Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir og Halla Thoroddsen skrifa 5. nóvember 2024 14:15 Íslenskt samfélag horfir fram á mikla fjölgun eldra fólks á komandi árum. Einkum er fyrirsjáanleg gríðarleg fjölgun í hópi þeirra sem komnir eru yfir áttrætt, þar sem fjöldinn mun meira en tvöfaldast og fer úr um 14.000 manns í um 28.000 manns. Þetta eru þeir þegnar samfélagsins sem mest þurfa á umönnun og heilbrigðisþjónustu að halda. Þótt að lýðheilsa fari almennt batnandi og fleiri upplifa betri lífslíkur við góða heilsu þegar aldurinn færist yfir, þá hefur þessi tvöföldun elstu aldurshópanna í för með sér miklar áskoranir fyrir heilbrigðiskerfið. Hvað þurfa stjórnmálaflokkar sem bjóða sig fram til Alþingis að setja á oddinn á sinni stefnuskrá til að tryggja velsæld Íslendinga næstu árin? Ekki gera ekki neitt Í árslok 2023 voru tæplega 3000 hjúkrunarrými á landinu og flest þau sem þangað flytja eru komin yfir áttrætt. Til að halda í við þá miklu fjölgun sem fyrirsjáanleg er í elstu aldurshópunum telur heilbrigðisráðuneytið að hjúkrunarrýmum þurfi að fjölga um nálægt 1600 fram til ársins 2040. Þetta þýðir eitt hjúkrunarheimili fyrir 94 íbúa á ári. Um 450 manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu sem sýnir til viðbótar að uppsöfnuð þörf er mikil og ljóst að fjölga muni hratt í þeim hópi ef ekki verður hafist handa strax við að fjölga hjúkrunarrýmum. Í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins sem var gefin út í byrjun árs var lagður hornsteinn að stefnu sem stuðlar að hraðari uppbyggingu hjúkrunarheimila sem þarf að fylgja eftir til að heilbrigðiskerfið fari ekki úr böndunum fyrr en síðar. Velferð eldra fólks og velsældarhagkerfið Árið 2019 setti forsætisráðuneytið fram opinbera mælikvarða sem mæla hagsæld og lífsgæði þjóðarinnar og viðurkennt að ekki er nóg að horfa eingöngu til efnahagslegra þátta eins og vergrar landsframleiðslu eða hagvaxtar. Metnir eru félagslegir, umhverfislegir og efnahagslegir þættir sem teljast mikilvægir velsæld Íslendinga. Meðal félagslegra mælikvarða sem snúa að heilsu eru lífslíkur, lífslíkur við góða heilsu og eigið mat á andlegri heilsu. Ef við höldum ekki áfram og aukum ekki við uppbyggingu þjónustuúrræða fyrir eldra fólk sem þarf mikla heilbrigðisþjónustu, þá mun án vafa afleiðingin verða sú að félagslegu mælikvarðarnir, lífslíkur, lífslíkur við góða heilsu og andleg heilsa Íslendinga versnar. Umönnun veikra foreldra mun leggjast í auknum mæli á uppkomin börn eða maka þar sem úrræðin verða ekki til staðar fyrir þá sem þess þurfa. Kannski verður til fimmta vaktin, umönnun foreldra okkar? Þeir sem hafa sinnt því hlutverki þekkja álagið og áhyggjurnar sem því fylgir og margir upplifa sjálfir heilsubrest. Með vanfjármögnuðu kerfi munu fleiri þurfa að taka þessa nýju vakt. Á meðan sjúkrahúsin geta ekki útskrifað eldra fólk á hjúkrunarheimili verða gæði bráðrar þjónustu og valkvæðra aðgerða sífellt lakari og sú staða er í raun veruleikinn okkar í dag. Sýnum fyrirhyggju Nú stöndum við sem þjóð frammi fyrir kosningum til Alþingis í lok nóvember. Sýnum fyrirhyggju og höldum áfram á þeirri vegferð að stuðla að velferð aldraðra. Hvetjum til fjölbreyttrar velferðarþjónustu, byggjum fleiri hjúkrunarheimili, stuðlum að nýsköpun, leggjum aukna fjármuni í endurhæfingu og forvarnir og styrkjum samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun. Þannig getum við tryggt öllum velsæld á Íslandi, sérstaklega eldra fólki og fjölskyldum þeirra sem mun hafa áhrif á alla aðra heilbrigðisþjónustu. Höfundar hennar eru María Fjóla Harðardóttir stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Halla Thoroddsen stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag horfir fram á mikla fjölgun eldra fólks á komandi árum. Einkum er fyrirsjáanleg gríðarleg fjölgun í hópi þeirra sem komnir eru yfir áttrætt, þar sem fjöldinn mun meira en tvöfaldast og fer úr um 14.000 manns í um 28.000 manns. Þetta eru þeir þegnar samfélagsins sem mest þurfa á umönnun og heilbrigðisþjónustu að halda. Þótt að lýðheilsa fari almennt batnandi og fleiri upplifa betri lífslíkur við góða heilsu þegar aldurinn færist yfir, þá hefur þessi tvöföldun elstu aldurshópanna í för með sér miklar áskoranir fyrir heilbrigðiskerfið. Hvað þurfa stjórnmálaflokkar sem bjóða sig fram til Alþingis að setja á oddinn á sinni stefnuskrá til að tryggja velsæld Íslendinga næstu árin? Ekki gera ekki neitt Í árslok 2023 voru tæplega 3000 hjúkrunarrými á landinu og flest þau sem þangað flytja eru komin yfir áttrætt. Til að halda í við þá miklu fjölgun sem fyrirsjáanleg er í elstu aldurshópunum telur heilbrigðisráðuneytið að hjúkrunarrýmum þurfi að fjölga um nálægt 1600 fram til ársins 2040. Þetta þýðir eitt hjúkrunarheimili fyrir 94 íbúa á ári. Um 450 manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu sem sýnir til viðbótar að uppsöfnuð þörf er mikil og ljóst að fjölga muni hratt í þeim hópi ef ekki verður hafist handa strax við að fjölga hjúkrunarrýmum. Í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins sem var gefin út í byrjun árs var lagður hornsteinn að stefnu sem stuðlar að hraðari uppbyggingu hjúkrunarheimila sem þarf að fylgja eftir til að heilbrigðiskerfið fari ekki úr böndunum fyrr en síðar. Velferð eldra fólks og velsældarhagkerfið Árið 2019 setti forsætisráðuneytið fram opinbera mælikvarða sem mæla hagsæld og lífsgæði þjóðarinnar og viðurkennt að ekki er nóg að horfa eingöngu til efnahagslegra þátta eins og vergrar landsframleiðslu eða hagvaxtar. Metnir eru félagslegir, umhverfislegir og efnahagslegir þættir sem teljast mikilvægir velsæld Íslendinga. Meðal félagslegra mælikvarða sem snúa að heilsu eru lífslíkur, lífslíkur við góða heilsu og eigið mat á andlegri heilsu. Ef við höldum ekki áfram og aukum ekki við uppbyggingu þjónustuúrræða fyrir eldra fólk sem þarf mikla heilbrigðisþjónustu, þá mun án vafa afleiðingin verða sú að félagslegu mælikvarðarnir, lífslíkur, lífslíkur við góða heilsu og andleg heilsa Íslendinga versnar. Umönnun veikra foreldra mun leggjast í auknum mæli á uppkomin börn eða maka þar sem úrræðin verða ekki til staðar fyrir þá sem þess þurfa. Kannski verður til fimmta vaktin, umönnun foreldra okkar? Þeir sem hafa sinnt því hlutverki þekkja álagið og áhyggjurnar sem því fylgir og margir upplifa sjálfir heilsubrest. Með vanfjármögnuðu kerfi munu fleiri þurfa að taka þessa nýju vakt. Á meðan sjúkrahúsin geta ekki útskrifað eldra fólk á hjúkrunarheimili verða gæði bráðrar þjónustu og valkvæðra aðgerða sífellt lakari og sú staða er í raun veruleikinn okkar í dag. Sýnum fyrirhyggju Nú stöndum við sem þjóð frammi fyrir kosningum til Alþingis í lok nóvember. Sýnum fyrirhyggju og höldum áfram á þeirri vegferð að stuðla að velferð aldraðra. Hvetjum til fjölbreyttrar velferðarþjónustu, byggjum fleiri hjúkrunarheimili, stuðlum að nýsköpun, leggjum aukna fjármuni í endurhæfingu og forvarnir og styrkjum samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun. Þannig getum við tryggt öllum velsæld á Íslandi, sérstaklega eldra fólki og fjölskyldum þeirra sem mun hafa áhrif á alla aðra heilbrigðisþjónustu. Höfundar hennar eru María Fjóla Harðardóttir stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Halla Thoroddsen stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun