„Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar 11. nóvember 2024 08:15 Ég hef velt þessu fyrir mér frá því að ég heyrði forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, nota þetta orðatiltæki í viðtali í kvöldfréttum á föstudagskvöld. Þar lýsti hann vonbrigðum yfir því að KÍ og félag lækna væru að þenja sig í kjarabaráttunni. Hann nefndi þessar stéttir ekki með nafni en það var augljóst um hvaða stéttir hann var að ræða. Hann skildi ekki af hverju þessar stéttir sýndu því ekki skilning að það væri ekki hægt að hækka laun þeirra um hærri % en aðrar stéttir hefðu samið um fyrr á árinu. Allir ættu að skilja að hann gæti ekki gengið á bak orða sinna þar sem í þeim samningum var lofað að ekki yrði um meiri hækkanir að ræða í þeim samningum sem á eftir kæmu. Hann passaði sig samt á því að segja ekki að kröfur þessara stétta væru óraunhæfar. Hann veit að þetta eru raunmætar kröfur því þær byggja t.a.m. hjá kennurum á margumræddu áður gerðu samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda á milli markaði frá árinu 2016. En málið er að þessar stéttir eru búnar að sýna mikinn skilning í 8 ár m.a. í gegnum þrengingar í Covid, en alltaf minnt viðsemjendur sína reglulega á að það væri ekki búið að efna þetta samkomulag. Núna er hins vegar ekki hægt að bíða lengur með að fara fram á að ríki og sveitarfélög standi við orð sín enda ekki nema tvö ár eftir af þeim tímaramma sem skilgreindur var í samkomulaginu. Það er öllum ljóst að nú þegar er tímaramminn sprunginn því það er enginn að fara fram á að þessari jöfnun verði náð á einu bretti. Þetta verður alltaf eitthvað sem gerist í skrefum en þessi skref þarf að samningsbinda. Hefði ekki verið nær að forsætisráðherra stigi fram í þessu viðtali og segði að þetta væri erfið staða og nú þyrftu allir að taka sig saman og sameinast um að leysa þessa stöðu. Þessar stéttir væru með raunmætar kröfur enda væri samkomulagið, sem kröfurnar byggja á, síðan 2016 og hann sjálfur hefði undirritað það samkomulag. Hann gæti ekki gengið á bak orða sinna gagnvartþessu samkomulagi frekar en öðrum samningum. Það væri marktækur launamunur á milli ákveðinna hópa háskólamenntaðra sérfræðinga á opinberum markaði og þeim almenna. Því yrði að stíga einhver skref í áttina að jöfnun launa og semja við þessar stéttir um hvernig leiðrétta ætti þennan launamun í þrepum. Hér væri ekki verið að tala um launahækkanir umfram aðra nema það sem snýr að áður gerðu samkomulagi. Loforð yrðu að standa og það ætti líka við um loforð síðan 2016. Ég einfaldlega trúi því ekki að forsætisráðherra telji það eðlilegt að kennarastéttin sé lang launalægsta stéttin þegar kemur að grunnlaunum háskólamenntaðra sérfræðinga og eins að hún eigi að vera fyrir neðan meðallaun í landinu eins og sést á myndinni hér að neðan. Þetta er starf sem krefst 5 ára háskólamenntunar, kennarastéttin er framlínustétt á erfiðum tímum og hefur það hlutverk að mennta komandi kynslóðir. Ætti það ekki að vera í forgangi að manna skóla landsins með hæfu fólki til að vinna með komandi kynslóðum? Hæfileikaríku, skynsömu fólki sem velur sér kennarastarfið af því að það hefur brennandi áhuga og löngun í að vinna starfið. Í stað þess að fylla upp í stöður með fólki sem hefur ekki menntað sig til þessara starfa heldur velur að vinna þau af því að það er það skásta sem býðst af lausum störfum. Málið er að hæfileikaríkt, skynsamt fólk er í þessum skrifuðu orðum að velja sig frá því að mennta sig til þessara starfa, ekki vegna skorts á áhuga heldur er það raunsætt mat um lífsafkomu sem útilokar starfið og það finnst mér sorglegt. Ég skil alls ekki af hverju foreldrar þessa lands sætta sig við þessa stöðu. Skólarnir eiga að vera jöfnunartæki þegar kemur að menntunarmöguleikum barna. Það á ekki að þurfa að velja sér búsetu eftir skólum en það er fólk að gera í stórum stíl í dag til að tryggja barninu sínu þau sjálfsögðu réttindi að vera með menntaða kennara. Það verkefni er alltaf að verða erfiðara og erfiðara. Í dag er næstum ómögulegt að finna skóla þar sem allir kennarar eru með réttindi. Myndum við vilja það í heilbrigðiskerfinu? Ég er hrædd um ekki. Þó þar sé vissulega viðlíka vandamál í gangi vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og læknum, sem væntanlega er sprottinn af svipuðum toga. Ég auglýsi eftir því að fjölmiðlamenn landsins fari að spyrja spurninganna sem þarf að spyrja þegar þeir fjalla um þessa kjarabaráttu. Er í lagi að ganga á bak orða sinna þegar kemur að samkomulaginu um jöfnun lífeyrisréttinda á markaði frá árinu 2016? Hvað í því samkomulagi gerir það að verkum að það er óþarfi að efna þau loforð? Er það af því að háskólamenntun kennara á það ekki skilið að vera metin til tekna? Á æska landsins ekki skilið að það séu menntaðir sérfræðingar sem sinna menntun þeirra? Hvað réttlætir það að kennarastéttin sé lang lægst launaða stéttin meðal háskólamenntaðra sérfræðinga? Voru þetta aðeins innantóm loforð í þessu samkomulagi til að hægt væri að taka flotta mynd? Almenni markaðurinn gerði sér grein fyrir að þetta væru ekki innantóm loforð því allir aðilar á almenna markaðnum voru búnir að fá inn sína jöfnun á einu ári frá gerðu samkomulagi. Á meðan starfsmenn á opinberum markaði fengu aðeins þá skerðingu sem í samkomulaginu fólst. Nú eru alþingiskosningar handan við hornið og sú ríkisstjórn sem situr núna er, ef marka má skoðanakannanir, ólíkleg til að halda áfram eftir kosningar enda um minnihlutastarfsstjórn að ræða. Hvernig fer þá um margumrætt samkomulag gert árið 2016 ef þeir sem gerðu samkomulagið hverfa af braut? Á nýtt fólk að efna það? Er samkomulag við ríki og sveitarfélög dauð orð á blaði og eitthvað sem ekki á að efna? Er kennarastéttin dæmd til þess að vera afgangsstétt meðal háskólamenntaðra sérfræðinga? Viljum við það fyrir komandi kynslóðir? Ég skil ekki af hverju pólitíkusar nýta sér ekki þetta tækifæri rétt fyrir kosningar að standa við gefin loforð og setjist niður með sveitafélögunum og finni lausn á málunum. Þau eru búin að hafa 8 ár í verkefnið. Í leiðinni væri líka verið að taka stórt skref í að leiðrétta launamun kynjanna því þær stéttir sem hér um ræðir eru stórar kvennastéttir. Ég myndi a.m.k. halda að það væri ágætt veganesti inn í kosningabaráttuna. Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður í Garðaskóla og fulltrúi kennara í skólanefnd Garðabæjar og kjósandi í Reykjaneskjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kennaraverkfall 2024-25 Ragnheiður Stephensen Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hef velt þessu fyrir mér frá því að ég heyrði forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, nota þetta orðatiltæki í viðtali í kvöldfréttum á föstudagskvöld. Þar lýsti hann vonbrigðum yfir því að KÍ og félag lækna væru að þenja sig í kjarabaráttunni. Hann nefndi þessar stéttir ekki með nafni en það var augljóst um hvaða stéttir hann var að ræða. Hann skildi ekki af hverju þessar stéttir sýndu því ekki skilning að það væri ekki hægt að hækka laun þeirra um hærri % en aðrar stéttir hefðu samið um fyrr á árinu. Allir ættu að skilja að hann gæti ekki gengið á bak orða sinna þar sem í þeim samningum var lofað að ekki yrði um meiri hækkanir að ræða í þeim samningum sem á eftir kæmu. Hann passaði sig samt á því að segja ekki að kröfur þessara stétta væru óraunhæfar. Hann veit að þetta eru raunmætar kröfur því þær byggja t.a.m. hjá kennurum á margumræddu áður gerðu samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda á milli markaði frá árinu 2016. En málið er að þessar stéttir eru búnar að sýna mikinn skilning í 8 ár m.a. í gegnum þrengingar í Covid, en alltaf minnt viðsemjendur sína reglulega á að það væri ekki búið að efna þetta samkomulag. Núna er hins vegar ekki hægt að bíða lengur með að fara fram á að ríki og sveitarfélög standi við orð sín enda ekki nema tvö ár eftir af þeim tímaramma sem skilgreindur var í samkomulaginu. Það er öllum ljóst að nú þegar er tímaramminn sprunginn því það er enginn að fara fram á að þessari jöfnun verði náð á einu bretti. Þetta verður alltaf eitthvað sem gerist í skrefum en þessi skref þarf að samningsbinda. Hefði ekki verið nær að forsætisráðherra stigi fram í þessu viðtali og segði að þetta væri erfið staða og nú þyrftu allir að taka sig saman og sameinast um að leysa þessa stöðu. Þessar stéttir væru með raunmætar kröfur enda væri samkomulagið, sem kröfurnar byggja á, síðan 2016 og hann sjálfur hefði undirritað það samkomulag. Hann gæti ekki gengið á bak orða sinna gagnvartþessu samkomulagi frekar en öðrum samningum. Það væri marktækur launamunur á milli ákveðinna hópa háskólamenntaðra sérfræðinga á opinberum markaði og þeim almenna. Því yrði að stíga einhver skref í áttina að jöfnun launa og semja við þessar stéttir um hvernig leiðrétta ætti þennan launamun í þrepum. Hér væri ekki verið að tala um launahækkanir umfram aðra nema það sem snýr að áður gerðu samkomulagi. Loforð yrðu að standa og það ætti líka við um loforð síðan 2016. Ég einfaldlega trúi því ekki að forsætisráðherra telji það eðlilegt að kennarastéttin sé lang launalægsta stéttin þegar kemur að grunnlaunum háskólamenntaðra sérfræðinga og eins að hún eigi að vera fyrir neðan meðallaun í landinu eins og sést á myndinni hér að neðan. Þetta er starf sem krefst 5 ára háskólamenntunar, kennarastéttin er framlínustétt á erfiðum tímum og hefur það hlutverk að mennta komandi kynslóðir. Ætti það ekki að vera í forgangi að manna skóla landsins með hæfu fólki til að vinna með komandi kynslóðum? Hæfileikaríku, skynsömu fólki sem velur sér kennarastarfið af því að það hefur brennandi áhuga og löngun í að vinna starfið. Í stað þess að fylla upp í stöður með fólki sem hefur ekki menntað sig til þessara starfa heldur velur að vinna þau af því að það er það skásta sem býðst af lausum störfum. Málið er að hæfileikaríkt, skynsamt fólk er í þessum skrifuðu orðum að velja sig frá því að mennta sig til þessara starfa, ekki vegna skorts á áhuga heldur er það raunsætt mat um lífsafkomu sem útilokar starfið og það finnst mér sorglegt. Ég skil alls ekki af hverju foreldrar þessa lands sætta sig við þessa stöðu. Skólarnir eiga að vera jöfnunartæki þegar kemur að menntunarmöguleikum barna. Það á ekki að þurfa að velja sér búsetu eftir skólum en það er fólk að gera í stórum stíl í dag til að tryggja barninu sínu þau sjálfsögðu réttindi að vera með menntaða kennara. Það verkefni er alltaf að verða erfiðara og erfiðara. Í dag er næstum ómögulegt að finna skóla þar sem allir kennarar eru með réttindi. Myndum við vilja það í heilbrigðiskerfinu? Ég er hrædd um ekki. Þó þar sé vissulega viðlíka vandamál í gangi vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og læknum, sem væntanlega er sprottinn af svipuðum toga. Ég auglýsi eftir því að fjölmiðlamenn landsins fari að spyrja spurninganna sem þarf að spyrja þegar þeir fjalla um þessa kjarabaráttu. Er í lagi að ganga á bak orða sinna þegar kemur að samkomulaginu um jöfnun lífeyrisréttinda á markaði frá árinu 2016? Hvað í því samkomulagi gerir það að verkum að það er óþarfi að efna þau loforð? Er það af því að háskólamenntun kennara á það ekki skilið að vera metin til tekna? Á æska landsins ekki skilið að það séu menntaðir sérfræðingar sem sinna menntun þeirra? Hvað réttlætir það að kennarastéttin sé lang lægst launaða stéttin meðal háskólamenntaðra sérfræðinga? Voru þetta aðeins innantóm loforð í þessu samkomulagi til að hægt væri að taka flotta mynd? Almenni markaðurinn gerði sér grein fyrir að þetta væru ekki innantóm loforð því allir aðilar á almenna markaðnum voru búnir að fá inn sína jöfnun á einu ári frá gerðu samkomulagi. Á meðan starfsmenn á opinberum markaði fengu aðeins þá skerðingu sem í samkomulaginu fólst. Nú eru alþingiskosningar handan við hornið og sú ríkisstjórn sem situr núna er, ef marka má skoðanakannanir, ólíkleg til að halda áfram eftir kosningar enda um minnihlutastarfsstjórn að ræða. Hvernig fer þá um margumrætt samkomulag gert árið 2016 ef þeir sem gerðu samkomulagið hverfa af braut? Á nýtt fólk að efna það? Er samkomulag við ríki og sveitarfélög dauð orð á blaði og eitthvað sem ekki á að efna? Er kennarastéttin dæmd til þess að vera afgangsstétt meðal háskólamenntaðra sérfræðinga? Viljum við það fyrir komandi kynslóðir? Ég skil ekki af hverju pólitíkusar nýta sér ekki þetta tækifæri rétt fyrir kosningar að standa við gefin loforð og setjist niður með sveitafélögunum og finni lausn á málunum. Þau eru búin að hafa 8 ár í verkefnið. Í leiðinni væri líka verið að taka stórt skref í að leiðrétta launamun kynjanna því þær stéttir sem hér um ræðir eru stórar kvennastéttir. Ég myndi a.m.k. halda að það væri ágætt veganesti inn í kosningabaráttuna. Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður í Garðaskóla og fulltrúi kennara í skólanefnd Garðabæjar og kjósandi í Reykjaneskjördæmi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun