„Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 12:58 Þessi leikskólabörn mættu ekki á leikskólann í dag vegna verkfalla, þess í stað mættu þau á borgarstjórnarfund í fylgd með foreldrum. Vísir/Anton Brink Foreldrar leikskólabarna sem þurfa að vera heima vegna kennaraverkfalla fjölmenntu í Ráðhús Reykjavíkur þar sem borgarstjórnarfundur hófst klukkan tólf í dag. Nokkur hópur foreldra auk barna, einkum af leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík, var saman kominn í Ráðhúsinu fyrir fundinn og létu í sér heyra og börnin sungu fyrir borgarfulltrúa. Foreldrar sem fréttastofa ræddi við á vettvangi gerðu margir athugasemdir við aðferðarfræðina við ákvörðun verkfallanna, það sé aðeins lítill hópur barna sem ekki fái að fara í skólann eða leikskólann, á meðan flest börn í öðrum skólum landsins geti áfram farið í skólann. Líkt og kunnugt er nær verkfallið sem stendur aðeins til alls níu skóla um landið á öllum skólastigum. Börnin tóku nokkur lög af áhorfendapöllunum við upphaf borgarstjórnarfundar í Ráðhúsinu í dag.Vísir/Anton Brink Það var mikið fjör á ganginum fyrir framan fundarsalinn áður en fundur hófst.Vísir/Anton Brink „Við höfum upplifað okkur máttlaus í þessari baráttu þar sem þetta eru fjórir leikskólar af 270 sem verða bara fyrir miklu áfalli í rauninni,“ segir Salka Sól Eyfeld sem er ein þeirra foreldra leikskólabarna sem eru heima í verkfalli. Verkfallið komi misilla niður á fjölskyldum en staðan sé erfið fyrir marga. „Við erum í ágætri stöðu mín fjölskylda en það er fullt af fjölskyldum sem eru það ekki. Okkur hefur bara fundist eins og það sé ekki nógu mikil umræða um þetta. Nú eru læknar líka í kjaradeilu, þannig að þetta fær nánast ekki pláss í fréttum lengur og ég er að hitta fólk sem er með börn á svipuðum aldri og ég sem veit ekki einu sinni af því að það séu verkföll í gangi,“ segir Salka. Það var líf og fjör í Ráðhúsinu.Vísir/Anton Brink „Við finnum svo harkalega fyrir þessu. Bæði við sem fjölskylda og börnin okkar. Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar að missa úr leikskóla og óvissan með þetta. Þetta er ótímabundið verkfall og við bara sjáum ekki fram á að það sé eitthvað að gerast í kjaradeilunni. Okkur finnst það leiðinlegt,“ segir Salka. Hlaupið og leikið um gangana.Vísir/Anton Brink Hópurinn kom saman í anddyri Ráðhússins.Vísir/Anton Brink Leikskólar Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Foreldrar sem fréttastofa ræddi við á vettvangi gerðu margir athugasemdir við aðferðarfræðina við ákvörðun verkfallanna, það sé aðeins lítill hópur barna sem ekki fái að fara í skólann eða leikskólann, á meðan flest börn í öðrum skólum landsins geti áfram farið í skólann. Líkt og kunnugt er nær verkfallið sem stendur aðeins til alls níu skóla um landið á öllum skólastigum. Börnin tóku nokkur lög af áhorfendapöllunum við upphaf borgarstjórnarfundar í Ráðhúsinu í dag.Vísir/Anton Brink Það var mikið fjör á ganginum fyrir framan fundarsalinn áður en fundur hófst.Vísir/Anton Brink „Við höfum upplifað okkur máttlaus í þessari baráttu þar sem þetta eru fjórir leikskólar af 270 sem verða bara fyrir miklu áfalli í rauninni,“ segir Salka Sól Eyfeld sem er ein þeirra foreldra leikskólabarna sem eru heima í verkfalli. Verkfallið komi misilla niður á fjölskyldum en staðan sé erfið fyrir marga. „Við erum í ágætri stöðu mín fjölskylda en það er fullt af fjölskyldum sem eru það ekki. Okkur hefur bara fundist eins og það sé ekki nógu mikil umræða um þetta. Nú eru læknar líka í kjaradeilu, þannig að þetta fær nánast ekki pláss í fréttum lengur og ég er að hitta fólk sem er með börn á svipuðum aldri og ég sem veit ekki einu sinni af því að það séu verkföll í gangi,“ segir Salka. Það var líf og fjör í Ráðhúsinu.Vísir/Anton Brink „Við finnum svo harkalega fyrir þessu. Bæði við sem fjölskylda og börnin okkar. Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar að missa úr leikskóla og óvissan með þetta. Þetta er ótímabundið verkfall og við bara sjáum ekki fram á að það sé eitthvað að gerast í kjaradeilunni. Okkur finnst það leiðinlegt,“ segir Salka. Hlaupið og leikið um gangana.Vísir/Anton Brink Hópurinn kom saman í anddyri Ráðhússins.Vísir/Anton Brink
Leikskólar Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira