Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2024 15:17 Lindsey Vonn var á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París í sumar. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Bandaríska skíðakonan Lindsey Vonn hefur nú staðfest að hún muni snúa aftur til keppni, fertug að aldri, tæpum sex árum eftir að hún lagði skíðin á hilluna. Vonn er sannkölluð skíðastjarna en hún á í sínu safni þrenn ólympíuverðlaun (gull í bruni og brons í risasvigi 2010, og brons í bruni 2018), átta verðlaun af heimsmeistaramótum og fjóra heimsbikarmeistaratitla. Þá setti hún met með því að vinna 82 heimsbikarmót en landa hennar, Mikaela Shiffrin, sló það met í janúar í fyrra og er komin í 97 sigra. Gagnrýnd fyrir endurkomuna Ekki hafa allir hrifist af hugmyndum Vonn um að snúa aftur til keppni og þannig sagðist Þjóðverjinn Markus Wasmeier, 61 árs gamall tvöfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari, telja um einhvers konar leikþátt að ræða sem jaðraði við hneyksli. „Hún er enn í hópi þeirra sem hafa náð lengst, svo hún ætti ekki að vera að standa í þessu. Það ætti að fagna henni fyrir það sem hún hefur afrekað. Ég myndi dauðskammast mín ef ég færi niður brekkuna og væri allt í einu tíu sekúndum á eftir fljótasta manni. Þá myndu bara allir hlæja að manni,“ sagði Wasmeier. Ótrúlegt að geta skíðað á ný án verkja Eins og fyrr segir hætti Vonn að keppa í febrúar 2019 en hún hafði þá ítrekað glímt við meiðsli af ýmsum toga. Síðast í apríl var hún í aðgerð þar sem skipt var um hluta af hné. Vonn hefur hins vegar verið við æfingar síðustu mánuði og nú styttist í hennar fyrstu keppni í langan tíma. „Það hefur verið ótrúlegt ferðalag að komast aftur á skíði án þess að finna fyrir sársauka. Mig langar að halda áfram að deila þekkingu minni á íþróttinni með þessum ótrúlegu konum,“ sagði Vonn og vísaði til liðsfélaga sinna í bandaríska skíðalandsliðinu. Vonn er strax aftur orðin hluti af landsliðinu en það kemur svo í ljós hvenær hennar fyrsta mót verður. Næstu Vetrarólympíuleikar verða á Ítalíu í febrúar 2026. Skíðaíþróttir Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Vonn er sannkölluð skíðastjarna en hún á í sínu safni þrenn ólympíuverðlaun (gull í bruni og brons í risasvigi 2010, og brons í bruni 2018), átta verðlaun af heimsmeistaramótum og fjóra heimsbikarmeistaratitla. Þá setti hún met með því að vinna 82 heimsbikarmót en landa hennar, Mikaela Shiffrin, sló það met í janúar í fyrra og er komin í 97 sigra. Gagnrýnd fyrir endurkomuna Ekki hafa allir hrifist af hugmyndum Vonn um að snúa aftur til keppni og þannig sagðist Þjóðverjinn Markus Wasmeier, 61 árs gamall tvöfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari, telja um einhvers konar leikþátt að ræða sem jaðraði við hneyksli. „Hún er enn í hópi þeirra sem hafa náð lengst, svo hún ætti ekki að vera að standa í þessu. Það ætti að fagna henni fyrir það sem hún hefur afrekað. Ég myndi dauðskammast mín ef ég færi niður brekkuna og væri allt í einu tíu sekúndum á eftir fljótasta manni. Þá myndu bara allir hlæja að manni,“ sagði Wasmeier. Ótrúlegt að geta skíðað á ný án verkja Eins og fyrr segir hætti Vonn að keppa í febrúar 2019 en hún hafði þá ítrekað glímt við meiðsli af ýmsum toga. Síðast í apríl var hún í aðgerð þar sem skipt var um hluta af hné. Vonn hefur hins vegar verið við æfingar síðustu mánuði og nú styttist í hennar fyrstu keppni í langan tíma. „Það hefur verið ótrúlegt ferðalag að komast aftur á skíði án þess að finna fyrir sársauka. Mig langar að halda áfram að deila þekkingu minni á íþróttinni með þessum ótrúlegu konum,“ sagði Vonn og vísaði til liðsfélaga sinna í bandaríska skíðalandsliðinu. Vonn er strax aftur orðin hluti af landsliðinu en það kemur svo í ljós hvenær hennar fyrsta mót verður. Næstu Vetrarólympíuleikar verða á Ítalíu í febrúar 2026.
Skíðaíþróttir Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira