Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 11:46 Eftir hrunið 2008 lentu þúsundir fjölskyldna í skuldavandræðum vegna atburðarrásar sem hafði ekkert með þeirra eigin ákvarðanir að gera. Gengistryggð lán tvöfölduðust á svo gott sem einni nóttu og verðtryggð lán heimilanna hækkuðu ört svo eigið fé heimilanna þurrkaðist upp. Stjórnvöld lofuðu aðgerðum, en þær voru í skötulíki og oft verri en ekkert. Í raun gerðu stjórnvöld þessa tíma gerðu ekkert fyrir skuldara, með þeirri afleiðingu að fjöldi fólks missti heimili sín, og það sem verra er, fjölmargir stóðu eftir allslausir. Til að bæta gráu ofan á svart skulduðu margir áfram eftirstöðvar vegna stökkbreyttra lána þrátt fyrir að búið væri að selja íbúðir þeirra nauðungarsölu . Nokkrum árum síðar höfðu fasteignirnar sem bankarnir og Íbúðalánasjóður höfðu leyst til sín margfaldast í verði, og búið var að selja þær út úr t.d. Íbúðalánasjóði, til braskara, sem í dag eru stórefnaðir íbúðafjárfestar. Íslenskt réttarkerfi er nefnilega þannig uppbyggt, að það refsar engum jafn mikið og skuldurum. En kerfið þarf ekki að vera svona óréttlátt. Við í Flokki fólksins höfum boðað fjölmargar leiðir til að gera regluverkið sanngjarnara. Mig langar í þessari grein minni að vekja athygli á tveimur slíkum leiðum. Sú fyrri er hið svonefnda „Lyklafrumvarp“. Í því leggjum við til að þegar fólk lendir í þeirri stöðu að lán þeirra hafi hækkað umfram verðmæti fasteignar, þá geti fólk einfaldlega „skilað“ húsinu til bankans og verið laust allra mála. Bankinn veitti jú eftir allt saman lán gegn veði í íbúðinni og hlýtur því að sætta sig við að fá trygginguna sem undir láninu stóð, en skuldarinn verður þá laus allra mála og getur hafist strax handa til að endurreisa eigin fjárhag, í stað þess að þurfa að glíma við eftirstöðvar láns síns mörg ár í viðbót. Sú seinni er frumvarp sem kemur í veg fyrir að fasteignir verði seldar langt undir gangverði á nauðungarsölum. Í því frumvarpi leggjum við til að þegar eign er seld nauðungarsölu þá verði það gert með því að setja hana í almennt söluferli, eins og gert er með aðrar fasteignir. Það hefur sýnt sig að nauðungarsöluferlið er ógagnsætt og fjölmörg dæmi eru um að eignir hafi verið boðnar upp fyrir aðeins lítið brot af verðmæti þeirra. Þegar eru í lögum heimildir fyrir skuldara til að fara fram á að eign þeirra verði seld almennri sölu, en ekki boðin upp, en þær heimildir eru þröngar og dæmin um þar sem fallist hefur verið á almenna sölu eru nánast teljandi á fingrum annarrar handar. Þetta eru tvö sanngirnismál sem við í Flokki fólksins teljum mikilvægt að ná í gegn. En vert er að taka fram að við höfum einnig lagt fram fjölmörg mál sem miða að því að koma í veg fyrir að skuldavandi heimilanna verði svo alvarlegur að fólk sjái fram á að missa hús sín. Má þar sem dæmi nefna frumvarp um að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs, þingsályktunartillögu um hækkun skattleysismarka í 450.000 kr. og frumvarp um afnám verðtryggingar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Eftir hrunið 2008 lentu þúsundir fjölskyldna í skuldavandræðum vegna atburðarrásar sem hafði ekkert með þeirra eigin ákvarðanir að gera. Gengistryggð lán tvöfölduðust á svo gott sem einni nóttu og verðtryggð lán heimilanna hækkuðu ört svo eigið fé heimilanna þurrkaðist upp. Stjórnvöld lofuðu aðgerðum, en þær voru í skötulíki og oft verri en ekkert. Í raun gerðu stjórnvöld þessa tíma gerðu ekkert fyrir skuldara, með þeirri afleiðingu að fjöldi fólks missti heimili sín, og það sem verra er, fjölmargir stóðu eftir allslausir. Til að bæta gráu ofan á svart skulduðu margir áfram eftirstöðvar vegna stökkbreyttra lána þrátt fyrir að búið væri að selja íbúðir þeirra nauðungarsölu . Nokkrum árum síðar höfðu fasteignirnar sem bankarnir og Íbúðalánasjóður höfðu leyst til sín margfaldast í verði, og búið var að selja þær út úr t.d. Íbúðalánasjóði, til braskara, sem í dag eru stórefnaðir íbúðafjárfestar. Íslenskt réttarkerfi er nefnilega þannig uppbyggt, að það refsar engum jafn mikið og skuldurum. En kerfið þarf ekki að vera svona óréttlátt. Við í Flokki fólksins höfum boðað fjölmargar leiðir til að gera regluverkið sanngjarnara. Mig langar í þessari grein minni að vekja athygli á tveimur slíkum leiðum. Sú fyrri er hið svonefnda „Lyklafrumvarp“. Í því leggjum við til að þegar fólk lendir í þeirri stöðu að lán þeirra hafi hækkað umfram verðmæti fasteignar, þá geti fólk einfaldlega „skilað“ húsinu til bankans og verið laust allra mála. Bankinn veitti jú eftir allt saman lán gegn veði í íbúðinni og hlýtur því að sætta sig við að fá trygginguna sem undir láninu stóð, en skuldarinn verður þá laus allra mála og getur hafist strax handa til að endurreisa eigin fjárhag, í stað þess að þurfa að glíma við eftirstöðvar láns síns mörg ár í viðbót. Sú seinni er frumvarp sem kemur í veg fyrir að fasteignir verði seldar langt undir gangverði á nauðungarsölum. Í því frumvarpi leggjum við til að þegar eign er seld nauðungarsölu þá verði það gert með því að setja hana í almennt söluferli, eins og gert er með aðrar fasteignir. Það hefur sýnt sig að nauðungarsöluferlið er ógagnsætt og fjölmörg dæmi eru um að eignir hafi verið boðnar upp fyrir aðeins lítið brot af verðmæti þeirra. Þegar eru í lögum heimildir fyrir skuldara til að fara fram á að eign þeirra verði seld almennri sölu, en ekki boðin upp, en þær heimildir eru þröngar og dæmin um þar sem fallist hefur verið á almenna sölu eru nánast teljandi á fingrum annarrar handar. Þetta eru tvö sanngirnismál sem við í Flokki fólksins teljum mikilvægt að ná í gegn. En vert er að taka fram að við höfum einnig lagt fram fjölmörg mál sem miða að því að koma í veg fyrir að skuldavandi heimilanna verði svo alvarlegur að fólk sjái fram á að missa hús sín. Má þar sem dæmi nefna frumvarp um að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs, þingsályktunartillögu um hækkun skattleysismarka í 450.000 kr. og frumvarp um afnám verðtryggingar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun