Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar 13. nóvember 2024 07:17 Viðskiptaráð lagði nýlega mat á uppfærða aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og komst að þeirri niðurstöðu að tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafi neikvæð efnahagsleg áhrif. Þegar svona kostnaðargreiningar eru framkvæmdar er hins vegar aldrei tekið með í reikninginn hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað ætli það kosti okkur? Það þarf ekki að fara langt til þess að finna dæmi. Fyrir ári síðan skall á eldgos við Sundhnúkagíga og um 3500 manns þurftu að flýja heimili sín. Alls er áætlaður stuðningur ríkissjóðs við Grindavík árin 2023 og 2024 um 80 milljarðar króna. Árið 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði vegna mikillar rigningar. Kostnaður ríkisins við uppbyggingarstarf á Seyðisfirði var metinn á um hálfan milljarð. Þótt eldgosið við Sundhnúkagíga hafi ekki verið afleiðing loftslagsbreytinga varpa bæði þessara dæma fram skýra mynd um þau atvik sem verða algengari með loftslagsbreytingum og hve kostnaðarsamar náttúruhamfarir geta verið fyrir ríkið. Glöggir lesendur spyrja sig eflaust hvers vegna einungis efnahagurinn er undirstrikaður í ofantöldum hamförum, þar af í atviki sem má kalla eitt stærsta samfélagslega áfall Íslendinga seinustu ára þar sem þúsundir manna misstu heimili sín. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagurinn trompar alltaf allt annað í nútímasamfélagi. Það er ástæðan fyrir því að Viðskiptaráði þykir í lagi að undirstrika efnahagslega tapið sem felst í því að tryggja fæðuöryggi, jafnrétti, húsnæðisöryggi, menningu (og efnahagslegt öryggi!) í íslensku samfélagi. Það er grófur miskilningur falinn í því að einangra loftslagsmálin frá öðrum málaflokkum, þar sem loftslagsbreytingar hafa áhrif á allt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Samfélagið okkar byggir á því loftslagi sem við þekkjum núna. Innviðir okkar og vegir eru byggðir í samræmi við veðurfar, viðráðanlegt verð á matvælum byggir á því að uppskeran bregðist ekki úti í heimi og menningin okkar rís upp úr þeirri náttúrudýrð sem má finna hér á landi. Nú þegar kosningar eru í vændum skiptir máli að hugsa hlutina í sínu heildarsamhengi og spyrja sig hvort þeir stjórnmálaflokkar sem leggja áherslu á ofangreind málefni hugsi um þau í samhengi við veðurfarsbreytingar. Að sama skapi verða loftslagsáherslur að samsvara öðrum samfélagslegum þáttum, því loftslagsmálin snúast ekki einungis um það að vernda umhverfið, heldur að vernda samfélagið. Hugsi stjórnmálamenn ekki um þessi mikilvægu málefni í samhengi við hnattræna hlýnun, byggja kosningarloforð þeirra á fölskum forsendum. Höfundur er meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Efnahagsmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð lagði nýlega mat á uppfærða aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og komst að þeirri niðurstöðu að tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafi neikvæð efnahagsleg áhrif. Þegar svona kostnaðargreiningar eru framkvæmdar er hins vegar aldrei tekið með í reikninginn hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað ætli það kosti okkur? Það þarf ekki að fara langt til þess að finna dæmi. Fyrir ári síðan skall á eldgos við Sundhnúkagíga og um 3500 manns þurftu að flýja heimili sín. Alls er áætlaður stuðningur ríkissjóðs við Grindavík árin 2023 og 2024 um 80 milljarðar króna. Árið 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði vegna mikillar rigningar. Kostnaður ríkisins við uppbyggingarstarf á Seyðisfirði var metinn á um hálfan milljarð. Þótt eldgosið við Sundhnúkagíga hafi ekki verið afleiðing loftslagsbreytinga varpa bæði þessara dæma fram skýra mynd um þau atvik sem verða algengari með loftslagsbreytingum og hve kostnaðarsamar náttúruhamfarir geta verið fyrir ríkið. Glöggir lesendur spyrja sig eflaust hvers vegna einungis efnahagurinn er undirstrikaður í ofantöldum hamförum, þar af í atviki sem má kalla eitt stærsta samfélagslega áfall Íslendinga seinustu ára þar sem þúsundir manna misstu heimili sín. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagurinn trompar alltaf allt annað í nútímasamfélagi. Það er ástæðan fyrir því að Viðskiptaráði þykir í lagi að undirstrika efnahagslega tapið sem felst í því að tryggja fæðuöryggi, jafnrétti, húsnæðisöryggi, menningu (og efnahagslegt öryggi!) í íslensku samfélagi. Það er grófur miskilningur falinn í því að einangra loftslagsmálin frá öðrum málaflokkum, þar sem loftslagsbreytingar hafa áhrif á allt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Samfélagið okkar byggir á því loftslagi sem við þekkjum núna. Innviðir okkar og vegir eru byggðir í samræmi við veðurfar, viðráðanlegt verð á matvælum byggir á því að uppskeran bregðist ekki úti í heimi og menningin okkar rís upp úr þeirri náttúrudýrð sem má finna hér á landi. Nú þegar kosningar eru í vændum skiptir máli að hugsa hlutina í sínu heildarsamhengi og spyrja sig hvort þeir stjórnmálaflokkar sem leggja áherslu á ofangreind málefni hugsi um þau í samhengi við veðurfarsbreytingar. Að sama skapi verða loftslagsáherslur að samsvara öðrum samfélagslegum þáttum, því loftslagsmálin snúast ekki einungis um það að vernda umhverfið, heldur að vernda samfélagið. Hugsi stjórnmálamenn ekki um þessi mikilvægu málefni í samhengi við hnattræna hlýnun, byggja kosningarloforð þeirra á fölskum forsendum. Höfundur er meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun