Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar 31. október 2024 08:32 Ég var afar stolt af Magnúsi Þór Jónssyni, formanni KÍ eftir Kastljósþátt mánudagsins, þar sem hann leiðrétti af stakri ró og þolinmæði rangfærslur Ingu Rúnar, formanni samninganefndar Sambands íslenskra sveitafélaga Inga benti á að til að hækka í launum gætu kennarar bara kennt meira, en hún virðist halda að kennarar stimpli sig inn kl. 8:30 og út rétt fyrir hálfþrjú. En við gerum mun meira en bara að mæta í kennslu Inga Rún, þú talar um að við séum sérfræðingar á okkar sviði, en við þurfum að undirbúa okkur fyrir kennslu, fara yfir verkefni, búa til próf, búa til verkefni, passa upp á að verkefnin henti fjölbreyttum nemendahópum, stunda reglulegt námsmat, svo fátt eitt sé nefnt. Svo eru reglulegir fundir með nemendum og foreldrum, teymisfundir með foreldrum og sérfræðingum, teymisfundir einungis með sérfræðingum. Allt gert til þess að mæta hverjum og einum, því við erum með einstaklingsmiðað nám þar sem allir eiga rétt á námi og að þeirra þörfum sé sinnt og styrkleikum sé mætt. Að sérhver nemandi fái að njóta sín í námi. Ég kenni 26 tíma á viku og oft meira, ég sinni fundum á milli kennslu og eftir kennslu, ég sinni öllu öðru eftir kennslu og eins margir hafa talað um þá er ég að búa til verkefni, skapandi og áhugaverð verkefni, í frítíma mínum, á kvöldin, um helgar eða jafnvel í flugvélinni á meðan aðrir loka augum og slaka á. Svo þarf að ígrunda kennsluna, hvað virkar og hvað ekki, hverju ég þarf að breyta og hvað passar, því þótt að ein leið passi fyrir einn hóp, þá þarf ekki að vera að sama leiðin passi fyrir næsta hóp. Ígrundunin fer oft fram eftir kennslu og er mjög mikilvæg því hún kemur í veg fyrir að ég staðni í starfi, hún hjálpar kennara að vera gagnrýninn á sig sjálfan og finna leiðir sem gætu passað betur. Ég þarf að hugsa um alla nemendur óðháð fötlun, trú, þjóðerni og samfélagsstöðu, allir eiga að vera jafnir í kennslustofunni, námið þarf að ná til allra. Og það er í mínum verkahring að sjá til þess að allir hafi tækifæri til þess að blómsta, læra og njóta sín í námi. Því þarf ég að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að því að gera verkefnin áhugaverð, nota tækni sem hentar hverjum og einum. Í bekk geta verið allt að 25 nemendur, 6 – 7 nemendur með fatlanir eða skerðingar að einhverju tagi, erlendir nemendur kannski 2 – 4 hið minnsta, sem fá kannski að mesta lagi 40 mínútur á dag í íslenskuveri og ef þú ert heppin þá færðu aðstoð inn í bekk en það eru alls ekki allir sem fá stuðning inn í bekk. Eftir allt hér að ofan hef ég samt enn ekki minnst á að kennarar þurfa sífellt að vera í endurmenntun, til þess að læra nýjar kennsluleiðir, skoða fræðin og læra á nýjar tækninýjungar svo að þeir geti miðlað og kennt nemendum það sem nýjast er og eflt nemendur í vinnu og lærdómi. Í þessari grein hef ég kallað mig kennara en það er ekki alls kostar rétt, ég er ennþá leiðbeinandi en mun öðlast kennsluréttindi um áramótin eftir viðbótarnám. Við það munu launin mín hækka en satt best að segja mun hækkunin ekki nema miklu og því eru margir í minni stöðu sem sjá ekki sinn hag í að bæta við sig kennsluréttinum þar sem hækkunin er svo lítil. En þá verð ég komin með sex ára háskólanám, búin að sérhæfa mig í kennslu barna á einhverfurófi og með ýmsar aðrar skyldar raskanir eða fatlanir og vil að horft sé til minnar sérþekkingu og að ég fái laun samkvæmt því. Inga Rún, ég þarf ekki að bæta við meiri kennsluskyldu, ég er ekki löt því ég legg mig alla fram svo að allir nemendur fái að njóta sín í námi og að hver er einn sé metinn út frá sínum styrkleikum. Inga Rún og aðrir sem sitja við samningsborðið, ég á rétt á samkeppnishæfum launum samkvæmt minni sérfræðiþekkingu. Höfundur er bara leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var afar stolt af Magnúsi Þór Jónssyni, formanni KÍ eftir Kastljósþátt mánudagsins, þar sem hann leiðrétti af stakri ró og þolinmæði rangfærslur Ingu Rúnar, formanni samninganefndar Sambands íslenskra sveitafélaga Inga benti á að til að hækka í launum gætu kennarar bara kennt meira, en hún virðist halda að kennarar stimpli sig inn kl. 8:30 og út rétt fyrir hálfþrjú. En við gerum mun meira en bara að mæta í kennslu Inga Rún, þú talar um að við séum sérfræðingar á okkar sviði, en við þurfum að undirbúa okkur fyrir kennslu, fara yfir verkefni, búa til próf, búa til verkefni, passa upp á að verkefnin henti fjölbreyttum nemendahópum, stunda reglulegt námsmat, svo fátt eitt sé nefnt. Svo eru reglulegir fundir með nemendum og foreldrum, teymisfundir með foreldrum og sérfræðingum, teymisfundir einungis með sérfræðingum. Allt gert til þess að mæta hverjum og einum, því við erum með einstaklingsmiðað nám þar sem allir eiga rétt á námi og að þeirra þörfum sé sinnt og styrkleikum sé mætt. Að sérhver nemandi fái að njóta sín í námi. Ég kenni 26 tíma á viku og oft meira, ég sinni fundum á milli kennslu og eftir kennslu, ég sinni öllu öðru eftir kennslu og eins margir hafa talað um þá er ég að búa til verkefni, skapandi og áhugaverð verkefni, í frítíma mínum, á kvöldin, um helgar eða jafnvel í flugvélinni á meðan aðrir loka augum og slaka á. Svo þarf að ígrunda kennsluna, hvað virkar og hvað ekki, hverju ég þarf að breyta og hvað passar, því þótt að ein leið passi fyrir einn hóp, þá þarf ekki að vera að sama leiðin passi fyrir næsta hóp. Ígrundunin fer oft fram eftir kennslu og er mjög mikilvæg því hún kemur í veg fyrir að ég staðni í starfi, hún hjálpar kennara að vera gagnrýninn á sig sjálfan og finna leiðir sem gætu passað betur. Ég þarf að hugsa um alla nemendur óðháð fötlun, trú, þjóðerni og samfélagsstöðu, allir eiga að vera jafnir í kennslustofunni, námið þarf að ná til allra. Og það er í mínum verkahring að sjá til þess að allir hafi tækifæri til þess að blómsta, læra og njóta sín í námi. Því þarf ég að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að því að gera verkefnin áhugaverð, nota tækni sem hentar hverjum og einum. Í bekk geta verið allt að 25 nemendur, 6 – 7 nemendur með fatlanir eða skerðingar að einhverju tagi, erlendir nemendur kannski 2 – 4 hið minnsta, sem fá kannski að mesta lagi 40 mínútur á dag í íslenskuveri og ef þú ert heppin þá færðu aðstoð inn í bekk en það eru alls ekki allir sem fá stuðning inn í bekk. Eftir allt hér að ofan hef ég samt enn ekki minnst á að kennarar þurfa sífellt að vera í endurmenntun, til þess að læra nýjar kennsluleiðir, skoða fræðin og læra á nýjar tækninýjungar svo að þeir geti miðlað og kennt nemendum það sem nýjast er og eflt nemendur í vinnu og lærdómi. Í þessari grein hef ég kallað mig kennara en það er ekki alls kostar rétt, ég er ennþá leiðbeinandi en mun öðlast kennsluréttindi um áramótin eftir viðbótarnám. Við það munu launin mín hækka en satt best að segja mun hækkunin ekki nema miklu og því eru margir í minni stöðu sem sjá ekki sinn hag í að bæta við sig kennsluréttinum þar sem hækkunin er svo lítil. En þá verð ég komin með sex ára háskólanám, búin að sérhæfa mig í kennslu barna á einhverfurófi og með ýmsar aðrar skyldar raskanir eða fatlanir og vil að horft sé til minnar sérþekkingu og að ég fái laun samkvæmt því. Inga Rún, ég þarf ekki að bæta við meiri kennsluskyldu, ég er ekki löt því ég legg mig alla fram svo að allir nemendur fái að njóta sín í námi og að hver er einn sé metinn út frá sínum styrkleikum. Inga Rún og aðrir sem sitja við samningsborðið, ég á rétt á samkeppnishæfum launum samkvæmt minni sérfræðiþekkingu. Höfundur er bara leiðbeinandi.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun