Nítján ára skíðakona látin eftir slys á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 06:33 Matilde Lorenzi hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt í næsta mánuði. x Ítalska skíðakonan Matilde Lorenzi lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í gær eftir að hafa fallið illa á æfingu. Lorenzi var enn bara nítján ára gömul en hún hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt 15. nóvember næstkomandi. Slysið varð á æfingu á norður Ítalíu. Lorenzi var efnileg skíðakona en hún féll mjög illa í G1 brekkunni á Val Senales skíðasvæðinu í suður Týrol. Lorenzi missti stjórn á sér í ferð niður brekkuna og skall mjög illa með höfuðið í harðan snjóinn. Henni var strax komið til bjargar og flutt á sjúkrahús en það var strax ljóst að meiðsli hennar voru mjög alvarleg. Seinna bárust síðan fréttir af því að ekki hafi tekist að bjarga lífi hennar á sjúkrahúsinu. Meðal þeirra sem sendu samúðarkveðjur var bandaríska skíðagoðsögnin Lindsey Vonn. „Þetta er mjög sorglegt og mikill missir. Ég sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar,“ skrifaði Lindsey Vonn í sögu á Instagram reikningi sínum. Það eru fleiri skíðastjörnur sem hafa minnst hennar eins og ítalski Ólympíufarinn Luca De Aliprandini, spænski Ólympíufarinn Juan del Campo og svissneski Ólympíufarinn Michelle Gisin. Það gerði líka hin bandaríska stórstjarnan Mikaela Shiffrin. „Sendi alla mína ást til fjölskyldu hennar, vina og liðsfélaga,“ skrifaði Shiffrin. Lorenzi var ítalskur unglingameistari á síðasta ári og hún endaði í sjötta sæti í bruni á HM unglinga í fyrra og í áttunda sæti í stórsvigi. Hún sérhæfði sig í hraðagreinunum. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Skíðaíþróttir Andlát Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
Lorenzi var enn bara nítján ára gömul en hún hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt 15. nóvember næstkomandi. Slysið varð á æfingu á norður Ítalíu. Lorenzi var efnileg skíðakona en hún féll mjög illa í G1 brekkunni á Val Senales skíðasvæðinu í suður Týrol. Lorenzi missti stjórn á sér í ferð niður brekkuna og skall mjög illa með höfuðið í harðan snjóinn. Henni var strax komið til bjargar og flutt á sjúkrahús en það var strax ljóst að meiðsli hennar voru mjög alvarleg. Seinna bárust síðan fréttir af því að ekki hafi tekist að bjarga lífi hennar á sjúkrahúsinu. Meðal þeirra sem sendu samúðarkveðjur var bandaríska skíðagoðsögnin Lindsey Vonn. „Þetta er mjög sorglegt og mikill missir. Ég sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar,“ skrifaði Lindsey Vonn í sögu á Instagram reikningi sínum. Það eru fleiri skíðastjörnur sem hafa minnst hennar eins og ítalski Ólympíufarinn Luca De Aliprandini, spænski Ólympíufarinn Juan del Campo og svissneski Ólympíufarinn Michelle Gisin. Það gerði líka hin bandaríska stórstjarnan Mikaela Shiffrin. „Sendi alla mína ást til fjölskyldu hennar, vina og liðsfélaga,“ skrifaði Shiffrin. Lorenzi var ítalskur unglingameistari á síðasta ári og hún endaði í sjötta sæti í bruni á HM unglinga í fyrra og í áttunda sæti í stórsvigi. Hún sérhæfði sig í hraðagreinunum. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport)
Skíðaíþróttir Andlát Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira