Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Bjarki Sigurðsson skrifar 29. október 2024 21:01 Bryndís Ýr Pétursdóttir er formaður foreldrafélags Laugalækjarskóla. Vísir/Einar Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. Stefnt var að því að hafa leikskólann Ársali á Sauðárkróki opinn í dag þrátt fyrir verkfallsboð og átti að taka á móti þriðjungi barnahópsins. Kennarasambandið stóð að verkfallsvörslu við leikskólann og varð því ekkert af opnun, þó Samband íslenskra sveitarfélaga telji hana löglega. „Þeir ætluðu bara að vinna sín störf. Það var búið að skipuleggja starfið í leikskólanum þannig að það var búið að fækka börnum og aðlaga starfsemina að því að það væri hægt að hafa einhverja starfsemi í gangi,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Ívar Fannar Í viðmiðunarreglum KÍ segir að ekki sé heimilt að taka börn inn á deildir þar sem deildarstjórinn er í verkfalli. Á Ársölum eru tíu af ellefu deildarstjórum í verkfalli en að mati sveitarfélaganna eru fordæmi fyrir því að almennir starfsmenn vinni þó deildarstjóri sé ekki á svæðinu. „Leikskólastjórarnir eru allir við störf. Og þeir hafa heimild til að ganga í störf sinna undirmanna. Þannig já, það er hægt að halda uppi ákveðinni starfsemi sem miðast við þann mannskap sem ekki er í verkfalli,“ segir Inga. Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og engin kennsla þar í dag. Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir barns í tíunda bekk, hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað er þetta ósanngjarnt fyrir þau. Þegar þar að kemur munu framhaldsskólar ekkert taka tillit til þessa hóps sem lenti í þessu verkfalli,“ segir Bryndís. Krakkar á þessum aldri séu ólíklegir til þess að reyna að fylgja námskrá og halda sig við efnið á meðan verkföllin standa yfir. „Mér þykir ekkert ólíklegt að þetta verði svolítið litað af þessu, hanga og horfa á einhverja þætti. Vaka frameftir og sofa lengur inn í daginn,“ segir Bryndís. Deiluaðilar funda næst hjá Ríkissáttasemjara á morgun en þeir eiga langt í land. Viðræður mjakast afar hægt áfram. Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Skagafjörður Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Stefnt var að því að hafa leikskólann Ársali á Sauðárkróki opinn í dag þrátt fyrir verkfallsboð og átti að taka á móti þriðjungi barnahópsins. Kennarasambandið stóð að verkfallsvörslu við leikskólann og varð því ekkert af opnun, þó Samband íslenskra sveitarfélaga telji hana löglega. „Þeir ætluðu bara að vinna sín störf. Það var búið að skipuleggja starfið í leikskólanum þannig að það var búið að fækka börnum og aðlaga starfsemina að því að það væri hægt að hafa einhverja starfsemi í gangi,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Ívar Fannar Í viðmiðunarreglum KÍ segir að ekki sé heimilt að taka börn inn á deildir þar sem deildarstjórinn er í verkfalli. Á Ársölum eru tíu af ellefu deildarstjórum í verkfalli en að mati sveitarfélaganna eru fordæmi fyrir því að almennir starfsmenn vinni þó deildarstjóri sé ekki á svæðinu. „Leikskólastjórarnir eru allir við störf. Og þeir hafa heimild til að ganga í störf sinna undirmanna. Þannig já, það er hægt að halda uppi ákveðinni starfsemi sem miðast við þann mannskap sem ekki er í verkfalli,“ segir Inga. Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og engin kennsla þar í dag. Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir barns í tíunda bekk, hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað er þetta ósanngjarnt fyrir þau. Þegar þar að kemur munu framhaldsskólar ekkert taka tillit til þessa hóps sem lenti í þessu verkfalli,“ segir Bryndís. Krakkar á þessum aldri séu ólíklegir til þess að reyna að fylgja námskrá og halda sig við efnið á meðan verkföllin standa yfir. „Mér þykir ekkert ólíklegt að þetta verði svolítið litað af þessu, hanga og horfa á einhverja þætti. Vaka frameftir og sofa lengur inn í daginn,“ segir Bryndís. Deiluaðilar funda næst hjá Ríkissáttasemjara á morgun en þeir eiga langt í land. Viðræður mjakast afar hægt áfram.
Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Skagafjörður Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira