Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2024 08:01 Um leið og óhætt er að óska þeim sem standa að nýrri og endurbættri heimasíðu orkuskipta, www.orkuskipti.is, til hamingju með áfangann þurfum við á sama tíma að fara taka skilaboðin á henni alvarlega. Ísland, sem stendur öllum framar þegar kemur að endurnýjanlegri orku, er enn að flytja inn yfir eina milljón tonna af olíu á ári á sama tíma og 0,6 prósent af stærð landsins er nýtt til orkuvinnslu. Ísland greiðir 160 milljarða á ári fyrir innflutta olíu til að knýja hér áfram flugsamgöngur, skipaflotann og vegasamgöngur svo eitthvað sé nefnt. Þetta kostar um helming þess gjaldeyris sem sjávarútvegurinn aflar en olían skilar þrettán teravattstundum sem er á pari við vatnsaflið sem við framleiðum hér á landi. Á mjög áhugaverðum morgunfundi í Hörpu á dögunum benti sérfræðingur EFLU verkfræðistofu á að komið er að þriðju orkuskiptunum hér á landi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, tók undir það og var nokkuð ómyrkur í máli þegar hann sagði að við þyrftum sem þjóð að fara hefja þessi orkuskipti til að dragast einfaldlega ekki aftur úr. Það er í raun nú eða aldrei ætlum við okkur að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum markaði í orkumálum framtíðarinnar. Samkvæmt orkuspá Landsnets þarf Ísland að framleiða fimm teravattstundir til viðbótar á næstu tíu árum til að halda dampi í þessum efnum og ekki má gleyma að þessi hreina orka heldur íslenskum stjórnvöldum einnig á pari við alþjóðlegt samkomulag um loftslagsaðgerðir. Orkustefna Íslands til næsta aldarfjórðungs er, að verða nær óháð olíu en þá er nokkuð augljóst hvað þarf að gera. Að virkja! Landsvirkjun er klár í bátana með Hvammsvirkjun en framkvæmdir þar hafa tafist verulega vegna kærumála. Það er alveg ljóst að einfalda þarf leyfisveitingar í þessum efnum svo hægt sé að ganga til verks. Ekki ætlum við með allar þessar auðlindir að sitja eftir í jafn stóru máli og orkuskiptum þegar við höfum allt til brunns að bera. Vitaskuld þurfum við að huga að umhverfinu hvar svo sem við ætlum að stinga niður skólfu, það segir sig sjálft. Það er þó aftur vert að benda á, að eins og staðan er í dag er ekki einu sinni eitt prósent landsins nýtt til þess að skapa þennan auð sem í landinu býr. Vel að merkja, grænan auð því á sama tíma erum við að reyna minnka notkun jarðefnaeldsneytis og búa til meira af endurnýjanlegri orku. Við höfum á síðustu 80 árum eða svo farið úr kolum í olíu í jarðvarma og nú er komið að rafmagninu. Ekki bara er það hrein orka heldur er það mat sérfræðinga að efnahagslegur ávinningur Ísland geti orðið um 1.700 milljarðar króna á næstu 25 árum. Höfundur skipar 5. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Orkuskipti Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Um leið og óhætt er að óska þeim sem standa að nýrri og endurbættri heimasíðu orkuskipta, www.orkuskipti.is, til hamingju með áfangann þurfum við á sama tíma að fara taka skilaboðin á henni alvarlega. Ísland, sem stendur öllum framar þegar kemur að endurnýjanlegri orku, er enn að flytja inn yfir eina milljón tonna af olíu á ári á sama tíma og 0,6 prósent af stærð landsins er nýtt til orkuvinnslu. Ísland greiðir 160 milljarða á ári fyrir innflutta olíu til að knýja hér áfram flugsamgöngur, skipaflotann og vegasamgöngur svo eitthvað sé nefnt. Þetta kostar um helming þess gjaldeyris sem sjávarútvegurinn aflar en olían skilar þrettán teravattstundum sem er á pari við vatnsaflið sem við framleiðum hér á landi. Á mjög áhugaverðum morgunfundi í Hörpu á dögunum benti sérfræðingur EFLU verkfræðistofu á að komið er að þriðju orkuskiptunum hér á landi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, tók undir það og var nokkuð ómyrkur í máli þegar hann sagði að við þyrftum sem þjóð að fara hefja þessi orkuskipti til að dragast einfaldlega ekki aftur úr. Það er í raun nú eða aldrei ætlum við okkur að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum markaði í orkumálum framtíðarinnar. Samkvæmt orkuspá Landsnets þarf Ísland að framleiða fimm teravattstundir til viðbótar á næstu tíu árum til að halda dampi í þessum efnum og ekki má gleyma að þessi hreina orka heldur íslenskum stjórnvöldum einnig á pari við alþjóðlegt samkomulag um loftslagsaðgerðir. Orkustefna Íslands til næsta aldarfjórðungs er, að verða nær óháð olíu en þá er nokkuð augljóst hvað þarf að gera. Að virkja! Landsvirkjun er klár í bátana með Hvammsvirkjun en framkvæmdir þar hafa tafist verulega vegna kærumála. Það er alveg ljóst að einfalda þarf leyfisveitingar í þessum efnum svo hægt sé að ganga til verks. Ekki ætlum við með allar þessar auðlindir að sitja eftir í jafn stóru máli og orkuskiptum þegar við höfum allt til brunns að bera. Vitaskuld þurfum við að huga að umhverfinu hvar svo sem við ætlum að stinga niður skólfu, það segir sig sjálft. Það er þó aftur vert að benda á, að eins og staðan er í dag er ekki einu sinni eitt prósent landsins nýtt til þess að skapa þennan auð sem í landinu býr. Vel að merkja, grænan auð því á sama tíma erum við að reyna minnka notkun jarðefnaeldsneytis og búa til meira af endurnýjanlegri orku. Við höfum á síðustu 80 árum eða svo farið úr kolum í olíu í jarðvarma og nú er komið að rafmagninu. Ekki bara er það hrein orka heldur er það mat sérfræðinga að efnahagslegur ávinningur Ísland geti orðið um 1.700 milljarðar króna á næstu 25 árum. Höfundur skipar 5. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun