Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. nóvember 2024 22:14 Steinar Björnsson (t.v.) og Einar B. Árnason fylgjast spenntir með úrslitum kosninganna skammt frá Trump sjálfum. Aðsend Félagarnir Steinar Björnsson og Einar B. Árnason eru staddir þessa stundina úti í Flórída til að styðja sinn mann til sigurs í yfirstandandi kosningum þarutan. Þeir telja fámennan en að þeirra sögn dyggan hóp íslenskra stuðningsmanna Donalds Trumps. Steinar Björnsson er fjárfestir að atvinnu en vann þar áður stærstan hluta starfsævinnar í ferðaþjónustu. Hann var með í að koma fyrirtækinu Arctic Adventures á legg. Nú er hann þó sjálfur ferðamaður í vesturheimi og var nýbúinn að innrita sig á Trump National Doral, hótel og golfparadís, þegar blaðamaður sló á þráðinn. Það að hótel þeirra félaga beri nafn forsetans fyrrverandi er ekki tilviljun. „Við ákváðum að fara út í kosningaferð og smá frí. Við flugum til Orlandó og ákváðum að skoða vesturströndina. Við fórum út fyrsta og fórum til Tampa. Svo keyrðum við niður vesturströndina. Við fórum að skoða krókódíla og allt það. Náttúrlega alltaf með rauðu Trump-derhúfuna,“ segir Steinar. „Góð stemning fyrir Trömparanum“ Hann segir kanann hafa tekið vel á móti sér. Hann skarti hinni alræmdu rauðu derhúfu með einkennisorðum Trumps: „Make America Great Again,“ hvert sem hann fari og það vinni honum inn mörg stig meðal innfæddra. Þrátt fyrir að Flórída sé ekki höfuðvígi Repúblikanaflokksins hafa kjörmenn þess alltaf greitt atkvæði með Donaldi Trump. „Ef maður er með húfuna eru allir bara: „Ég vona að við tökum þetta! Geggjuð húfa!“ Það er alveg sama hver þetta er, þjónar á hótelunum eða hver sem er. Það er mjög góð stemning hérna fyrir Trömparanum,“ segir Steinar Trump-varningur hefur slegið í gegn hjá félögunum. Greiða með nafni Trumps vantar á myndina.Aðsend Hann er mikill aðdáandi Trumps og hans stefnumála, segir það gleymast að Trump hafi þegar gegnt embættinu í fjögur ár og náð miklum árangri. Meðal þess sem Steinari líkar vel í fari Trumps segir hann til dæmis vera stefnu hans í efnahagsmálum. Hann segir Trump einnig vera friðelskandi forseta sem hafi ekki dregið Bandaríkin í neitt stríð á forsetatíð sinni. Þá segir hann Trump einnig hafa þurft að sæta stöðugum ólögmætum ákærum af hendi demókrata sem hann telur eiga sér pólitíska hvata. Kosningavaka á Trump-hótelinu Steinar og Einar segjast munu verja nóttinni á hóteli þeirra sem ber nafn Trumps þar sem efnt hefur verið til sérstakrar kosningavöku. Stærðarskjá hefur verið komið upp og rýmið skreytt með blöðrum og borðum. Trump sjálfur heldur sína kosningavöku með sínum ríkustu og dyggustu stuðningsmönnum í Mar-a-Lago. Móttaka hótelsins hefur verið skreytt í tilefni dagsins.Aðsend Steinar spáir því að Trump muni ekki bara hrósa sigri í forsetakosningunum heldur einnig að Repúblikanaflokkurinn hreppi meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kosið er til þings í fleiri ríkjum samhliða forsetakosningunum. „Þá verður veisla,“ segir Steinar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Steinar Björnsson er fjárfestir að atvinnu en vann þar áður stærstan hluta starfsævinnar í ferðaþjónustu. Hann var með í að koma fyrirtækinu Arctic Adventures á legg. Nú er hann þó sjálfur ferðamaður í vesturheimi og var nýbúinn að innrita sig á Trump National Doral, hótel og golfparadís, þegar blaðamaður sló á þráðinn. Það að hótel þeirra félaga beri nafn forsetans fyrrverandi er ekki tilviljun. „Við ákváðum að fara út í kosningaferð og smá frí. Við flugum til Orlandó og ákváðum að skoða vesturströndina. Við fórum út fyrsta og fórum til Tampa. Svo keyrðum við niður vesturströndina. Við fórum að skoða krókódíla og allt það. Náttúrlega alltaf með rauðu Trump-derhúfuna,“ segir Steinar. „Góð stemning fyrir Trömparanum“ Hann segir kanann hafa tekið vel á móti sér. Hann skarti hinni alræmdu rauðu derhúfu með einkennisorðum Trumps: „Make America Great Again,“ hvert sem hann fari og það vinni honum inn mörg stig meðal innfæddra. Þrátt fyrir að Flórída sé ekki höfuðvígi Repúblikanaflokksins hafa kjörmenn þess alltaf greitt atkvæði með Donaldi Trump. „Ef maður er með húfuna eru allir bara: „Ég vona að við tökum þetta! Geggjuð húfa!“ Það er alveg sama hver þetta er, þjónar á hótelunum eða hver sem er. Það er mjög góð stemning hérna fyrir Trömparanum,“ segir Steinar Trump-varningur hefur slegið í gegn hjá félögunum. Greiða með nafni Trumps vantar á myndina.Aðsend Hann er mikill aðdáandi Trumps og hans stefnumála, segir það gleymast að Trump hafi þegar gegnt embættinu í fjögur ár og náð miklum árangri. Meðal þess sem Steinari líkar vel í fari Trumps segir hann til dæmis vera stefnu hans í efnahagsmálum. Hann segir Trump einnig vera friðelskandi forseta sem hafi ekki dregið Bandaríkin í neitt stríð á forsetatíð sinni. Þá segir hann Trump einnig hafa þurft að sæta stöðugum ólögmætum ákærum af hendi demókrata sem hann telur eiga sér pólitíska hvata. Kosningavaka á Trump-hótelinu Steinar og Einar segjast munu verja nóttinni á hóteli þeirra sem ber nafn Trumps þar sem efnt hefur verið til sérstakrar kosningavöku. Stærðarskjá hefur verið komið upp og rýmið skreytt með blöðrum og borðum. Trump sjálfur heldur sína kosningavöku með sínum ríkustu og dyggustu stuðningsmönnum í Mar-a-Lago. Móttaka hótelsins hefur verið skreytt í tilefni dagsins.Aðsend Steinar spáir því að Trump muni ekki bara hrósa sigri í forsetakosningunum heldur einnig að Repúblikanaflokkurinn hreppi meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kosið er til þings í fleiri ríkjum samhliða forsetakosningunum. „Þá verður veisla,“ segir Steinar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira