Kennarar óskast Helga Charlotta Reynisdóttir skrifar 28. október 2024 17:01 Auglýsingin „Leikskólakennari óskast“ er eitthvað sem við sjáum á hverju hausti, en þá keppast leikskólar landsins við að ráða inn nýtt starfsfólk, enda fastur liður í hverjum skóla að þurfa að ráða inn nýtt fólk. Hlutfall kennara á samkvæmt lögum að vera 2/3 í leikskólum en ætti þó auðvitað að vera sem allra mest, helst 100%. En það virðast vera draumórar enda leikskólakerfið sprungið fyrir löngu og marga kennara vantar svo hægt sé að manna allar stöður. Stöður sem losna vegna kennara sem fara á eftirlaun, kennara sem gefast upp vegna álags og stöður sem verða til á nýjum deildum sem eru opnaðar þar sem nú eru yngri börn í leikskólum en áður tíðkaðist. Að vera leikskólakennari er eitt það skemmtilegasta starf sem til er. Að kenna og hlúa að yngstu nemendum þjóðfélagsins og leggja grunn að þeim þáttum sem við sem foreldrar, kennarar og samfélagið teljum vera þeir mikilvægustu í námi þeirra svo börnin okkar verði besta útgáfan af sér. Ég vinn með yngstu börnunum og þar, eins og í öllum leikskólum, er leikurinn námsleið barna, þar sem allt er mögulegt og enginn dagur eins. Að fá þann heiður að vera með börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í átt að eignast sinn fyrsta vin, yfirstíga hræðslu og ná nýju markmiði gefur starfinu mínu sem leikskólakennari gildi og ánægju. Starfið krefst góðrar yfirsýnar, skipulags og undirbúnings sem er ekki sjálfsagtað við kennarar náum að fylgja eftir og gera á vinnutíma, enda eins og alþjóð hefur tekið eftir síðustu ár, er ekki hlaupið að því að fá kennara til starfa í leikskólanum, og þótt hjá okkur vinni frábært starfsfólk, vantar alltaf fleiri kennara. Það þarf nefnilega ekki bara gott fólk með áhuga og vilja heldur kennara með skilning á námi barna til að starfa með því mikilvægasta sem við eigum. Starfið er krefjandi og ekki fyrir alla að starfa með yngstu börnunum, enda fylgir því mikið álag að koma til móts við þarfir stórs hóps af ungum börnum, helst á sama tíma. Okkur á ekki að vera sama hvaða fólk kennir og annast börnin okkar í leikskólanum og pressan er mikil á hverju hausti þegar elstu börnin stíga sín fyrstu skref í grunnskólanum og nýr foreldrahópur bíður með eftirvæntingu eftir að börn þeirra fái pláss í leikskólanum og stígi sín fyrstu skref á fyrsta skólastiginu. Pressan frá foreldrum eftir plássi er fullkomlega skiljanlegt[KÁ1] enda fáir sem hafa tök á að vera heima með barninu sínu fram til tveggja ára, eða jafnvel þriggja ára aldurs í sumum tilvikum. En því miður er ekki barist um að koma og starfa í leikskólanum, góðæri er til dæmismunaður sem við í leikskólanum höfum ekki fundið fyrir. Við förum í sumarfrí í byrjun júlí, enda fastar lokanir þá. Á þeim tíma hefst leitin að nýjum kennurum sem vilja koma og vinna á besta vinnustað í heimi, leikskólanum, og við viljum vanda valið þar sem það marg borgar sig að fá fólk með áhuga, skilning og hæfni til að vinna með því mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnunum þeirra. Kennarar eru þrefalt líklegri til að halda áfram í kennslu en aðrir starfsmenn og stöðuleiki er afar mikilvægur í námi barna. Ef starfsmannavalið er ekki vandað eykst álagið á þá sem þegar starfa í skólanum og á endanum gefast sumir upp á að hlaupa hraðar og að ná ekki að halda uppi faglegu starfi. Enda getur enginn haldið uppi metnaðarfullu og faglegu starfi án stuðnings annarra kennara til lengdar. Ég hef mikinn metnað fyrir að halda úti faglegu starfi og sjá börnin blómstra og þroskast hvert á sinn hátt. Það er ekki hægt ef við höfum ekki gott og metnaðarfullt fólk okkur við hlið. Við þurfum helst nánast að geta lesið hugsanir hvors annars, þar sem mikið er um að vera og ýmislegt sem kemur upp sem krefst þess að við höfum hraðan á. Þá þurfum við ávallt aðvera meðvituð um að grípa námstækifærin þegar þau gefast. Við vinnum fulla vinnuviku, 40 tíma, eigum jú styttingu sem fer oftast í að vinna upp undirbúning sem næst ekki að sinna á vinnutíma vegna manneklu og veikinda, enda tók á að vera ómissandi framlínustétt í Covid-faraldrinum og hlaupa endalaust hraðar. Umgjörðin þarf að breytast og gera starfið samkeppnishæft. Þetta gengur ekki til lengri tíma og nú er tími til að girða sig í brók og fjárfesta í kennurum. Höfundur er leikskólakennari við leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Auglýsingin „Leikskólakennari óskast“ er eitthvað sem við sjáum á hverju hausti, en þá keppast leikskólar landsins við að ráða inn nýtt starfsfólk, enda fastur liður í hverjum skóla að þurfa að ráða inn nýtt fólk. Hlutfall kennara á samkvæmt lögum að vera 2/3 í leikskólum en ætti þó auðvitað að vera sem allra mest, helst 100%. En það virðast vera draumórar enda leikskólakerfið sprungið fyrir löngu og marga kennara vantar svo hægt sé að manna allar stöður. Stöður sem losna vegna kennara sem fara á eftirlaun, kennara sem gefast upp vegna álags og stöður sem verða til á nýjum deildum sem eru opnaðar þar sem nú eru yngri börn í leikskólum en áður tíðkaðist. Að vera leikskólakennari er eitt það skemmtilegasta starf sem til er. Að kenna og hlúa að yngstu nemendum þjóðfélagsins og leggja grunn að þeim þáttum sem við sem foreldrar, kennarar og samfélagið teljum vera þeir mikilvægustu í námi þeirra svo börnin okkar verði besta útgáfan af sér. Ég vinn með yngstu börnunum og þar, eins og í öllum leikskólum, er leikurinn námsleið barna, þar sem allt er mögulegt og enginn dagur eins. Að fá þann heiður að vera með börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í átt að eignast sinn fyrsta vin, yfirstíga hræðslu og ná nýju markmiði gefur starfinu mínu sem leikskólakennari gildi og ánægju. Starfið krefst góðrar yfirsýnar, skipulags og undirbúnings sem er ekki sjálfsagtað við kennarar náum að fylgja eftir og gera á vinnutíma, enda eins og alþjóð hefur tekið eftir síðustu ár, er ekki hlaupið að því að fá kennara til starfa í leikskólanum, og þótt hjá okkur vinni frábært starfsfólk, vantar alltaf fleiri kennara. Það þarf nefnilega ekki bara gott fólk með áhuga og vilja heldur kennara með skilning á námi barna til að starfa með því mikilvægasta sem við eigum. Starfið er krefjandi og ekki fyrir alla að starfa með yngstu börnunum, enda fylgir því mikið álag að koma til móts við þarfir stórs hóps af ungum börnum, helst á sama tíma. Okkur á ekki að vera sama hvaða fólk kennir og annast börnin okkar í leikskólanum og pressan er mikil á hverju hausti þegar elstu börnin stíga sín fyrstu skref í grunnskólanum og nýr foreldrahópur bíður með eftirvæntingu eftir að börn þeirra fái pláss í leikskólanum og stígi sín fyrstu skref á fyrsta skólastiginu. Pressan frá foreldrum eftir plássi er fullkomlega skiljanlegt[KÁ1] enda fáir sem hafa tök á að vera heima með barninu sínu fram til tveggja ára, eða jafnvel þriggja ára aldurs í sumum tilvikum. En því miður er ekki barist um að koma og starfa í leikskólanum, góðæri er til dæmismunaður sem við í leikskólanum höfum ekki fundið fyrir. Við förum í sumarfrí í byrjun júlí, enda fastar lokanir þá. Á þeim tíma hefst leitin að nýjum kennurum sem vilja koma og vinna á besta vinnustað í heimi, leikskólanum, og við viljum vanda valið þar sem það marg borgar sig að fá fólk með áhuga, skilning og hæfni til að vinna með því mikilvægasta í lífi hvers foreldris - börnunum þeirra. Kennarar eru þrefalt líklegri til að halda áfram í kennslu en aðrir starfsmenn og stöðuleiki er afar mikilvægur í námi barna. Ef starfsmannavalið er ekki vandað eykst álagið á þá sem þegar starfa í skólanum og á endanum gefast sumir upp á að hlaupa hraðar og að ná ekki að halda uppi faglegu starfi. Enda getur enginn haldið uppi metnaðarfullu og faglegu starfi án stuðnings annarra kennara til lengdar. Ég hef mikinn metnað fyrir að halda úti faglegu starfi og sjá börnin blómstra og þroskast hvert á sinn hátt. Það er ekki hægt ef við höfum ekki gott og metnaðarfullt fólk okkur við hlið. Við þurfum helst nánast að geta lesið hugsanir hvors annars, þar sem mikið er um að vera og ýmislegt sem kemur upp sem krefst þess að við höfum hraðan á. Þá þurfum við ávallt aðvera meðvituð um að grípa námstækifærin þegar þau gefast. Við vinnum fulla vinnuviku, 40 tíma, eigum jú styttingu sem fer oftast í að vinna upp undirbúning sem næst ekki að sinna á vinnutíma vegna manneklu og veikinda, enda tók á að vera ómissandi framlínustétt í Covid-faraldrinum og hlaupa endalaust hraðar. Umgjörðin þarf að breytast og gera starfið samkeppnishæft. Þetta gengur ekki til lengri tíma og nú er tími til að girða sig í brók og fjárfesta í kennurum. Höfundur er leikskólakennari við leikskóla Seltjarnarness.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun