið upp vandamál. Það vandamál er sannarlega að nokkru leyti á ábyrgð Alþingis. Við þurfum að taka þessa þróun mjög alvarlega og stíga fast til jarðar. Það þarf að stórefla aðlögun þeirra sem hingað eru komnir með öllum tiltækum ráðum. Það þarf að gera skýra kröfu í samfélaginu um að hér sé töluð íslenska. Svo þarf að meta það af heiðarleika hvort það sé sjálfbær framtíðarsýn að straumur innflytjenda verði áfram eins mikill hér á landi. Það er vítaverð skammsýni að halda því fram að „það þurfi ekki að segja fleira um útlendingamál fyrir þessar kosningar.“ Þörfin hefur sjaldan verið brýnni. Þess vegna munum við í Miðflokknum sannarlega segja fleira um málaflokkinn fyrir þessar kosningar. Við treystum á að eiga áfram vísan stað í bænum Hallgríms Helgasonar. Höfundur sækist eftir oddvitasæti fyrir Miðflokkinn í Reykjavík í komandi þingkosningum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun