Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar 14. nóvember 2024 12:01 Raforkuverð til heimila og almennra fyrirtækja er lágt og stöðugt. Lykillinn að því er samningar sem gilda langt fram í tímann. Þeir skapa fyrirsjáanleika í verði til almennings og draga úr áhrifum af skammtíma verðsveiflum. Raforkuverð í viðskiptum skammt fram í tímann endurspegla svo stöðuna í raforkukerfinu hverju sinni, segja til um jafnvægi framboðs og eftirspurnar. Skammtímaviðskipti hafa til þessa verið mjög lítill hluti samanborið við langtímaviðskiptin. Landsvirkjun selur raforku á almenna markaðnum til sölufyrirtækja sem selja hana áfram með álagningu til heimila og fyrirtækja, annarra en stórnotenda. Þau sölufyrirtæki sem nú starfa eru Atlantsorka, Fallorka, HS Orka, N1 Rafmagn, Orka heimilanna, Orka náttúrunnar, Orkubú Vestfjarða, Orkusalan og Straumlind. Landsvirkjun er með um 50% markaðshlutdeild á almennum markaði. Sölufyrirtæki sem eru með litla eða enga raforkuframleiðslu kaupa nánast alla sína orku af okkur. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitunnar sem m.a. var stofnuð til þess að sjá almenningi fyrir raforku og heitu vatni og framleiðir um 18% allrar raforku í landinu. HS Orka framleiðir um 8%. Þessi tvö fyrirtæki selja raforkuframleiðslu sína beint til almennings og stórnotenda, auk þess að kaupa raforku af Landsvirkjun sem ætluð er almenna markaðnum. Meirihluti viðskipta fer fram langt fram í tímann Samið er um raforkukaup hér á landi að langmestu leyti löngu áður en raforkan er afhent. Sölufyrirtæki raforku hafa haft frjálsræði með það hvernig þau haga innkaupum á raforku til að selja síðar áfram til viðskiptavina sinna, þ.e. heimila og minni fyrirtækja á almennum markaði. Þau hafa kosið að ganga frá samningum um meginhluta raforkusölu sinnar marga mánuði og allt að nokkur ár fram í tímann. Samningsverð hvers tíma gildir þegar kemur að afhendingu. Gögn Orkustofnunar sýna að sölufyrirtækin hafa nú þegar tryggt sér 90-100% af raforkunni sem þau sjá fyrir sér að afhenda viðskiptavinum sínum á næstu 12 mánuðum. Frá haustinu 2025 og fram á sumar 2026 hafa sölufyrirtækin tryggt um 60-80% af notkun sinna viðskiptavina. Af gögnum Orkustofnunar má því ráða að sölufyrirtækin tryggja sér raforku og festa samningsverð fyrir viðskiptavini sína langt fram í tímann. Landsvirkjun hefur selt sölufyrirtækjunum hluta af þessari orku að undanförnu. Að baki þeirri sölu búa samningar og fast samningsverð. Fyrir um helming markaðarins sem kemur frá öðrum raforkuframleiðendum, liggja hins vegar ekki fyrir skuldbindingar um tryggt framboð eða fyrirsjáanlegt verð. Aukið gagnsæi Fyrr á þessu ári hóf starfsemi viðskiptavettvangur þar sem kaupendur og seljendur raforku geta átt viðskipti. Á vettvangi Vonarskarðs sést hvernig viðskiptin hafa farið fram að undanförnu. Langmest viðskipti eiga sér stað marga mánuði og nokkur ár fram í tímann. Upplýsingar um selt magn og markaðsverð er öllum aðgengilegt á vefnum. Aðgengi að upplýsingum um raforkuviðskipti hafa aukist verulega með tilkomu viðskiptavettvangs og hann stuðlar jafnframt að auknu gagnsæi. Raforkan sjálf þriðjungur af reikningnum Raforkureikningur heimilanna er þrískiptur: Í fyrsta lagi raforkan sjálf, í öðru lagi flutningur og dreifing orkunnar og í þriðja lagi opinber gjöld. Þessir þrír þættir mynda heildarkostnað heimilis við að nýta raforkuna. Raforkan sjálf er aðeins um 30% af raforkureikningi heimilis. Flutningur og dreifing er um 50% og opinber gjöld um 20%. Samkeppni ríkir í vinnslu og viðskiptum með raforku en flutningur og dreifing hennar er sérleyfisskyld starfsemi. Lögmál markaðar gildir því einungis um 30% af raforkureikningi heimilanna. Eins og áður segir hafa sölufyrirtækin kosið að ganga frá samningum um megnið af raforkukaupum sínum mánuðum og jafnvel árum áður en til afhendingar kemur. Slík fyrirhyggja er grunnurinn að lágu og stöðugu raforkuverði til almennings og stuðlar að auknu raforkuöryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Raforkuverð til heimila og almennra fyrirtækja er lágt og stöðugt. Lykillinn að því er samningar sem gilda langt fram í tímann. Þeir skapa fyrirsjáanleika í verði til almennings og draga úr áhrifum af skammtíma verðsveiflum. Raforkuverð í viðskiptum skammt fram í tímann endurspegla svo stöðuna í raforkukerfinu hverju sinni, segja til um jafnvægi framboðs og eftirspurnar. Skammtímaviðskipti hafa til þessa verið mjög lítill hluti samanborið við langtímaviðskiptin. Landsvirkjun selur raforku á almenna markaðnum til sölufyrirtækja sem selja hana áfram með álagningu til heimila og fyrirtækja, annarra en stórnotenda. Þau sölufyrirtæki sem nú starfa eru Atlantsorka, Fallorka, HS Orka, N1 Rafmagn, Orka heimilanna, Orka náttúrunnar, Orkubú Vestfjarða, Orkusalan og Straumlind. Landsvirkjun er með um 50% markaðshlutdeild á almennum markaði. Sölufyrirtæki sem eru með litla eða enga raforkuframleiðslu kaupa nánast alla sína orku af okkur. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitunnar sem m.a. var stofnuð til þess að sjá almenningi fyrir raforku og heitu vatni og framleiðir um 18% allrar raforku í landinu. HS Orka framleiðir um 8%. Þessi tvö fyrirtæki selja raforkuframleiðslu sína beint til almennings og stórnotenda, auk þess að kaupa raforku af Landsvirkjun sem ætluð er almenna markaðnum. Meirihluti viðskipta fer fram langt fram í tímann Samið er um raforkukaup hér á landi að langmestu leyti löngu áður en raforkan er afhent. Sölufyrirtæki raforku hafa haft frjálsræði með það hvernig þau haga innkaupum á raforku til að selja síðar áfram til viðskiptavina sinna, þ.e. heimila og minni fyrirtækja á almennum markaði. Þau hafa kosið að ganga frá samningum um meginhluta raforkusölu sinnar marga mánuði og allt að nokkur ár fram í tímann. Samningsverð hvers tíma gildir þegar kemur að afhendingu. Gögn Orkustofnunar sýna að sölufyrirtækin hafa nú þegar tryggt sér 90-100% af raforkunni sem þau sjá fyrir sér að afhenda viðskiptavinum sínum á næstu 12 mánuðum. Frá haustinu 2025 og fram á sumar 2026 hafa sölufyrirtækin tryggt um 60-80% af notkun sinna viðskiptavina. Af gögnum Orkustofnunar má því ráða að sölufyrirtækin tryggja sér raforku og festa samningsverð fyrir viðskiptavini sína langt fram í tímann. Landsvirkjun hefur selt sölufyrirtækjunum hluta af þessari orku að undanförnu. Að baki þeirri sölu búa samningar og fast samningsverð. Fyrir um helming markaðarins sem kemur frá öðrum raforkuframleiðendum, liggja hins vegar ekki fyrir skuldbindingar um tryggt framboð eða fyrirsjáanlegt verð. Aukið gagnsæi Fyrr á þessu ári hóf starfsemi viðskiptavettvangur þar sem kaupendur og seljendur raforku geta átt viðskipti. Á vettvangi Vonarskarðs sést hvernig viðskiptin hafa farið fram að undanförnu. Langmest viðskipti eiga sér stað marga mánuði og nokkur ár fram í tímann. Upplýsingar um selt magn og markaðsverð er öllum aðgengilegt á vefnum. Aðgengi að upplýsingum um raforkuviðskipti hafa aukist verulega með tilkomu viðskiptavettvangs og hann stuðlar jafnframt að auknu gagnsæi. Raforkan sjálf þriðjungur af reikningnum Raforkureikningur heimilanna er þrískiptur: Í fyrsta lagi raforkan sjálf, í öðru lagi flutningur og dreifing orkunnar og í þriðja lagi opinber gjöld. Þessir þrír þættir mynda heildarkostnað heimilis við að nýta raforkuna. Raforkan sjálf er aðeins um 30% af raforkureikningi heimilis. Flutningur og dreifing er um 50% og opinber gjöld um 20%. Samkeppni ríkir í vinnslu og viðskiptum með raforku en flutningur og dreifing hennar er sérleyfisskyld starfsemi. Lögmál markaðar gildir því einungis um 30% af raforkureikningi heimilanna. Eins og áður segir hafa sölufyrirtækin kosið að ganga frá samningum um megnið af raforkukaupum sínum mánuðum og jafnvel árum áður en til afhendingar kemur. Slík fyrirhyggja er grunnurinn að lágu og stöðugu raforkuverði til almennings og stuðlar að auknu raforkuöryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun