Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 18:30 Lindsey Vonn vann til fjölda verðlauna á sínum ferli og gæti verið að snúa aftur til keppni, eftir fimm og hálfs árs hlé. Getty/Christophe Pallot Bandaríska skíðastjarnan Lindsey Vonn, sem nýverið fagnaði fertugsafmæli, gæti verið að snúa aftur til keppni í heimsbikarnum eftir fimm og hálfs árs fjarveru. Þjóðverjinn Markus Wasmeier gagnrýnir þessa fyrirætlun og segir nánast um hneyksli að ræða. Vonn er sögð stefna á að snúa aftur til keppni í Beaver Creek í Colorado um miðjan desember. Á meðan margir eru eflaust spenntir fyrir þeirri hugmynd að sjá þessa mögnuðu skíðakonu snúa aftur, eftir að hún neyddist til að hætta vegna meiðsla, eru ekki allir jafnhrifnir. Þeirra á meðal er hinn 61 árs gamli Wasmeier, tvöfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari, en hann tjáði sig um málið á sjónvarpsstöðinni Sport 1. „Að mínu mati er þetta bara einhver sýning. Þetta jaðrar við að vera hneyksli,“ sagði Wasmeier sem telur hreinlega hættulegt fyrir Vonn að ætla að bruna niður brekkurnar að nýju í baráttu við þær bestu í heimi, orðin 40 ára gömul. „Hún er að gera einhverja sýningu úr þessu. Ég get ekki séð þetta fyrir mér öðruvísi,“ sagði Wasmeier. Markus Wasmeier átti farsælan feril sem skíðamaður.Getty/Sven Hoppe Vonn vann á sínum ferli meðal annars þrenn Ólympíuverðlaun, átta verðlaun á heimsmeistaramótum og 82 heimsbikarmót. Wasmeier vill að hún njóti einfaldlega þess sem hún afrekaði á sínum ferli, í stað þess að snúa aftur. „Hún er enn í hópi þeirra sem hafa náð lengst, svo hún ætti ekki að vera að standa í þessu. Það ætti að fagna henni fyrir það sem hún hefur afrekað. Ég myndi dauðskammast mín ef ég færi niður brekkuna og væri allt í einu tíu sekúndum á eftir fljótasta manni. Þá myndu bara allir hlæja að manni,“ sagði Wasmeier. Skíðaíþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Sjá meira
Vonn er sögð stefna á að snúa aftur til keppni í Beaver Creek í Colorado um miðjan desember. Á meðan margir eru eflaust spenntir fyrir þeirri hugmynd að sjá þessa mögnuðu skíðakonu snúa aftur, eftir að hún neyddist til að hætta vegna meiðsla, eru ekki allir jafnhrifnir. Þeirra á meðal er hinn 61 árs gamli Wasmeier, tvöfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari, en hann tjáði sig um málið á sjónvarpsstöðinni Sport 1. „Að mínu mati er þetta bara einhver sýning. Þetta jaðrar við að vera hneyksli,“ sagði Wasmeier sem telur hreinlega hættulegt fyrir Vonn að ætla að bruna niður brekkurnar að nýju í baráttu við þær bestu í heimi, orðin 40 ára gömul. „Hún er að gera einhverja sýningu úr þessu. Ég get ekki séð þetta fyrir mér öðruvísi,“ sagði Wasmeier. Markus Wasmeier átti farsælan feril sem skíðamaður.Getty/Sven Hoppe Vonn vann á sínum ferli meðal annars þrenn Ólympíuverðlaun, átta verðlaun á heimsmeistaramótum og 82 heimsbikarmót. Wasmeier vill að hún njóti einfaldlega þess sem hún afrekaði á sínum ferli, í stað þess að snúa aftur. „Hún er enn í hópi þeirra sem hafa náð lengst, svo hún ætti ekki að vera að standa í þessu. Það ætti að fagna henni fyrir það sem hún hefur afrekað. Ég myndi dauðskammast mín ef ég færi niður brekkuna og væri allt í einu tíu sekúndum á eftir fljótasta manni. Þá myndu bara allir hlæja að manni,“ sagði Wasmeier.
Skíðaíþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Sjá meira