Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2024 09:03 „Við ætlum til Spánar um jólin, fljúgum bara í gegnum London, ekkert mál og ódýrara en að fara í gegnum Keflavíkurflugvöll,” sagði ung kona við mig í sundlauginni á Siglufirði á dögunum. Hún á þrjú ung börn og þau, fimm manna fjölskylda, sjá sér fært að fara í sólina um jólin með millilandaflugi frá Akureyrarflugvelli. Heimurinn hefur opnast og á tíma einnar kynslóðar hafa utanlandsferðir frá Íslandi breyst frá því að vera munaðarvara sem eldra fólk fór í með nokkurra ára millibili (oftast barnlaust) í að verða aðgengilegri fyrir fleiri fjölskyldur í landinu. Ég ætla ekki að fara út í mikilvægi D-vítamíns fyrir landann en tel að með auknu aðgengi að ódýrara flugi hérlendis hafi lífsskilyrði íbúa á landinu batnað. Lengi vel hafa íbúar Norðurlands eystra þó ekki búið við þessi skilyrði heldur þurft að annað hvort keyra suður eða fljúga þangað til að komast erlendis með tilheyrandi kostnaði og umstangi. Það er gríðarlega mikilvægt að íbúar landsins geti valið sér búsetu og í því samhengi eru góðar samgöngur grundvallarforsenda. Íbúar landsins alls fara fram á þau lífsgæði að geta komist auðveldlega með beinu flugi erlendis og getur búsetuval litast af því. Ég fluttist sjálf norður á Siglufjörð fyrir tæpum þremur árum og hef upplifað þá byltingu sem er að verða sér stað í millilandaflugi frá svæðinu með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir íbúa. Niceair var frábær viðbót fyrir íbúa Norðurlands eystra og sýndi hvað innlendi markaðurinn á svæðinu var stór, svo varð raunveruleg bylting þegar easyJet hóf reglulegt flug frá svæðinu. Tilkoma easyJet kom samkeppnishæfu millilandaflugi til og frá Akureyri á koppinn, raunar er verðið svo samkeppnishæft að ódýrara er að fljúga til Reykjavíkur í gegnum London frá Akureyri en með beinu innanlandsflugi suma daga. Koma easyJet hefur sýnt fram á mikilvægi þess að styðja við og styrkja félög sem hafa áhuga á að fljúga til Norðurlands eystra. Ábatinn er ekki einungis fyrir íbúa svæðisins heldur einnig fyrir ferðaþjónustuna. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á Bretum sem sækja Akureyri og nærsvæði heim og jákvæð áhrif á atvinnulíf og atvinnutækifæri á þessu sama svæði afskaplega mikilvæg. Frábært er að til standi að lengja tímabil beina flugsins til London. Ný rannsókn Jón Þorvaldar Heiðarssonar sýnir að beint flug eykur lífsgæði og stuðlar að efnahagslegri grósku. Hluti farþeganna eru í vinnutengdum ferðum og því hefur beint flug áhrif á atvinnulíf. Vetrarflug minnkar jafnframt árstíðasveifluna í ferðaþjónustu og býr til heilsársstörf. Fleiri félög hafa bæst í flóruna með leiguflugi af og til og opnað ótrúlega möguleika, þannig var í sumar hægt að komast frá Akureyri til Suður-Ameríku með einu stoppi! Samfylkingin vill halda áfram að efla og styðja innanlands- og millilandaflug á flugvöllum kjördæmisins. Það er ljóst að reglulegt innanlandsflug skiptir sköpum fyrir íbúa sem þurfa því miður oft að sækja heilbrigðisþjónustu og aðra lyklaþjónustu til höfuðborgarinnar sökum samþjöppunar þjónustu á því svæði. Samfylkingin fagnar því að komusalurinn á Akureyri hafi verið stækkaður, en betur má ef duga skal, salurinn hefði átt að vera umtalsvert stærri til að sinna þeirri uppbyggingu sem við óskum þess að sjá. Samfylkingin mun beita sér fyrir áframhaldandi stuðningi við flug á svæðinu, tökum flugið og opnum heiminn fyrir íbúum okkar! Höfundur er hagfræðingur og skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Sæunn Gísladóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
„Við ætlum til Spánar um jólin, fljúgum bara í gegnum London, ekkert mál og ódýrara en að fara í gegnum Keflavíkurflugvöll,” sagði ung kona við mig í sundlauginni á Siglufirði á dögunum. Hún á þrjú ung börn og þau, fimm manna fjölskylda, sjá sér fært að fara í sólina um jólin með millilandaflugi frá Akureyrarflugvelli. Heimurinn hefur opnast og á tíma einnar kynslóðar hafa utanlandsferðir frá Íslandi breyst frá því að vera munaðarvara sem eldra fólk fór í með nokkurra ára millibili (oftast barnlaust) í að verða aðgengilegri fyrir fleiri fjölskyldur í landinu. Ég ætla ekki að fara út í mikilvægi D-vítamíns fyrir landann en tel að með auknu aðgengi að ódýrara flugi hérlendis hafi lífsskilyrði íbúa á landinu batnað. Lengi vel hafa íbúar Norðurlands eystra þó ekki búið við þessi skilyrði heldur þurft að annað hvort keyra suður eða fljúga þangað til að komast erlendis með tilheyrandi kostnaði og umstangi. Það er gríðarlega mikilvægt að íbúar landsins geti valið sér búsetu og í því samhengi eru góðar samgöngur grundvallarforsenda. Íbúar landsins alls fara fram á þau lífsgæði að geta komist auðveldlega með beinu flugi erlendis og getur búsetuval litast af því. Ég fluttist sjálf norður á Siglufjörð fyrir tæpum þremur árum og hef upplifað þá byltingu sem er að verða sér stað í millilandaflugi frá svæðinu með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir íbúa. Niceair var frábær viðbót fyrir íbúa Norðurlands eystra og sýndi hvað innlendi markaðurinn á svæðinu var stór, svo varð raunveruleg bylting þegar easyJet hóf reglulegt flug frá svæðinu. Tilkoma easyJet kom samkeppnishæfu millilandaflugi til og frá Akureyri á koppinn, raunar er verðið svo samkeppnishæft að ódýrara er að fljúga til Reykjavíkur í gegnum London frá Akureyri en með beinu innanlandsflugi suma daga. Koma easyJet hefur sýnt fram á mikilvægi þess að styðja við og styrkja félög sem hafa áhuga á að fljúga til Norðurlands eystra. Ábatinn er ekki einungis fyrir íbúa svæðisins heldur einnig fyrir ferðaþjónustuna. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á Bretum sem sækja Akureyri og nærsvæði heim og jákvæð áhrif á atvinnulíf og atvinnutækifæri á þessu sama svæði afskaplega mikilvæg. Frábært er að til standi að lengja tímabil beina flugsins til London. Ný rannsókn Jón Þorvaldar Heiðarssonar sýnir að beint flug eykur lífsgæði og stuðlar að efnahagslegri grósku. Hluti farþeganna eru í vinnutengdum ferðum og því hefur beint flug áhrif á atvinnulíf. Vetrarflug minnkar jafnframt árstíðasveifluna í ferðaþjónustu og býr til heilsársstörf. Fleiri félög hafa bæst í flóruna með leiguflugi af og til og opnað ótrúlega möguleika, þannig var í sumar hægt að komast frá Akureyri til Suður-Ameríku með einu stoppi! Samfylkingin vill halda áfram að efla og styðja innanlands- og millilandaflug á flugvöllum kjördæmisins. Það er ljóst að reglulegt innanlandsflug skiptir sköpum fyrir íbúa sem þurfa því miður oft að sækja heilbrigðisþjónustu og aðra lyklaþjónustu til höfuðborgarinnar sökum samþjöppunar þjónustu á því svæði. Samfylkingin fagnar því að komusalurinn á Akureyri hafi verið stækkaður, en betur má ef duga skal, salurinn hefði átt að vera umtalsvert stærri til að sinna þeirri uppbyggingu sem við óskum þess að sjá. Samfylkingin mun beita sér fyrir áframhaldandi stuðningi við flug á svæðinu, tökum flugið og opnum heiminn fyrir íbúum okkar! Höfundur er hagfræðingur og skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun