Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 09:45 Nýverið heyrði ég í ungum frumkvöðli sem stofnaði sprotafyrirtæki fyrir nokkrum árum og hefur lagt allt í sölurnar til að byggja undir reksturinn. Það hefur gengið upp og ofan eins og svo oft í heimi frumkvöðla. Fyrirtækið hefur tekið þátt í ýmsum hröðlum, frumkvöðlakeppnum og sótt um styrki svo hægt sé að halda áfram þróun og greiða laun. En þessi tiltekni frumkvöðull var eitt sinn sem oft áður að fara í gegnum flókið ferli við styrkumsókn og þurfti að skila af sér ítarlegri umsókn sem tók að minnsta kosti hundrað tíma að undirbúa. Þar voru allar upplýsingar um fyrirtækið í löngu máli ásamt fyrirsögnum og millifyrirsögnum. En nokkru síðar kom neitun frá styrkveitanda. Fyrirtækið var ekki gjaldgengt til að fá styrk því það var misræmi í einni millifyrirsögn. Í stað þess að standa Útgáfa I stóð þar Haust 2024. Og það eitt var nóg til þess að umsóknin væri ekki einu sinni tekin til skoðunar. Computer says no. Ein millifyrirsögn dæmir þannig keppandann úr leik. Finnum lausnir Ég hef heyrt sögur sem eru sambærilegar við sögu unga frumkvöðulsins á ferðum mínum um Norðvesturkjördæmi. Ungt og kjarkað fólk með stórar hugmyndir fyrir svæðið sitt. Sem vill búa í sinni heimabyggð og byggja þar upp fjölbreytt atvinnulíf. En hnökrar og tafir kerfisins tæma allt súrefni. Og þá stöndum við frammi fyrir því að fólkið okkar fer að leita annað – jafnvel út fyrir landsteinana. Þannig töpum við dýrmætum tækifærum til að stuðla að fjölbreyttari atvinnuvegum. Oft á svæðum sem þyrftu svo sannarlega á því að halda. Við hljótum að vera sammála um að kerfin eigi að virka - fyrir fólkið í landinu. Það á ekki bara við um kerfin sem frumkvöðlar sækja í. Heldur einnig kerfin sem eiga að grípa fólk sem bíður eftir heilbrigðisþjónustu, börn sem eru föst á biðlistum, fjölskyldufólk sem safnar skuldum í fæðingarorlofi, ungt fólk sem kemst ekki inn á húsnæðismarkaðinn, ungmenni sem fóta sig ekki í hefðbundnu menntakerfi svo dæmi séu tekin. Öll kerfi eru mannanna verk. Gleymum því ekki. Breytum þessu Við Íslendingar erum rík þjóð. Við erum rík af auðlindum, hreinu vatni, jarðvarma, fiski í sjónum, fersku lofti og fallegri náttúru. En hvernig stendur þá á því að okkur tekst ekki betur að þjóna fólkinu okkar? Ætti rík þjóð ekki að geta búið þegnum sínum samfélag þar sem velmegun og jöfn tækifæri er forsendan? Þar sem fólk þarf ekki að tapa heilsunni og jafnvel aleigunni við að glíma við kerfi sem ekki þjónar því? Við getum sannarlega gert betur. Við göngum brátt til kosninga og höfum tækifæri til að kjósa nýja ríkisstjórn. Það er von mín að sú ríkisstjórn verði ríkisstjórn breytinga. Ríkisstjórn sem hefur hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni þeirra sem halda í stjórnartaumana. Viðreisn er tilbúin að taka þátt í slíkri ríkisstjórn - og þannig stjórnmálum. Því við segjum: „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum“ og við meinum það. Ekki bara í orði heldur líka á borði. Breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Sjá meira
Nýverið heyrði ég í ungum frumkvöðli sem stofnaði sprotafyrirtæki fyrir nokkrum árum og hefur lagt allt í sölurnar til að byggja undir reksturinn. Það hefur gengið upp og ofan eins og svo oft í heimi frumkvöðla. Fyrirtækið hefur tekið þátt í ýmsum hröðlum, frumkvöðlakeppnum og sótt um styrki svo hægt sé að halda áfram þróun og greiða laun. En þessi tiltekni frumkvöðull var eitt sinn sem oft áður að fara í gegnum flókið ferli við styrkumsókn og þurfti að skila af sér ítarlegri umsókn sem tók að minnsta kosti hundrað tíma að undirbúa. Þar voru allar upplýsingar um fyrirtækið í löngu máli ásamt fyrirsögnum og millifyrirsögnum. En nokkru síðar kom neitun frá styrkveitanda. Fyrirtækið var ekki gjaldgengt til að fá styrk því það var misræmi í einni millifyrirsögn. Í stað þess að standa Útgáfa I stóð þar Haust 2024. Og það eitt var nóg til þess að umsóknin væri ekki einu sinni tekin til skoðunar. Computer says no. Ein millifyrirsögn dæmir þannig keppandann úr leik. Finnum lausnir Ég hef heyrt sögur sem eru sambærilegar við sögu unga frumkvöðulsins á ferðum mínum um Norðvesturkjördæmi. Ungt og kjarkað fólk með stórar hugmyndir fyrir svæðið sitt. Sem vill búa í sinni heimabyggð og byggja þar upp fjölbreytt atvinnulíf. En hnökrar og tafir kerfisins tæma allt súrefni. Og þá stöndum við frammi fyrir því að fólkið okkar fer að leita annað – jafnvel út fyrir landsteinana. Þannig töpum við dýrmætum tækifærum til að stuðla að fjölbreyttari atvinnuvegum. Oft á svæðum sem þyrftu svo sannarlega á því að halda. Við hljótum að vera sammála um að kerfin eigi að virka - fyrir fólkið í landinu. Það á ekki bara við um kerfin sem frumkvöðlar sækja í. Heldur einnig kerfin sem eiga að grípa fólk sem bíður eftir heilbrigðisþjónustu, börn sem eru föst á biðlistum, fjölskyldufólk sem safnar skuldum í fæðingarorlofi, ungt fólk sem kemst ekki inn á húsnæðismarkaðinn, ungmenni sem fóta sig ekki í hefðbundnu menntakerfi svo dæmi séu tekin. Öll kerfi eru mannanna verk. Gleymum því ekki. Breytum þessu Við Íslendingar erum rík þjóð. Við erum rík af auðlindum, hreinu vatni, jarðvarma, fiski í sjónum, fersku lofti og fallegri náttúru. En hvernig stendur þá á því að okkur tekst ekki betur að þjóna fólkinu okkar? Ætti rík þjóð ekki að geta búið þegnum sínum samfélag þar sem velmegun og jöfn tækifæri er forsendan? Þar sem fólk þarf ekki að tapa heilsunni og jafnvel aleigunni við að glíma við kerfi sem ekki þjónar því? Við getum sannarlega gert betur. Við göngum brátt til kosninga og höfum tækifæri til að kjósa nýja ríkisstjórn. Það er von mín að sú ríkisstjórn verði ríkisstjórn breytinga. Ríkisstjórn sem hefur hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni þeirra sem halda í stjórnartaumana. Viðreisn er tilbúin að taka þátt í slíkri ríkisstjórn - og þannig stjórnmálum. Því við segjum: „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum“ og við meinum það. Ekki bara í orði heldur líka á borði. Breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun